Móðurást wishlist & must have

Það hefur líklegast ekki farið framhjá neinum að Móðurást er ein af mínum uppáhalds verslunum og lang flestar af mínum uppáhalds vörum fyrir okkur Hannes Breka eru þaðan. Við stelpurnar á uglur.is vorum svo ótrúlega heppnar að fá Móðurást í lið með okkur ásamt öðrum flottum fyrirtækjum í að fara í samstarf við okkur með gjafaleik. Móðurást ætlar að gefa 10.000 króna inneign í verslun sinni og þessvegna ákvað ég að taka saman mínar uppáhalds vörur frá þeim ásamt óskalista en það er margt á þessum lista sem 10.000 króna gjafabréf myndi koma sér vel í að nota við kaup, annaðhvort að fullu eða til að borga upp í.

Óskalisti

That’s mine púslmotta: Mig langar svo í púslmottu fyrir Hannes Breka sem hann getur dundað sér á núna t.d. fyrir tummy time og svo þegar hann verður eldri er gaman fyrir hann að púsla þessu sundur og saman. Svo finnst mér liturinn á þessari mottu mega sætur.

Aquaint 100% sótthreinsivatn: Algjör snilld til að hafa við hendina. Það sem mér finnst svo geggjað við þetta er að þetta er náttúrulegt og þar af leiðandi í lagi upp í munn svo það er hægt að sótthreinsa meira að segja pela og snuð með þessu. Ég mæli með að tjékka á lýsingunni á síðunni hjá þeim því ég get ekki komið því í orð hvað þetta er mikil snilld.

Ubbi ferðablautþurrkubox: Ég er svo sjúklega hrifin af því að gera mínar eigin blautþurrkur í blautþurrkuboxið sem passar í caddyinn svo núna langar mig í ferðablautþurrkuboxið til að geta líka verið með þær í skiptitöskunni.

Motion bílstóll 360° Mig dreymir um þennan bílstól sem annan bílstól fyrir Hannes Breka. Að geta snúist 360 gráður finnst mér algjört must. Bílstóllinn virkar frá 9 kg upp í 18 kg sem er algjör snilld.

Mínar uppáhalds vörur

Ubbi Diaper Caddy: Þessi caddy er án efa einn af mínum allra uppáhalds hlutum sem við höfum keypt fyrir Hannes Breka. Við erum ekki með neitt skiptiborð og þá myndi ég segja að þessi caddy sé algjört must. Í honum hef ég skiptimottu, bleyjur, balutþurrkur, poka undir bleyjurnar, krem, olíur og bara allt sem þarf fyrir skiptiaðstöðuna. Það er ekkert mál að grípa caddyinn með sér hvert sem er um húsið og þá er allt á sínum stað.

Ubbi blautþurrkubox: Blautþurrkubox sem passar í caddyinn. Ég er nýlega búin að kaupa þetta box en nú þegar er ég yfir mig hrifin af því. Mér finnst mjög þægilegt að búa til mínar eigin blautþurrkur og vita nákvæmlega hvað er í þeim.

Weleda Meðgöngu- og slitolía: Ég notaði þessa olíu mikið á meðgöngunni. Það má deila um það hvort hverskyns olíur virki til að forðast slit enda slitnaði ég þrátt fyrir olíuna en þó það sé ekki nema bara fyrir það að næra aðeins húðina og tríta stækkandi líkama aðeins. Mér fannst þetta allavegna mega næs og ég slitnaði ekkert svakalega svo þetta hefur mögulega bjargað einhverju.

Sleeplotion Mineral Adult: Ég kynntist þessu töfra kremi í lok meðgöngunnar og ég er eiginlega bara sár að hafa ekki kynnst þessu fyrr en þetta bjargaði mér seinustu vikur meðgöngunnar og ég er núna byrjuð að nota þetta aftur. Ég ber þetta á fætur og axlir og það er magnað hvað slaknar á manni. Ég lofa next level slökun!

Motherlove more milk special blend: Ég er búin að vera að taka þessar tölfur í þónokkurn tíma núna og þær eru algjör snilld. Ég er algjörlega sannfærð um að þessar töflur hafi átt meiri hlutann í því að framleiðslan lagaðist hjá mér og er Hannes Breki fór úr 3-5 pelum á dag yfir í bara kvöld pela.

Lansinoh brjóstaáburður: Þetta er must fyrir allar nýbakaðar mæður sem hafa börnin á brjósti. Ég hefði ekki komist af fyrstu dagana án þess að eiga þetta til, það er bara svo einfalt.

Lansinoh handdæla: Brjóstapumpur eru umdeildar svo ég ætla ekki að segja að þetta sé must have en þetta hefur alveg bjargað mér. Ég vildi eiga þetta til fyrir fæðingu ef brjóstagjöfin skildi ganga eitthvað brösulega, mér fannst bara mikið öryggi í því. Fyrstu vikurnar notaði ég hana til þess að losa aðeins áður en Hannes Breki fékk að drekka til að létta á svo hann ætti auðveldara með að drekka. Svo hef ég gripið hana af og til sem örvun til þess að auka framleiðsluna hjá mér þar sem ég hef verið í veseni með að framleiða nóg.

Lansinoh mjólkursafnari: Ég nota mjólkursafnarann á hverjum morgni þar sem Hannes Breki drekkur aðeins úr öðru brjóstinu í fyrstu gjöf dagsins. Svo þægilegt að skella þessu á og safna mjólk á meðan hann drekkur, ég gef honum svo mjólkina sem ábót á kvöldin. Minni mjólk sem fer til spillis og sparar tíma sem færi í að pumpa.

Lansinoh EFB massage oil: Nuddolía sem ég nota á Hannes Breka eftir bað. Húðin hans verður svo fín eftir olíuna og honum finnst rosa næs að fá smá nudd fyrir svefninn. Hef líka stundum skellt þessu á hendurnar á mér þegar þær verða slæmar af þurrk í kulda og eftir mikið af spritti og handþvotti. Mjög gott fyrir viðkvæma húð.

Þetta er bara örlítið brot af öllum þeim æðislegu vörum sem eru í boði hjá Móðurást, ég mæli hiklaust með því að þið tjékkið á úrvalinu hjá þeim og takið svo þátt í gjafaleiknum okkar svo þið eigið möguleika á að fá 10.000 krónur til að versla hjá þeim.

Þangað til næst!

Karen Ásta

Fylgist með mér á instagram @karenasta

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s