Raunin

Það eru svo margar tilfinningar og hlutir við móðurhlutverkið sem maður fékk aldrei að heyra af því það er enginn sem þorir að segja frá því eða þá að mæður eru ekki að tjá sig um það. Ég fylgdist mikið með Kviknar á instagram þegar að ég var ólétt og eftir að ég átti Elmar. Þar er svo margt raunverulegt en ekki endilega margir sem þora að deila öllum þessum tilfinningum og til dæmis hlutum sem enginn nefnir eftir fæðingu eða á meðgöngu. Ég mæli með fyrir alla að fylgja Kviknar.

Þegar að ég var gangsett með Elmar, fékk ég bara að heyra það hversu lengi maður er í gangsetningu, getur tekið 3 daga. Ég fékk aldrei að heyra hliðina að þetta gæti tekið bara nokkra tíma og ljósmæðurnar voru engan veginn að segja frá því eða undirbúa mann um það að þetta gæti gerst snögglega. Ég tók fyrstu töfluna um 9 um morguninn og hún klóraði smá í belginn. Svo um kvöldið þegar að ég var að fara af stað, með örfáar mínútur á milli verkja(hríða) hringdum við Samúel í tvígang upp á LSH. Við fengum bara að heyra, „já þetta er fyrsta barn og fyrsti dagurinn í gangsetningu, hvíldu þig og komdu á morgun það er ekkert að gerast“.
Hálftíma seinna (um hálf 2 um nótt) mætti ég upp á deild með 6 í útvíkkun og barnið fæðist klukkan 05:08. Ég var alls ekki undirbúin í hvað fæðingin myndi ganga hratt fyrir sig. Ég er með háan sársaukaþröskuld og áttaði mig ekki strax á því að ég væri að fara af stað, sérstaklega þar sem það var alltaf sagt að maður bókstaflega finnur fyrir því að fara af stað en þetta voru bara eins og smá túrverkir hjá mér.

Ég var í smá áfalli hversu hratt þetta gekk fyrir sig og tengdist Elmari ekki strax, ég náði ekki utan um það hversu fljótur hann var í heiminn og náði ekki að melta neitt af því sem var í gangi. Það er auðvitað ekki margir sem átta sig á öllu á sekúndunni sem barnið kemur í heiminn, en ég náði ekki að átta mig á því að ég væri orðin mamma fyrr en 1-2 dögum eftir að við komum heim, þá 3-4 daga gamall. Ekki misskilja mig, ég var mjög meyr og ánægð að hann væri kominn, en mér leið ekki eins og ég væri mamma hans. Mér leið ömurlega fyrir það að ég tengdist honum ekki strax og var með samviskubit í margar vikur.

Brjóstagjöf. Mig hlakkaði til alla meðgönguna fyrir þeim mómentum sem mæður voru að tala um hvað það væri það besta í heimi að vera með barnið á brjósti, hvað það væri dásamlegur tími fyrir móðir og barn.
Ég er alls, alls ekki með lítil brjóst og voru þau nánast að springa úr stærð þegar ég var ólétt og þegar ég átti hann. Elmar var ekki nógu duglegur að taka við brjóstinu, svo þær sem vinna á sængurlegu voru að troða því upp í hann á meðan við vorum á spítalanum. Eitt skiptið vildi hann ekki taka því, svo að hún hjálpaði mér að mjólka mig í skeið til að gefa honum það fyrir kvöldið. Ekkert af þessu var þæginlegt og eina sem ég hugsaði um var, afhverju gengur þetta svona illa hjá mér en vel hjá öllum öðrum? Við fengum að fara heim þegar hjúkrunarfræðingurinn sá að hann væri byrjaður að fara rétt á brjóstið. Þegar að við komum heim var ég ótrúlega lengi að fá hann til að taka brjóstið aftur. Þetta var svo ótrúlega vont, ég var komin með sár fyrsta sólahringinn. En eina sem mig langaði var að eiga góða og langa brjóstagjöf.
Ég fór eftir öllum ráðum um hvernig væri best að hafa þau á brjósti, prófuðum allar stellingar. Hann loksins var byrjaður að drekka sig saddan. Svo tók hann upp á því að byrja að hætta að drekka annað slagið, svo þá hélt ég alltaf að hann væri orðinn saddur, en svo vildi hann stuttu seinna fara aftur á brjóst. Þannig voru sumir dagar, ég var byrjuð að telja niður í að hann myndi vera búinn að drekka.
Ég var alltaf með nóg af mjólk í vinstra brjóstinu en ekki nóg í hægra, svo ég var búin að kaupa pumpu og mjólkursafnara og fór eftir öllum ráðum sem ég hafði séð á netinu. Ég pumpaði og frysti, safnaði og frysti. Svo fór hann í pössun í nokkra tíma eitt skipti á meðan við Samúel fórum út að borða bara tvö. Hann kláraði vikuskammt af því sem ég hafði safnað á þessum stutta tíma. Ég varð svo sár, ég var búin að safna heillengi og þetta var mikið meira en hann var vanur að drekka á brjósti á einum degi, en hann var greinilega aldrei að fá nóg.
Svo við byrjuðum snögglega að gefa honum ábót en ég vildi alltaf halda brjóstinu líka afþví að það var minn draumur að hafa hann á brjósti út fæðingarorlofið að minnsta kosti. En eftir að hann var búinn að vera að fá pela, langaði honum ekki jafn mikið í brjóstið. Hann hætti á brjósti 4 mánaða og ég varð svo svekkt og pirruð út í sjálfa mig fyrir að hafa ekki bara gert þetta betur, verið heima alla daga, allan sólahringinn og bara verið með hann á brjósti. Ég syrgi stundum brjóstagjöfina enn þann dag í dag, enda lek ég nokkrum dropum annað slagið enn í dag. Um leið og Elmar hætti, þá hugsaði ég að með næsta barn verð ég heima allan sólahringinn fyrstu vikurnar svo barnið fái ekkert nema brjóst og haldi sig þar. Maður var bara búinn að heyra að brjóstagjöfin væri það eina sem væri gott fyrir þau og maður ætti að vera með þau sem lengst.

