Innlit heima

Núna eru komnir sirka 3 mánuðir síðan við fluttum inn í nýju íbúðina okkar. Mig langar til að sýna ykkur hvernig þetta er orðið hjá okkur. Þið sjáið hér hvernig íbúðin var eftir að við fluttum inn. En við höfum hægt og rólega verið að uppfæra húsgögnin okkar þar sem okkur finnst ekki allt passa inn sem við áttum fyrir. Svona lítur íbúðin út núna:

Við fengum okkur nýja kaffivél – Nespresso varð fyrir valinu.
Hengdum upp hillu og keyptum spegil á ganginn

Náttborðin eru hillur úr IKEA sem heita EKET – svo hengdum við upp myndir á vegginn.

Hurðarveggurinn á svefnherberginu okkar – tölvan hans Samúels og hillur eru þar.
Skápaveggurinn – sloppur & ljóð um mig eftir afa minn.
Við endurnýjuðum öll handklæði – okkar voru orðin mjög sjúskuð.
Fengum grill frá tengdafjölskyldunni í innflutningsgjöf!
Keyptum okkur garðhúsgögn í Rúmfatalagernum
Bestå sjónvarpsskenkur og 2x bestå skápar sitthvorum megin við. Eigum bara eftir að hengja upp sjónvarpið og fela snúrurnar að neðan. Svo eru kertastajakarnir á skápnum bara þarna tímabundið – er að bíða eftir borðstofuborði.
Við þurfum reyndar að kaupa minni sófa og ætlum að skipta út stofuborðinu. Glerskápurinn er frá IKEA og heitir Brimnes

Svo á vegginn fyrir ofan sófann kemur myndaveggur. Ég ætla að setja myndir úr myndatökunni sem við fórum í og eitthverjar flottar fjölskyldumyndir.
Svo eru nokkrir hlutir sem við eigum enn eftir að gera – ég skrifaði nokkra undir myndirnar. Hér getið þið skoðað herbergið hans Elmars.

Þangað til næst,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s