Spítalataskan

Ég ætla að deila með ykkur hvað ég tók með í spítalatöskuna þegar ég átti Elmar síðasta sumar, kannski það gefi öðrum hugmyndir af einhverju að taka með. En eins og ég hef sagt áður þá er ég svolítið skipulagsfrík og ég held að ég hafi verið búin að pakka ofaní töskur þegar ég var komin ca 28 vikur á leið haha, bæði af skipulagi og spennu. En það sem ég setti ofan í tösku var:

Fyrir mig: 

 • Náttbuxur – ég var bara í þeim frá því að ég átti og þangað til ég fór heim, þær voru svo þæginlegar
 • Slopp – ég notaði hann reyndar ekki þar sem mér var svo rosalega heitt, en það er kannski ekki raunin fyrir alla að vera heitt á meðan á dvölinni stendur
 • Nærbuxur – ég tók 2 pör en notaði þær ekki, ég var bara í netanærbuxunum sem voru uppá deild, ég mæli mjög með þeim!! Það var líklegast þæginlegasta flíkin eftir fæðingu, sérstaklega á meðan maður þarf að vera með stóru bindin. 
 • Sokkar – ég tók 2 pör
 • Gjafahaldarar – ég tók báða með mér, en notaði bara einn.
 • Bindi – ég átti á LSH og það voru bindi í boði þar svo ég fór bara með pakkann aftur heim, en mér fannst betra að vera með þetta til öryggis.
 • Lekahlífar/brjóstainnlegg
 • Tannbursti + tannkrem
 • Svitasprey 
 • Krem – notaði það ekki, ég var of mikið að dást af Elmari til að spá í sjálfri mér
 • Varasalvi – ég var með svo þurrar varir á enda meðgöngunnar svo þetta var nauðsynlegt fyrir mig
 • Brjósta/nipplu krem
 • Vatnsbrúsi 
 • Heimferðarföt (kósýföt) – ég gleymdi þeim svo heima hjá mömmu því ég tók óvart upp úr töskunni þar.. En mæli með að muna eftir þæginlegum fötum til að fara heim í.
 • Sjampó + hárnæring 
 • Hárbursti
 • Sími + hleðslutæki – ég mæli með að muna svo eftir því að taka hleðslutækið heim… ég gleymdi mínu… svo annað hvort er það enn þar, eða sú sem var á eftir mér var heppin
 • Tölva/ipad – ég tók ipadinn minn með, en notaði hann ekki. En það er misjafnt hversu lengi maður þarf að vera uppi á deild og hversu lengi maður er að fæða, sumir ná að hvílast á milli en allt gekk svo ótrúlega hratt hjá mér að ég náði ekki að gera neitt

Ég tók svo 3 stk lemonade powerade þar sem ég var húkkt á því í enda meðgöngunnar og svo pakkaði ég einhverju smá snarli en svo kom mamma í hádeginu eftir að hann fæddist með að borða og mamma Samúels kom með snarl yfir daginn. Mig langaði í eitthvað nammi en vissi ekki hvað svo hún tók með ca 5 mismunandi tegundir haha. 

Fyrir barnið: 

 • Heimferðarsett
 • Samfellur – ég tók 7 stk… ég tók nokkrar í stærðum 50, 62 og 68 þar sem ég vissi ekki hvað hann yrði stór og vildi ekki hætta á að hann yrði í of stórum eða of litlum fötum. Hann fæddist 50cm og notaði 50 fyrstu vikurnar. 
 • Buxur – ég tók 3 stk (svona buxur með sokkum á)
 • Heilgallar – ég tók 3 stk, einn í hverri stærð. 
 • Bleyjur 
 • Grisjur 
 • Snuð – ég var fegin að hafa tekið það með þótt að mér hafi verið sagt uppi á deild að hann ætti ekki að vera að fá snuð svona ungur, afþví að hann þurfti á því að halda hann var með svo mikla sogþörf. 
 • Taubleyjur – ég tók 3 stk 
 • Húfur (nátthúfur) – ég tók 3 stk, notaði 1 en tók hana fljótt af því barnið var og er svo ótrúlega heitfengur að hann svitnaði nánast strax
 • Sokkar – tók 2 pör
 • Klórvettlingar – tók 2 pör 
 • Bossakrem – bara in case en ég þurfti ekki að nota það. 

Fyrir Samúel: 

 • Auka föt 
 • Tannbursti
 • Tannkrem
 • Svitasprey
 • Sími – hann notaði hleðslutækið mitt með mér

Þangað til næst,

@annarosaosk á Instagram

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s