Skipulag í bílnum.

Mér finnst mjög gott að hafa skipulag og vita hvar allt er þó að allir hafi nú eina óskipulagða skipulagsskúffu heima hjá sér.

Í nýja bílnum okkar er lítil skúffa undir farþegasætinu og er ég þar með bleyjur, blautþurkur, auka föt á Bríet, narsl og blautklúta sem ég gerði sjálf ef eitthvað skildi sullast niður eða við séum nýbúin að vera úti að leika, þá er alltaf hægt að þvo hendurnar. En þessi skúffa er lítil og langar mig mikið til að kaupa af aliexpress, vörur sem eru með meira skipurlagspláss.

Þetta hengi er algjör snilld. Þarna er hægt að geyma narsl og drykki fyrir ferðalag, bleyjur, blautklúta og fleira.

Hér væri hægt að geyma allskonar dót fyrir Bríet, bækur, brúsa og annað.

Hver kannast ekki við það að missa eitthvað á milli sætana ?! Þetta grípur það áður en það festist á milli sætana og svo er þetta líka bara auka geymslupláss sem er hægt að nýta.

Ég þoli ekki að hafa poka hangandi á gírstönginni og sérstaklega ef ég eða einhver annar situr í farþegasætinu.

Símahaldari. Það er ekki gps tæki í nýja bílnum eins og ég var með í gamla og finnst mér mög gott að geta séð hvert ég á að fara, án þess að þurfa að halda á símanum undir stýri.

Þangað til næst

Kolbrún ErlaMinn miðill: @kolbrunerla

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s