Vegan chili

Fyrir stuttu síðan ákvað ég að prufa að byrja með meatless monday þar sem ég borða ekkert kjöt á mánudögum. Þegar ég var yngri var ég pescatarian í u.þ.b. 3 ár en pescatarian er grænmetisæta sem borðar sjávarrétti, s.s. fisk og annað.

Mér finnst mjög gott að takmarka kjötát þar sem það er þungt í maga og gott af og til að breyta til. Ég hef verið að leita að góðum réttum til þess að gera kjötleysið skemmtilegra og um daginn gerði ég vegan chili rétt sem ég var ótrúlega ánægð með. Ég henti saman ca. því sem ég vissi að væri oft sett í svona rétti og setti magn eftir smekk en mér fannst þetta heppnast mjög vel svo ég skrifaði niður uppskriftina ef þið skilduð vilja prufa.

*Það er mikið af baunum og spicy í þessum rétt. Ef þið eruð að elda fyrir viðkvæma maga myndi ég minnka allt sterkt og nota ferska tómata í staðin fyrir tómata puré

Innihald

 • 1/2 laukur
 • 3 hvítlauksgeirar
 • 1 msk kakóduft
 • Ca 4 tsk af söxuðu jalapeno
 • 2 dósir af baunum að eigin vali. Ég nota kjúklingabaunir, nýrnabaunir og/eða pinto baunir
 • Ca 300g (1 dós) tómata puré
 • Chili flögur
 • Salt
 • Pipar
 • Grænmetiskraftur

Aðferð

 • Saxið hvítlauk, lauk og jalapeno og steikið upp úr olíu í potti. Látið malla í nokkrar mínútur.
 • Setjið út í u.þ.b. 1/2 dl vatn , 1 tening grænmetiskraft, chili flögur, cumin, salt og pipar eftir smekk. Hrærið saman.
 • Bætið út í baunum, tómata puré og kakódufti og hrærið vel. Látið malla í u.þ.b. 15 mínútur.
 • Takið af hita og látið jafna sig í 5 mínútur.
 • Hægt að bera fram með sýrðum rjóma, tortilla flögum, avocado eða bara hverjum sem ykkur dettur í hug. Það er líka hægt að bæta við uppskriftina ýmiskonar grænmeti. Ég prufaði að bæta við sveppum og fannst það mjög gott en ég er mjög spennt fyrir því að prufa blómkál.
 • Verði ykkur að góðu!

Endilega sendið mér myndir eða skilaboð ef þið prufið þessa uppskrift.

Þangað til næst!

Karen Ásta

Fylgist með mér á instagram @karenasta

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s