Er þetta ekki pottþétt stelpa ?!

25. Febrúar 2019 fer ég að sofa og er þá búin að taka verkjatöflur og svefnlyf þar sem ég var lítið búin að sofa næturnar áður. Klukkan er rétt um 3 þegar ég vakna og mér líður eins og ég sé með alveg massífa vindverki en var ekkert að kippa mér upp við þetta því þetta var búið að gerast nokkrum sinnum áður. Ég dotta en vakna svo í hörðum hríðum og það voru strax 3 mín á milli. Ísak ætlaði sko ekki að vakna! En þarna er ég komin á fjórar og er að skalla Ísak í bringuna að segja honum að taka tímann. Ég þurfti að vekja hann 5 sinnum. Greyið Ísak hélt að klukkan væri orðin 10 næsta morgun og fór bara að pikka inn í símann hálf sofandi en um leið og hann sá að klukkan var 03:10 vaknaði hann strax og spurði hvort ég væri farin af stað og hringdi í mömmu mína sem var ný komin á Hvammstanga. Mamma sagði að við ættum að drífa okkur niðrá deild því hún sjálf hefur verið frá 1 og hálfum tíma upp í 4 í fæðingu frá fyrsta verk með okkur systkynin þannig við hringdum niðrá deild. Konan sem svaraði sagði okkur að reyna vera heima eins lengi og við gætum því þetta er fyrsta barn og þetta tæki sinn tíma.

Ég var öskrandi það var eins og einhver væri að rífa bakið á mér í sundur enda vaknaði systir mín sem var að hjálpa Ísak að taka saman allt dótið, aldrei hef ég séð fólk hlaupa jafn mikið fram og til baka og vita ekkert hvað þau ertu að gera. En það endaði með því að þau klæddu mig í buxur, peysu og inniskó og fóru með mig út í bíl. Klukkan var að detta í 4 þegar við vorum á leiðinni upp á sjúkrahús en þá voru oft 1 – 2 mín á milli hríðana og þegar við komum að hurðini inn á deild þá ýttu ljósmæðurnar á vitlausan takka þannigð við þurftum að dingla aftur og greyið Ísak hélt næstum því á mér því ég gat ekki staðið í lappirnar. Það kom ljósmóðir sem tók á móti mér í lyftuni og hjálpaði Íska með mig inn, hún ætlaði að setja mig í rit og gá hvort ég væri komin af stað en hætti og fór strax með mig inn á herbergi og hringdi í lækni svo ég gæti fengið mænurótardeyfingu þar sem ég gólaði það örugglega allan ganginn inn á herbergi. Ljósmóðirin tékkar á mér og þá er ég komin 5cm og gaf mér svo glaðloft á meðan ég beið eftir lækninum.


Klukkan 05:15 mæti læknirinn ennþá mér stírurnar í augunum og gaf mér mænurótardeyfingu. Klukkan 05:30 fell ég í blóðþrýsting og er þá látið mig liggja með höfuðið niður,lappirnar upp og tek af mér glaðlöftið og sett súrefni í staðin. Mér var mjög óglatt. Mamma og pabbi mættu stuttu eftir að ég var búin að fá í mænuna og rétt sluppu þau áður en vondaveðrið kom. Það gleymdist alltaf að skipta yfir í glaðloft aftur en ég hélt allan tíman að ég væri að anda að mér glaðlofti og var frekar pirruð að það væri ekki að virka. Klukkan 06:40 fékk ég ábót þar sem mænudeyfingin var að minka og var þá komin í 7cm. Klukkan var orðin 07:43 þegar ég fékk ábót númer 2. Mér fannst mjög leiðinlegt að geta ekki farið í bað eða á bolta, mér var bara haldið liggjandi upp í rúmi þar sem stofurnar voru uppteknar. Klukkan er orðin 08:40 og Ísak stein sofnaður. Ljósmóðirin kemur inn að kíkja á mig og er ég þá komin í 9cm og þá komin tími á að ég fari inn á fæðingarstofu og fékk ég ábót númer 3. Ég vakti Ísak og hann svaraði hissa „sofanði ég?“. Mamma og Ísak komu með mér inn á fæðingarstofu og pabbi beið frammi.

Mamma var á myndavélini og ég og Ísak fengum að eiga þessa stund. Klukkan 10:00 Þá er útvíkkunin komin í 10cm og fékk ég síðustu ábótina þannig í heildina fékk ég 5. Ég var með mikla rembingsþörf og það er ekkert grín að passa sig að rembast ekki á meðan. Vatnið mitt var ekki ennþá farið.
Klukkan er orðin 11:00 og rembingsþörfin orðin meiri og var ég beðin um að bíða aðeins lengur með það að rembast. 11:15 var rembingsþörfin svo mikil að ég gat ekki annað en byrjað að rembast. Rembingur tók 30 mín en eins og ljósmóðirin sagði þá fæddis Bríet í einni hríð.

Bríet fæddist í belgnum og þurfti að klæða hana úr honum. Hún fæddist í sigurkufli og byrjaði strax að anda vel og gráta. Ég var mjög heppin að rifna ekki neitt og gékk þessi fæðing eins og í sögu og er ég mjög þakklát því þar sem meðgangan var alveg að ganga frá mér.

Fyrsta sem ég sagði þegar Bríet fæddist var “ er þetta ekki pottþétt stelpa?“ en ástæðan fyrir því er að ég átti að vera strákur og mamma og pabbi fengu sjokk þegar það kom allt í einu stelpa.
Fylgjan kom stuttu seinna og kom hún í ekki einu sinni í einum rembing.
Við vorum yfir okkur ástfangin af Bríet og þegar Bríet var komin á brjóst og ég var búin að fæða fylgjuna þá fékk pabbi að koma inn að sjá afastelpuna sína. Það gékk svo vel og við fórum heim degi seinna ❤️

Þangað til næst

– Kolbrún Erla

Gerið fylgst með mér á mínum miðli – instagram: kolbrunerla

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s