Elsku pabbi..

Í dag hefði elsku pabbi minn fagnað fimmtugs afmælinu sínu. En núna í ár þá eru 22 ár síðan að hann lést. Við fjölskyldan höfum alltaf komið saman á afmælinu hans og notið þess að vera saman, borða góðan mat og eiga góða fjölskyldustund eins og ég held að hann myndi vilja hafa það.
En í ár vorum við að vonast til að geta fagnað með allri fjölskyldunni en miðað við ástandið í dag, þá verður það að bíða þar til allt er yfirstaðið og við getum farið að koma saman á ný.

Pabbi lítill – þegar hann var orðinn fullorðinn.

Þegar að pabbi lést var ég einungis að verða 1 árs, svo ég man ekki eftir honum. En ég hef fengið að heyra margar góðar sögur af honum og fengið að heyra hvað hann var ánægður með litlu stelpuna sína. Skemmtilegasta sagan sem ég hef heyrt er að þegar allir voru sofnaðir og ég og pabbi ein vakandi, stalst hann til að gefa mér ís og á ég myndir af okkur að borða ís saman í sófanum. Ég á sem betur fer nokkrar myndir af okkur saman, sem ég held svo mikið uppá. Tileinkað honum, fékk ég mér tattoo með undirskriftinni hans. Það hlýnar eitthvað í hjartanu við að sjá undirskriftina hans á hverjum degi.

Tattooið sem ég fékk mér.

Ég vildi óska þess að hann hefði fengið að kynnast litla afa stráknum sínum, sem er svo mikill karakter. Við höfum bæði erft spékoppana frá honum.
Þegar að ég fór í snemmsónar, var mér tjáð að ég ætti að eiga 23.ágúst 2019. En 23.ágúst 1998 er dagurinn sem að pabbi lést.
Ég er ekki mikið trúuð, en mér fannst þetta vera eitthvað „sign“ að ofan. Hinsvegar þá er ég fegin að þurfa ekki að fagna afmæli barnsins míns á þessum sorgardegi. En þegar ég fór í 12 vikna sónarinn komst í ljós að ég væri gengin viku fyrr en áætlað var og fæddist Elmar 15.ágúst.

Það er ekki margt sem ég get sagt honum eða kennt honum um afa sinn, en ég mun gera eins og ég get að halda minningu hans á lífi, sýna honum myndir af honum og svo erum við svo ótrúlega heppin að amma mín gaf mér kertastjaka sem pabbi bjó til og prýðir hann stofuna okkar. Mér hefur sjaldan þótt jafn vænt um einn hlut áður.
Þegar að ég var yngri var mér alltaf sagt að þegar ég hugsa til pabba, eða þegar ég sakna hans ætti ég að horfa til himins og ef ég finn stærstu stjörnuna, þá er það pabbi að fylgjast með mér. Í dag veit ég að það er auðvitað ekki sannleikurinn, en það var aðal sportið samt að spotta stjörnurnar og vita að hann fylgdist með.

Hér er ein af okkur að borða ís saman.
Elsku pabbi minn
Pabbi og Gugga systir hans
Pabbi er til vinstri, með derhúfuna

Mig langaði til að koma niður hugsunum mínum og tileinka honum færslu, þar sem hann hefði átt stór afmæli.

Söknuðurinn er sár og sakna ég hans alla daga og vildi óska þess að við gætum fagnað afmælisdeginum þínum saman. Ég á alltaf svolítið erfitt með þennan dag, sem við reynum að fagna og svo daginn sem við hugsum ekki um annað en söknuð, en við fjölskyldan reynum alltaf að vera saman og passa upp á hvort annað.
Ég elska þig pabbi,

Þangað til næst,

Þið finnið mig á instagram @annarosaosk

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s