Skrt design

Við hjá Uglur.is erum að fara af stað með gjafaleik þann 1.maí næst komandi. Við vorum svo heppnar að fá Skrt design með okkur í lið ásamt öðrum fyrirtækjum.
Í þessari færslu ætlum við aðeins að kynnast manneskjunni á bakvið Skrt design og spyrja hana nokkrar spurningar, ásamt því að skoða hvað hún hefur verið að búa til.

Svo fallegir!

Hver er eigandi Skrt design?
– ég heiti Rakel Rósa Þorsteinsdóttir, ég er 23 ára móðir, unnusta og nemi.

Rakel eigandi Skrt design ásamt unnusta sínum og dóttir þeirra

Hvernig byrjaði fyrirtækið?
– Í rauninni bara í stofunni heima, eins og svo margt, ég var búin að velta þessu fyrir mér í smá tíma og lét svo til skarar skríða bara.

Af hverju ákvaðstu að byrja með skartgripa fyrirtæki? / hvernig kviknaði áhuginn að búa til skartgripi?
– Ég var alltaf að hugsa um að kaupa mér eyrnalokka frá öðrum erlendis og fór þá að leita af hvort einhver væri að gera svona hérna heima og fann engann sem hentaði mér og því sem mig langaði í þannig ég fór að pæla að gera þetta sjálf bara, not going to lie en fyrstu lokkarnir voru alger hörmung haha, ég læri með hverjum deginum og er alltaf að ná að bæta tæknina og svoleiðis.

Hvað ertu lengi að búa til eitt par af til dæmis eyrnalokkum?
– Ef ég er að gera með einhverjum svaka detail þá getur það alveg tekið nokkra daga en þetta er í kringum svona 10-15 tíma allt í allt, með öllu ferlinu, þannig þetta er ágætlega tímafrekt

Hvar færðu “inspo” fyrir vörunum?
– Mikið á netinu, sé ehv mynstur eða einhverja eyrnalokka frá öðrum og reyni að gera það á minn hátt, sem hefur tekist ágætlega

Hvernig gengur með fyrirtækið?
– mjög vel svona miðað við ástandið í heiminum!

Hvaða skart er þitt uppáhalds að búa til?
– úff, mér finnst þetta allt sjúklega skemmtilegt, hingað til er ekkert eitt sem er uppáhalds

Hvernig skartgripi muntu koma til með að selja? / hver er aðal áherslan?
– aðal áherslan verða eyrnalokkar en það er aldrei að vita að það komi ehv annað upp úr pokahorninu 🙌

Þið getið fundið Skrt design hér á facebook og hér á instagram.

Við hjá Uglur.is þökkum Rakel kærlega fyrir að gefa í gjafaleikinn og fyrir að svara spurningunum. Við óskum henni góðs gengis með fyrirtækið sitt og í því sem hún tekur sér fyrir hendur!

Endilega fylgist með á Uglur.is instagraminu næstu daga þar sem við kynnum leikinn og svo þann 1.maí til að taka þátt!

Þangað til næst,

Þið finnið mig á instagram @annarosaosk

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s