Ertu með barnið þitt á brjósti?

Ég er komin u.þ.b. 39 vikur á leið. Ég stend á biðstofu og bíð eftir að nafnið mitt verði kallað. “Ætlaru að vera með barnið á brjósti?” spyr konan sem er með mér á biðstofunni. Spurningin kemur flatt upp á mig, samt hef ég heyrt hana áður. Hvers vegna spyrjum við konur að þessu? Hvað þá konur sem við þekkjum lítið eða jafnvel ekki neitt? Ég svara því til að ég viti það ekki, meðvituð um að mínar langanir séu ekki það eina sem ráði svarinu við þessari spurningu.

Ég er kannski bara tepra en mér finnst persónulegt að ræða brjóstagjöf á þessum nótum, að spyrja konur hvort barnið þeirra sé á brjósti eða jafnvel hvort þær séu að gefa börnunum sínum eitthvað annað en brjóstamjólk finnst mér skrýtið og ég skil ekki tilganginn. Það er viðeigandi að spyrja mig hvort barnið mitt sé á brjósti og hvort ég sé að gefa honum ábót ef þú ert A) ljósmóðirin mín eða læknir eða B) að fara að gefa barninu mínu að borða.

Hannes Breki var ekki orðinn 3 mánaða þegar hann byrjaði að fá graut. Það var gert í samráði við lækni og ljósmóður eftir tæplega mánuð af andvökunóttum þar sem barnið mitt gargaði stundum til 6 á morgnanna þegar hann var orðinn örmagna og grét sig í svefn. Hann fékk pela eftir pela en aldrei virtist það duga. Strax fyrsta daginn sem hann fékk graut sofnaði hann klukkan 11 um kvöldið og svaf í 11 og hálfan klukkutíma. Barnið mitt var svangt og þreytt, okkur leið báðum illa og grétum stundum í kór. Samt hef ég fengið að heyra að ég hefði átt að reyna meira. Ég hefði átt að reyna meira að gefa honum brjóst, ég hefði átt að reyna meira að gefa honum pela, hann er of ungur til að fá graut… Þetta fólk sá samt ekki mjólkuraukandi töflurnar sem ég tók, teið sem ég drakk, dropana sem ég pumpaði og sárin sem ég fékk við að reyna að hafa barnið mitt eingöngu á brjósti. Þetta fólk sá mig ekki halda utan um grátandi barnið mitt og gefa því pela og brjóst til skiptis í 8 klukkutíma í senn á hverju einasta kvöldi, þegar ég grét með barninu mínu eftir 4 pela og lagðist örmagna á koddann eftir sólarupprás. Við fundum lausn á okkar vandamáli og ég sé enga ástæðu til að pína barnið mitt þegar ég veit að ég get látið honum líða betur.

Auðvitað eru til undantekningar. Kannski ertu bara að spyrja til að athuga hvernig móður og barni heilsast, hvort mamman sé nokkuð illa þjáð af vöðvabólgu eftir brjóstagjöf eða hvort barnið sé að drekka vel. Ef þú tilheyrir þessum hópi þá er það gott og blessað enda hafa allar mömmur gott af því að einhver athugi með þær og sé umhugað um heilsu hennar og barnsins. Ef þú hinsvegar tilheyrir þeim hópi fólks sem spyr með það að markmiði að segja mömmum að þær hafi ekki reynt nóg, að börnin þeirra fái ekki nógu góða næringu eða annað þá bið ég þig að hugsa þig um áður en þú ræðir við næstu mömmu um brjóstagjöf. 

Elsku mömmur, enginn þekkir barnið ykkar betur en þið. Sama hvort barnið sé á brjósti til 3 ára, fái pela frá fæðingu, byrji að fá graut 2 mánaða eða hvað það nú er þá er það flott svo lengi sem þið hafið hagsmuni ykkar og barnsins í huga. Mömmur vita best, aldrei láta neinn segja ykkur annað ❤

Þangað til næst!

Karen Ásta

Fylgist með mér á instagram @karenasta

Ein athugasemd við “Ertu með barnið þitt á brjósti?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s