Meðgangan mín.

Ég átti erfiða meðgöngu þó ég hafi sloppið betur en margar aðrar.
Ég fékk mörg kravings eins og t.d kyssuberja tómatar, appelsína, appelsínusafi, pepsí max (það þurfti alltaf að vera til Pepsi Max), laukur, pizzabatur á subway og margt fleira. Í lok meðgöngunar var ég alltaf svo þreytt að ég vildi ekkert nema billy’s pizzur, við grínumst oft með að Bríet sé bily’s pizzu barn.


En ég var alltaf með mjög óreglulegar blæðingar og var alls ekki skrítið að þurfa að bíða í nokkra daga eftir blæðingunum. T.d. eitt sumarið fór ég ekki á blæðingar í 4-5 mánuði. Ég og Ísak vorum búin að vera saman í 3-4 mánuði þegar ég varð ólétt. Ég tengdi ekki við einkennin sem ég var með því ég var að vinna frá 8 – 9/10 á kvöldin í tveim vinnum og hélt bara að þetta væri streita. Ég var að prófa nýtt mataræði, fitubrennslutöflur og próteinduft frá leanbody og byrjaði ég að missa kíló. Ég hélt að líkaminn væri bara að hreinsa sig og þessvegna væri mér alltaf óglatt. Ég búin að bíða of lengi eftir blæðingum og ákvað að taka próf, þá var ég orðin veikari og þreyttari og fannst þetta ekki eðlilegt. En ég var lengi með mikla ógleði en náði aldrei að æla, svimi, þreyta og allt það sem fylgir meðgönguni.

Ég tók fyrsta prófið 6 júní 2018, en það kom ekki upp nein lína og hélt ég bara áfram að bíða. Ísak og vinir hans komu og gistu hjá mér 7 júní því þeir voru að fara í 10 daga útskriftarferð til Krítar og áttu flug svo snemma næsta dag og það er styttra að keyra frá mér upp á flugvöll. Á föstudeginum 8 júní var ég ekki ennþá byrjuð á blæðingum þannig ég ákvað að kíkja á prófið sem ég tók tveim dögum fyrr og viti menn er ekki ein mjög dauf lína á prófinu. Ég var í sjokki. Ég átti annað próf sem ég tók og var línan sterkari. Aldrei hef ég panikað jafn mikið, Ísak ný komin til Krítar og þurfti ég að bíða í 10 daga til að segja honum fréttirnar. Ég var mjög veik og mjög kvíðin.

Loksins kom að því að Ísak kom heim og ég gat ekki sagt honum fréttirnar þannig ég skellti bara óléttuprófunum á bringuna á honum, hann varð eins og Ross í friends þegar hann frétti að Rachel væri ólétt.
Næsta skref var að fara í snemmsónar og leit allt vel út og var ég komin þá á milli 6 – 8 vikur. Á 10 viku vorum við að fara í brúðkaup hjá systur mömmu minnar og ákvöðum við að það væri fullkominn tími til að segja foreldrum okkar þar sem ég gat ekki drukkið í brúðkaupinu og þau myndu fara að gruna eitthvað. Þau fengu kassa frá okkur sem var með sónarmyndum, barnafötum og bangsa. Mamma var búin að bíða eftir ömmubarni enda hoppaði hún af gleði og lét alla í fjölskylduni fá kassann til að deila fréttunum. Þegar mamma og pabbi Ísaks opnuðu pakkann þá spurði mamma Ísaks hvort við værum með tvíbura því það voru tvö sett af fötum haha það voru mín mistök. En allir voru mjög glaðir með þessar fréttir og það gerði okkur bara meira spennt.

Við fórum í 12 vikna sónar og allt var uppá 10. Læknirinn spurði hvernig gengi í mæðravernd og ég vissi ekki að ég ætti að vera mæta þanngað ég pantaði tíma en komst ekki að fyrr en ég var gegnin 18 vikur.

Eftir sumarið fluttum við á Akureyri og ég byrjaði að vinna sem þjónn. Ég var að vinna 12 – 14 tíma á fótum og ég er með ilsig þannig alltaf eftir vinnu grét ég mikið því ég var með svo mikinn sinadrátt í öllum líkamanum.

