Tenerife

Ég hef farið tvisvar sinnum til Tenerife, ég man ekkert mikið eftir fyrra skiptinu þar sem ég var í 2. eða 3.bekk. En ég fór með Samúel og tengdafjölskyldu minni sumarið 2018 og það var svo gaman. Okkur hefur dreymt um þessa ferð mörgum sinnum síðan! Mig langar að deila með ykkur hvar við gistum, hvað við gerðum, hvar við borðuðum og fleira!

Við bókuðum ferðina með plúsferðum, flugum út með Primera Air 4.júlí 2018 og komum heim 14.júlí. Við hefðum viljað lengja ferðina, okkur fannst svo æðislegt þrátt fyrir að vera sólbrunnin, svo ég held að klárlega næst munum við vera að minnsta kosti 2 vikur.

Við gistum á hóteli sem heitir Parque Cristobal og er á Amerísku ströndinni. Ég mæli klárlega með því hóteli, þetta er reyndar ekki beint hótel heldur eru lítil hús allstaðar í garðinum og maður leigir íbúðir (sjá myndir). Við Samúel leigðum eitt með einu svefnherbergi og svo leigðu tengdaforeldrar mínir og bræður hans Samúels stærri íbúð. Æðislegt hótel! Við tókum all inclusive og er ég ekki viss um að við munum fara aftur nema panta þannig, nema við leigjum hús með fleiri manns, í staðinn fyrir að vera á hóteli.
Við vorum með innifaldan morgunmat, hádegismat, snarl, kvöldmat, ís allan daginn og drykki á barnum þegar hann var opinn dag og kvöld.
Það var svo notarlegt að geta farið úr hitanum í ís eða fengið sér góðan drykk. Það var allt áfengi sem var „local“ inclusive og gastu fengið þér á meðan barinn var opinn. Í kvöldmatnum þá voru alltaf ákveðin þemu á hverjum degi, til dæmis ítalskt þema og svoleiðis.

Við fórum í Siam Park, sem var geðveikt. Ég fór með þeim í allar rennibrautirnar, þrátt fyrir lofthræðslu. Ég reyndar drukknaði næstum eftir eina þeirra, svo ég held að við sleppum þessum garði í næsta skipti, allavegna rennibrautunum og höldum okkur kannski bara hjá öldulauginni, þar er strönd og svoleiðis kósý.

Við fórum í Loro Parque dýragarðinn, það var mjög skemmtilegt og svo falleg dýr. Hann er hinum megin á eyjunni svo við leigðum bílaleigubíl í einn dag til að fara þangað. Mæli með honum!

Þetta hótel er bara svo falleg bygging að ég stóðst ekki mátið á að taka mynd af því! – betri mynd af blómunum fyrir neðan.
Svo fallegt

Við versluðum í Siam mall, það reyndar ekkert rosa mikið úrval að versla þarna fannst mér. Ég náði að versla aðeins í H&M í Siam mall, en svo fórum við til Santa Cruz einn daginn og fórum í Primark. Við leigðum okkur bíl aftur, við Samúel og fórum með bræðrum hans í stórt mall í Santa Cruz. Þar var JD sport, Primark, H&M og margar aðrar skemmtilegar verslanir.
Við versluðum líka í Footlocker og öðrum búðum á Amerísku ströndinni, við löbbuðum lengjuna þar sem Footlocker er og svo lengjuna við ströndina.

Það er svo notalegt að fara hjá gosbrunninum á kvöldi til, svo falleg gosbrunnasýningin. En við fórum þangað yfir daginn til að skoða búðirnar þar. En eins og ég sagði áðan þá versluðum við ekkert mikið þar sem það var ekkert rosalega mikið spennandi, allavegna þegar að við fórum við versluðum held ég bara í Guess búðinni þar. En samt gaman að skoða og er þetta svo ótrúlega fallegt umhverfi.

Þar sem gosbrunnurinn er (beint á móti Hard Rock) er veitingarstaður á annarri hæð, við fórum á Prime Steakhouse og var það mjög gott! Við fórum næst síðasta kvöldið minnir mig öll út saman að borða á þann stað.

Svo fórum við Samúel reyndar á einhvern Aberdeen stað sem var nálægt hótelinu, sem ég mæli svo alls ekki með. Hræðileg þjónusta, hellt yfir matinn minn og ekkert gert í því nema gefið okkur Sangriu í „skaðabætur“ og maturinn var hræðilegur. Það átti ekki að vera neitt sterkt í matnum mínum en ég varð fárveik eftir matinn, hann var svo ótrúlega sterkur að ég var uppá hóteli restina af kvöldinu… Svo já, ég mæli ekki með þeim stað! Og kannski gott tip að skoða Tripadvisor áður en þið veljið stað….

Ég fékk mér 3 tattoo þarna úti, eitt semicolon, hjarta með flugvél og „mom“. Er mjög sátt með þau, við fórum á tattoo stofu sem var rétt hjá hótelinu sem heitir „Black Mamba Tattoo Studio“ – ég mæli með að skoða samt aðrar tattoo stofur ef þið ætlið að fá ykkur eitthvað stærra eða kynna ykkur þessa ef þið viljið fara á hana, við skoðuðum ekkert um þessa, ákváðum bara að fá okkur lítil tattoo þarna, þetta var nálægt og okkur leyst vel á verkin þeirra sem við sáum þar inni. En við vorum með mjög auðveld verk.

En mig langaði bara aðallega að deila um hversu geðveikur staður Tenerife er og þessum fallegu myndum. Manni vantar smá sól í hjarta á þessum tímum!

Þangað til næst,

Finnið mig á instagram @annarosaosk

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s