Ketó brauð (cloud bread)

Þegar ég og Ísak byrjuðum á ketó þá vantaði okkur oft eitthvað í staðinn fyrir brauð og datt ég inn á síðu sem var með uppskrift af ketó brauði (cloud bread). Það er mjög auðvelt að búa til cloud bread og alls ekki mikið sem þarf í það.

Innihald
– 3 stór egg
– 1/2 teskeið lyftiduft
– 3 matskeiðar rjómaostur
– 1/4 teskeið salt
– 1/8 teskeið laukkrydd eða hvítlaukskrydd

Aðferð
1. Byrjið á því að hita ofninn upp í 150°.
2. Aðskiljið eggjarauðurnar frá eggjahvítunum og setjið eggjahvíturnar í stærri skál.
3. Setjið lyftiduftið við eggjahvíturnar og stífþeytið.
4. Hitið rjómaostinn þangað til hann er orðinn mjúkur.
5. Leyfið rjómaostinum að kólna aðeins og bætið honum svo við eggjarauðurnar ásamt saltinu og laukkryddinu. Þeytið þar til ljóst og létt.
6. Setjið þessa blöndu því næst í skálina með þeyttu eggjahvítunum og hrærið varlega saman með sleikju. Mikilvægt að hræra varlega til þess að missa ekki lofkenndu áferðina.
7. Setjið 3/4 bolla af deiginu á plötu og bakið í 25-28 mínútur eða þar til brauðið er orðið gullinbrúnt. Leyfið þessu svo að kólna á plötunni.

Það er t.d. hægt að rista brauðið, nota með súpu, gera pizzu og margt fleira.

Þangað til næst

Kolbrún Erla

Minn miðill : @kolbrunerla

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s