Mín uppáhalds podcöst

Í dag virðast allir vera að gera podcast og þau hafa orðið gríðarlega vinsæl upp á síðkastið. Ég byrjaði að hlusta á podcöst þegar ég var ólétt af Hannesi Breka. Þá var ég fyrst og fremst að leitast eftir efni sem snýst um meðgöngur og fæðingar. Ég hef svo mikið verið að spyrjast fyrir um hvað fólk er að hlusta á og skoða mikið hvað er í boði á Spotify en ég nota það alltaf til þess að hlusta á podcast. Ég hlusta þegar ég tek til, elda og fer út að labba, það er mjög notalegt að hlusta á svona þætti meðan maður er eitthvað að bardúsa. Ég er svakalega viðkvæm týpa svo ég hef ekki taugarnar í einhver sakamál eða morð eins og svo margir eru að hlusta á. Podcöstin sem ég hlusta á eru hinsvegar mjög mismunandi, þau geta verið um allt og ekkert, viðtöl við fólk, fræðsla, spjall og hvað sem er. Ég tók saman þau podcöst sem ég hef verið að hlusta á og ætla að fara aðeins yfir það um hvað þau eru helst ef einhver er að leita sér að nýjum þáttum til þess að hlusta á.

Snorri Björns podcast

 • Snorri Björns fær til sín marga áhugaverða einstaklinga með skemmtilegar sögur. Mér finnst mjög skemmtilegt að hlusta á viðtölin hans við hinar ýmsu persónur sem hafa náð langt og heyra sögur af því hvernig þá komust á þann stað sem þau eru á í dag.

Þarf alltaf að vera grín

 • Tinna, Gói og Tryggvi fjalla um hitt og þetta á léttum og skemmtilegum nótum. Mjög fyndnir og skemmtilegir þættir þar sem þau eru alveg ófeimin við að segja ýmislegt sem fólk tjáir sig almennt ekki um og skafa ekkert utan af hlutunum.

Kviknar hlaðvarp

 • Kviknar hlaðvarp fjallar um meðgöngu, fæðingar og barneignir. Hún fær ýmsar manneskjur í viðtal bæði mæður, ljósmæður og aðra sem hafa eitthvað um málefnið að segja. Mjög fræðandi og fallegir þættir.

Seiglan

 • Fanney Dóra er frábær fyrirmynd og hefur svo margt mikilvægt og gott að segja. Ég mæli eindregið með því að hlusta á hana en hún er svakalega samkvæm sjálfri sér, kemur til dyrana eins og hún er klædd og er mjög peppandi í að verða betri manneskja. Hún fær ýmist fólk í viðtal til sín og er líka oftast með heimaverkefni vikunnar í tenglsum við ýmislega sjálfsvinnu sem er ótrúlega sniðugt.

Fæðingarcast

 • Viktoría Ósk og Sara Ósk fjalla um allt sem við kemur fæðingu. Þær fá hinar ýmsu mæður í viðtal til sín og fá alla flóruna af fæðingarsögum. Mér finnst svo ótrúlega gaman að heyra svona fjölbreyttar sögur og sjá hvað meðganga, fæðing og allt í kringum það getur verið ótrúlega misjafnt milli kvenna og barna.

Bara við

 • Sólrún Diego og Camilla Rut fjalla um allt milli himins og jarðar og segja sitt take á hina ýmsu hluti. Mjög skemmtileg dægradvöl að hlusta á þær spjalla um allt og ekkert.

Legvarpið

 • Legvarpið var fyrsti podcast þáttur sem ég hlustaði á og ég hlustaði varla á annað á meðgöngunni. Sunna María og Stefanía Ósk eru ljósmæðra nemar sem miðla ýmsum fróðleik sem þær hafa lært í náminu. Mér fannst svo gott að hlusta á þær fyrir mína fæðingu og eftir þar sem það er ýmsilegt sem ég hef heyrt í þáttunum hjá þeim sem mér finnst gott að hafa í huga þegar kemur að þessu öllu saman.

Ernuland podcast

 • Erna, betur þekkt sem Ernuland er í miklu uppáhaldi hjá mér. Boðskapurinn hennar og það sem hún hefur að segja er svo ótrúlega mikilvægt og ég vona að sem flestir fylgist með henni á einhverjum af hennar miðlum. Það hafa ekki komið inn margir þættir en ég vona innilega að það eigi eftir að bætast meira við í framtíðinni.

Lifum lengur

 • Hlaðvarpið Lifum lengur er sjálftætt framhald af samnefndum þáttum. Þeir fjalla um almenna heilsu á ýmsum sviðum, næringu, hreyfingu, andlega heilsu og svefn. Helga Arnardóttir fær ýmsa sérfræðinga og aðra sem hafa eitthvað til málanna að leggja um fjölmörg svið heilsunnar.

Hæ Hæ

 • Helgi og Hjálmar eru drep fyndnir og ógeðslega skemmtilegir, þeir eru bæði með viðtöl og spjall sín á milli um allt og ekkert, allskonar sögur og almennt rugl. Það er erfitt að ná í hnitmiðaðan texta um hvað þetta hlaðvarp er svo þið verðið bara að hlusta til að svala forvitninni.

360° heilsa

 • Rafn Franklin fer yfir allt sem snýr að bættri heilsu, bættum árangri og betri líðan í samtölum við allskyns sérfræðinga.

Beint í bílinn

 • Pétur Jóhann og Sveppi eru með nýjan podcast þætti þar sem þeir rúnta um götur Reykjavíkur og segja allt það sem þeim dettur í hug. Algjört rugl en vel hægt að hlæja að þessu.

Í ljósi sögunnar

 • Þessi podcast þáttur af Rás 1 er einnig aðgengilegur og spotify og ég er nýlega búin að uppgötva þessa þætti. Mér finnst svo gaman að fræðast og læra um allskonar sögur og fróðleik. Vera Illugadóttir skoðar atburði og málefni líðandi stundar í ljósi sögunnar.

Það eru ótal margir aðrir podcast þættir sem ég hef hlustað á en þetta eru þeir helstu Svo er maður alltaf að rekast á eitthvað nýtt svo mögulega kemur ný og uppfærð færsla einhverntíman seinna.

Þangað til næst!

Karen Ásta

Fylgist með mér á instagram @karenasta

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s