Marengs hreiður og heimagerður ís.

Þessi eftirréttur sló í gegn. Ekki er hann bara góður, hann er líka auðveldur.

Marengs hreiður

Innihald:

3 Eggjahvítur
100gr Sykur
100gr Púðursykur

Aðferð

 • Forhitiði ofnin: undir og yfir hiti á 150 í 90 mín og leyfið þessu svo að standa í ofninum í 3 tíma eftir að þið slökkvið á honum.
 • Passið að skálinn og þeytarinn séu tandurhrein áður en þið þeytið eggjahvíturnar, ef það er smá fita í skálini þá náið þið ekki að þeyta eggjahvíturnar eins vel.
 • Stífþeytið eggjahvíturnar
 • Bætið sykrinum og púðursykrinum saman við í nokkrum pörtum
 • Þið getið sett matarlit ef þið viljið, ég setti smá bleikann.
 • Setjið marengsin í sprautupoka með stút sem er með stórri stjörnu. Og byrjið á að sprauta botninn og svo geriði tvo stóra hringi ofan á til að gera “veggi”

Heimagerður ís

Innihald

4 eggjarauður
70gr sykur
4dl rjómi
1 tsk vanilludropar/duft
4 kókosbollur
Lúka af bláberjum

Aðferð

 • Þeytið eggjarauðurnar og sykurinn þanngað til það er orðið létt og ljóst
 • Þeyrið rjómann og vanilludropana/duftið í annari skál
 • Bætið rjómanum í eggjarauðurnar og hrærið varlega með sleikju
 • Bætið svo við kókosbollunum og bláberjunum
 • Þið getið líka sett hvað sem er í ísinn. Notið það sem þið viljið hafa í honum.
 • Setjið svo ísinn í box og í frysti. Ég lét hann bíða yfir nótt í frystinum.

Ég bjó til tobleron og mars sósu. Bræddi súkkulaðið yfir vatnsbaði og bætti við rjóma.

Ég skar svo jarðaber og setti bláber.Þangað til næst

Kolbrún Erla

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s