Við fórum svo í ungbarnaverndina þegar að hann varð 5 mánaða, mánuði eftir að hann hætti. Hjúkrunarfræðingurinn þar sagði mér svo þegar ég sagði að hann væri hættur á brjósti, að það væri búið að þróa þurrmjólkina svo vel að barnið er ekkert verr sett að vera á þurrmjólk. Það fær alla næringuna og líður vel. Bara ef að einhver hefði sagt þetta fyrr, því ég var búin að gráta mig í svefn í 4 mánuði fyrir að brjóstagjöfin hafi ekki gengið nógu vel frá byrjun og að hann væri byrjaður að hafna brjóstinu.

En þegar að Elmar var 2-3 mánaða þá var hann svolítið ergilegur, hann var ekki að gráta mikið en hann var alltaf að kveinka sér og mamma og amma stungu upp á því að prófa að gefa honum smá maizenumjöl. Hann fékk 1 tsk af maizenumjöl á hverjum degi í viku og varð allt annað barn. Greyið barnið var bara svangur, en var ekki að láta mikið að kvarta yfir því. Hann var svo vær og góður, en var alltaf að kveinka sér og þegar hann var svangur og í þessi fáu skipti sem hann grét þá grét hann hátt. Ég þorði ekki að segja neinum frá því strax að hann væri byrjaður að borða, útaf viðhorfinu. Svo þegar ég þorði því, að þá fékk maður skítköst frá mörgum um það að barnið væri alltof ungt til að fá að borða, að það væri ekki með nógu þroskaðan maga og fleira. En þetta var algjörlega það sem mitt barn þurfti. Hann þurfti að byrja að borða snemma og hann svaf alla nóttina án þess að drekka, allar nætur eftir að hann fékk smá fyllingu í magann. Í dag elskar hann allan mat en elskar að fá sér skvísur inná milli. Eitt lítið krúttlegt matargat.

4 mánaða krútt ❤️

Í fæðingunni þá rifnaði ég smá, eins og gengur og gerist fyrir flestar mæður. Ljósmóðirin nefndi það aðallega að það gæti verið smá vont að pissa og að fyrstu skiptin pissa flestar konur í sturtunni til að það sé ekki vont. Allt í góðu með það, það var rétt að það var mjög vont að pissa. En það sagði enginn frá því hvað það væri hræðilega vont að reyna að hafa hægðir aftur! Einnig, þá var ótrúlega vont að sitja, ég þurfti að sitja á einni rasskinninni, annars var mér bara illt og ég fékk dofa niður löppina. Ég vissi ekki að rifa gæti haft svona rosaleg áhrif, en þetta var hræðilegt fyrstu mánuðina, ég nánast hélt bara í mér og sat alltaf á rasskinninni.

Mér hefur alltaf liðið illa og skammast mín ef að mig vantar smá „frí“. Mig vantar stundum smá tíma fyrir sjálfa mig, til dæmis til að læra, pissa, fara í sturtu, borða eða annað. Og ég ber sjálfa mig niður fyrir að hugsa svona. Það er eins og þegar að maður verður mamma, að maður eigi ekki rétt á því að fá smá frið fyrir sjálfa sig.
Ég fæ sjaldan frið til að fara í sturtu eða pissa, ef ég fer að pissa skríður hann eða hleypur til mín í göngugrindinni, sem er besta mál. En stundum væri maður til í að anda smá eftir heilan dag heima með honum ein.
Alls ekki misskija mig – ég elska að eyða tíma með barninu mínu og ég elska að hann vilji vera svona mikið með mér og horfir upp til mín. En manni vantar stundum 1-2 mínútur í pásu, ég held að það tengi flestar, ef ekki allar mömmur við það.

Takk fyrir að lesa, þangað til næst,

Þið finnið mig á Instagram @annarosaosk

Ein athugasemd við “Raunin

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s