22 ára

Ég varð 22 ára á mánudaginn. Ég er rosalega mikið afmælisbarn og það var skrýtið að eiga afmæli í samkomubanni og heimsfaraldri en við gerðum það besta úr deginum. Við Hannes Breki tókum göngutúr á pósthúsið og í búðina með mömmu og bróður mínum og svo var snúðakakan hennar Lindu Ben og latte í boði heima hjá mömmu. Um kvöldið pöntuðum við svo mat frá North West sem var ótrúlega góður. Fjölskyldan kom til mín að borða og ein vinkona. Ég opnaði loksins kampavínsflöskuna sem ég keypti fyrir 21 árs afmælið mitt en ég var mikið lasin á afmælinu mínu í fyrra og gat þessvegna ekki drukkið það þá og svo varð ég ólétt af Hannesi Breka svo það var búið að bíða lengi eftir þessu víni. Ég fékk í afmælisgjöf ilmolíulampann og sódavatnstækið sem mig hafði lengi dreymt um og setti í bloggfærsluna mína „Óskalisti fyrir heimilið“ en hana má lesa hér.

Þetta var líka fyrsta afmælið mitt sem mamma og mér finnst það sko alls ekki verra. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að fá að eldast, þroskast og dafna. Ég er einstaklega spennt fyrir komandi tímum og hækkandi aldri og að fá að fagna fleiri afmælum með yndislega fólkinu mínu, sjá strákinn minn vaxa úr grasi og njóta lífsins almennt. 22 ára verður besti aldurinn hingað til, ekki spurning!

Við vinkonur skelltum í smá afmælis myndatöku. Veðrið var ekki að vinna með okkur en þegar maður býr hérna fyrir norðan þá er maður með einstaklega óheppilega vindvél sem maður verður bara að vinna með.. eða ekki.

*Kjólinn keypti ég hjá Pretty Little Thing en hann má finna með því að smella hér.

Þangað til næst!

Karen Ásta

Finnið mig á instagram @karenasta

Ein athugasemd við “22 ára

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s