Lífið

Fyrstu 3 mánuðirnir

Núna þegar Sveinn er að verða 4 mánaða þá langaði mig rosa mikið til að skrifa aðeins um hvernig fyrstu mánuðirnir eru búnir að vera.

nokkra klukkutíma gamall

Fyrstu dagarnir voru mjög þæginlegir. Hann reyndar ældi frekar mikið og ég fékk oft sár á geirvörturnar, en sem betur fer sem var hægt að laga auðveldlega. Þegar hann var orðinn sirka 4 vikna þá fer hann að vera rosa pirraður á kvöldinn og þurfti að labba með hann mikið um gólf þar sem hann grét non stop í frá 5/6 – 9/10 á kvöldin. Þegar ég fer að nefna þetta við ljósmóðirina og hjúkrunarfræðing þá fæ ég að vita að þetta sé bara ungbarnakveisa og gefa þær mér báðar nokkur ráð hvað ég gæti mögulega gert, þar sem það virkar ekki allt á öll börn. Núna í dag er hann mikið rólegri, ef hann fer að gráta mikið þá er það aðalega vegna þess að hann er orðinn svo svakalega þreyttur.

Ég er nokkunveginn komin með rútínu á kvöldin núna þegar þessi kveisa er búin, loksins. Ég læt hann alltaf í bað klukkan átta, svo fær hann að drekka. Hann er líka farinn að fá smá graut á kvöldin þegar hann er búin í baði sem honum finnst mjög skemmtilegt. Þegar hann er búinn að fá grautinn þá fer hann bara upp í rúm til að sprikla aðeins. Hann er að sofna á milli níu og tíu. Sem mér finnst algjör snilld, þannig ég fæ alveg góðan tíma fyrir mig á kvöldin. Það eru samt mjög oft sem ég fer bara að sofa á sama tíma og hann þar sem ég er oft alveg búin á því. Það er líka svo þæginlegt að fara smá snemma að sofa og kúra með honum <3.

Tilfinningarnar eru búnar að vera mjög blendnar og skrítnar. Ég ætla alveg að viðurkenna það að ég er búin að vera frekar þungt niðiri síðustu vikur en ég finn aðeins að ég er á leiðinni á bataveg, tek bara einn dag í einu. Það sem mér finnst hjálpa mér að vera í ágætri andlegri heilsu er að fara aðeins á æfingu, þar sem þjálfarinn minn sem ég er með, sendi á mig og náði mér að byrja á úti æfingu hjá henni, sem mér finnst alveg snilld. Líka að ég nái að taka litla með.

Eftir að hann kom í heiminn þá fann ég hvað ég tók stóran þroskakipp og finnst mér það ennþá hvað ég er alltaf að þroskast meira og meira með hverjum degi. Enda er þetta hlutverk það besta sem ég hef upplifað og ég er ég endalaust þakklát fyrir barnið mitt á hverjum einasta degi.

Ég ætla að reyna verða duglegri á næstu dögum að verða virkari á mínum miðli að sýna frá móðurhlutverkinu og bara frá mínu daglega lífi þar sem ég er að reyna búa til smá rútínu á okkur tvö.

Þið getið fylgst með okkur á instgram: valdis97

Þangað til næst!
– Valdís Ósk!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s