Ég byrjaði að finna fyrir hreyfingum þegar ég var komin 14 vikur og fann svo fyrir spörkum þegar ég var komin 17 vikur.
Loksins kom að mæðravernd, en þar sem ég var búin að missa af svo mörgum tímum þá nennti hún ekki að fara í gegnum það sem átti að fræða mig um í tímunum á undan. Ekki nóg með það að ég labbaði út úr þessum tíma mjög óörugg, þá átti ljósan að finna fyrir mig heimilislækni og pannta tíma hjá honum svo ég gæti minkað við mig vinnu þar sem ég var með svo mikla verki í líkamanum og komin með klemmda taug í lærið. Ísak þurfti í nokkur skipti að hringja sig inn veikann í skólann til að bera mig á milli herbergja því ég gat ekki labbað út af verkjum. Ég beið í tvær vikur og var ekki búin að heyra neitt um læknatímann þannig ég hringdi og kom í ljós að hún gleymdi mér, svo ég þurfti að bíða í tvær vikur eftir tíma hjá lækninum og þá komin 22-23 vikur. Á meðan ég beið eftir þessum lækna tíma þá fórum við í 20 vikna sónar og gékk það ekki vel þar sem Bríet snéri svo asnalega að læknirinn náði ekki að mæla allt sem átti að mæla, hún Bríet krossaði bara fætur og og snéri baki í okkur svo við fengum ekki að sjá kynið í þetta skipti. Ég prófaði að hoppa og pota í hana en ekkert virkaði þannig ég pantaði tíma á Sauðárkrók og mætti þanngað 2 dögum seinna en Ísak komst ekki með mér þar sem hann þurfti að vinna. Við sáum kynið strax og hann sýndi mér allt (hann átti samt að setja kynið í umslag) ég fór svo heim til Akureyrar aftur og sagði Ísak frá kyninu og vorum við bæði í skíunum. Við héldum smá kaffi með fjölskyldum okkar og leyfðum mömmum okkar og pabba að draga flík upp úr kassa frá Lindex og voru þetta mjög notanlegar stundir.

Ég fékk loksins símhringinu um að ég ætti pantaðann tíma hjá lækni og þá gegnin 23 vikur en læknirinn var svo dónalegur og hafði eingan áhuga á að skoða mig eða gera vottorð fyrir mig. Hann potaði í bakið á mér og sagði “ ég vil senda þig til sjúkraþjálfara“, þannig auðvitað panta ég bara tíma hjá sjúkraþjálfara og kemst ekki að fyrr en 3 vikum seinna og þá komin 25-26 vikur.
Á 24 viku var ég send í sykurþolspróf til að athuga hvort ég væri með meðgöngusykursýki. Ég byrjaði á því að drekka sykraðasta drykk sem ég hef á ævini drukkið og eftir 15 – 20 mín æli ég hálfum lítra og þar með var prófið ónýtt. Ég var veik í 2 daga eftir þetta próf svo það var tekin ákvörðun um það að ég myndi ekki fara í þetta próf aftur.
Þegar ég var gengin 25 vikur mæti ég til sjúkraþjálfara sem nuddar mig og ég spyr svo hvort ég geti ekki fengið vottorð og þá kom í ljós að læknirinn átti náttúrulega bara strax að skrifa vottorð fyrir mig og sjúkraþjálfarinn hefur ekkert um það að segja, ég hringi þá strax á heilsugærsluna og panta nýjann lækni og ég fékk yndislega konu sem skrifaði strax vottorð fyrir mig og náði ég loksins að minka við mig vinnu. Ég var látin príla upp í stiga og draga 10 stóla saman og fleira erfitt sem maður á ekki að gera í vinnu þegar maður er óléttur ég fékk lítið sem ekkert að setjast niður nema í laumi.


Ég var með rosalegt bakflæði á þessari meðgöngu og var alltaf að æla upp í mig og vakna við það á nóttuni, ekki má gleyma þessum brjóstsviða! Ég tugði rennie eins og nammi.
Þegar ég var gengin 34 vikur var ég búin að vera fá einhvernskonar samdráttar verki með stuttu millibili og voru þeir reglulegir þanni ég var beðin um að mæta upp á fæðingardeild í skoðun og endaði það þannig að ég gisti þar til þess að fara í sónar næsta dag. Eftir skoðunina sem ég var í þá mátti ég ekki vinna fram að 37 viku en þegar ég var komin 37 vikur varð ég að hætta í vinnuni þar sem ég var bara orðin of þreytt andlega og líkamlega að ég gat bara ekki unnið. Ég var með mjög vonda og mikla fyrirvaraverki frá 34 viku og átti mjög erfitt með svefn.

Þegar það fór að styttast í fulla meðgöngu fór ég að reyna koma mér af stað með gömlum heimilisráðum. Ég prófaði allt! Ég byrjaði meira að segja að fara upp á fæðingardeild til að fá nálastungur og lét svo hreyfa við belgnum hjá mér sem er eitthvað annað vont, en ekkert gerðist. Þegar ég var komin 40 vikur þá reyndi ég eins og ég gat að komast upp á fæðingardeild í nálastungu en það var alltaf svo mikið að gera að þau höfðu ekki tíma þannig þarna sat ég heima að drepast í líkamanum og gat ekkert sofið. Ég var orðin svo þunglynd og hélt að þessi meðganga myndi aldrei klárast það voru allir að eiga á undan mér. Þegar ég var gengin 41 + 2 fór ég upp á fæðingardeild í skoðun og sagði læknirinn að það væri ekki hægt að gangsetja mig þann dag því það væri of mikið að gera en ég gæti komið eftir 2 daga (þá gengin 9 daga framyfir) og myndu þau sprengja belginn hjá mér. Áður en ég fór var hreyft við belgnum hjá mér í 3 skipti og fór ég síðan bara að stússast með mömmu og pabba til þess að gleyma því aðeins hvað ég var svekkt og verkjuð
Hvað haldiði að hafi svo gerst þegar ég sofna? Jú ég byrja í hörðum hríðum.

Færsla væntanleg með fæðingarsögu.

Þangað til næst
Kolbrún Erla


Getið fylgst með mér á mínum miðli
Instagram : Kolbrunerla

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s