Barnaherbergið

Í enda febrúar keyptum við okkur nýja íbúð. Ég er búin að gera færslu um íbúðina sem að þið getið fundið hérna.
Við keyptum íbúð með tveimur svefnherbergjum þar sem við þurftum að stækka við okkur. En þegar að við fluttum þá svaf Elmar ennþá uppí hjá okkur og var ekki búin að sætta sig við rúmið sitt. En fyrstu nóttina í nýju íbúðinni prófuðum við að láta hann sofa í rúminu sínu og hann tók því í sátt. En þar sem hann var enn að venjast því þá vorum við með hann inni í okkar svefnherbergi og Samúel var með tölvuna sína á meðan inni í Elmars herbergi.
En núna nýlega að þá ákváðum við að prófa að færa hann inn í sitt herbergi og Samúel kom með tölvuna inn í okkar herbergi. Elmari líður mjög vel í herberginu sínu og erum við loksins alveg að verða búin að gera það eins og ég vil hafa það. En ég ætla að deila myndunum með ykkur og segja ykkur hvar við fengum hlutina í herberginu hans.

Svona var herbergið þegar að við fluttum inn. Tölvan hans Samúels, fataskápurinn (innbyggður), kommóða og hillan hans Elmars. Og svo loksins breyttum við herberginu svona:

– Útsaumaða myndin er eftir ömmu mína og er hún með nafni, fæðingardag, stærð og allt það.
– Snaginn er úr IKEA (heitir FLISAT og er í barnadeildinni) og málaði ég hann í sama lit og veggurinn er.
– Veggurinn er í litnum Daglegur frá Slippfélaginu
– Á hillueiningunni eru skórnir hans, mynd af stjörnumerkinu sem fæst í Dúka og litlir bangsar úr IKEA. (ég á eftir að finna góðan stað fyrir litlu bangsana og skóna, þeir eru þarna í bili)
– Hillan er úr Rúmfatalagernum
Í hillunni er:
– skírnarkertið hans, hálsmenið sem hann fékk í skírnargjöf, silfur vöggubaukur sem ég fékk í skírnargjöf
– spariskór sem hann fékk frá ömmu sinni, rugguhestur, kanínuhringla og jellycat kanína.
– ananasljós sem ég keypti í primark fyrir löngu síðan, ský og regnboga viðarstyttur úr søstrene grene og iittala krukka með snuddum í.

– Hillueiningin er úr IKEA og heitir KALLAX
– Körfurnar í hillunum eru úr Søstrene Grene.

– Rúmið er úr IKEA og heitir GONATT
– Rimlahlífin er úr IKEA og heitir LEN
– Gardínan er myrkvagardína úr Rúmfatalagernum
– Ljósaskiltið fékk hann í skírnargjöf frá langömmu sinni en er úr Petit
– Náttlampinn í gluggakistunni er úr IKEA og er svona ugla sem er kveikt á í 8 tíma þegar maður kveikir.
– Röndótta „karfan“ er undir bangsana hans og er úr Nettó frá merkinu 4living
– Myndavélin á veggnum er pöntuð af AliExpress og er ein mesta snilld sem ég veit um. Við erum með hana upp á vegg til að sjá allt rúmið.
– Rúmfötin eru úr Rúmfatalagernum og bangsinn er Jellycat kanína.

Á veggnum hjá hurðinni er mynd með nafninu hans Elmars og merkingunni á nafninu samkvæmt orðabók sem ég bjó til og prentaði. Hliðin á myndinni, þar er fataskápurinn hans sem er innbygður í herbergið.

Það eru ennþá nokkrir hlutir sem vantar fyrir herbergið eins og t.d motta. Svo það er ekki alveg fullklárað, en við erum mjög sátt í bili☺️

Ef að þið hafið einhverjar spurningar, endilega sendið þær á mig.

Þangað til næst,

Þið finnið mig á instagram @annarosaosk

Ein athugasemd við “Barnaherbergið

  1. Bakvísun: Innlit heima

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s