IKEA óskalisti

Núna erum við búin að búa á nýja staðnum í svolítinn tíma og það er eitt og annað sem vantar og svo er margt sem mig langar í en vantar kannski ekki beint. Ég ætla að deila óskalistanum úr IKEA með ykkur, bæði sem vantar og mig langar í. En við þurfum einnig að endurnýja margt sem við eigum sem passar ekki inn í nýju íbúðina.

 • Barnaherðatré fyrir Elmar – eigum bara 4 eða 5 stk núna.
 • Hamborgarapressu – kæmi sér vel að eiga þar sem við erum með stútfullan frysti af hakki.
 • Brimnes skápur með glerhurðum – væri flottur fyrir fína stellið og allskonar punt.
 • Myndarammar – mig langar í nokkra Lomviken í 32×32 fyrir myndir úr myndatökunni sem við fórum í hjá Portway Portraits og búa til myndavegg með þeim, getið séð myndatökuna hér.
 • Stockholm spegill – svo fallegur.
 • Svunta – það var alltaf til mjög flott köflótt, sem mig langar ótrúlega í en þessi er flott líka.
 • Tjald fyrir Elmar – ég held að hann muni hafa mjög gaman af því að eiga svona tjald.
 • Vikhammer náttborð – okkur sárvantar náttborð, og þetta er skársta náttborðið sem ég hef fundið, er búin að skoða svo margar síður.
 • Glerbox – okkur vantar nokkur undir afganga og nesti.
 • Kuggis box – ég keypti 1 stk um daginn og langar í fleiri til að gera enn betra skipulag hér heima.
 • Motta inn í herbergi til Elmars
 • Langur spegill inn í forstofu eða svefnherbergi – hef ekki ennþá ákveðið mig.
 • Vegglampi fyrir Elmar – svo krúttlegur skýjalampi.
 • Mortél
 • Vittsjö hilla – svo falleg hilla og í stíl við sófaborðið okkar, en við eigum hringlótt Vittsjö sófaborð.
 • Bestå sjónvarpsskenkur – okkur langar í svoleiðis á vegginn.
 • Ruslafata inn á bað.
 • Kertastjakar fyrir löng kerti – hefur langað í lengi en aldrei fundið réttu sem mér finnst nógu flott, en þessi eru mjög flott.

Svo er margt annað sem vantar eins og fyrir viku síðan þá keypti ég áhaldabakka og bakka undir stóru hnífana, en ég keypti bara 1 stk af hvoru svo við þurfum að kaupa fleiri svoleiðis, svo langar mig að skipta plast herðatrjánum okkar út fyrir svört tré-herðatré sem eru til í IKEA.
Það er margt annað dúllerí sem mig langar að kaupa, eins og ílát undir matvörur og annað svo þessi listi er alls ekki tæmandi!
En við þurfum svo að ákveða okkur hvort við ætlum að láta smíða lengri borðplötu á eyjuna eða hvort við ætlum að kaupa eitthvað lítið krúttleg eldhúsborð, það er orðið smá þreytt að borða við sófaborðið. En það er til svo mikið og gott úrval af eldhúsborðum í IKEA og mig langar í svooo mörg.

Þangað til næst, finnið mig á instagram @annarosaosk

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s