Uppáhalds á Netflix

Nú þegar við höfum ýmist verið í úrvinnslusóttkví eða samkomubanni þá hef ég þurft að finna mér eitthvað að gera. Úrvalið er þó af skornum skammti þegar þú býrð ein með 8 vikna gömlu barni. Þessvegna ákvað ég að sökkva mér bara í netflix en ég kveiki yfirleitt á einhverju sjónvarpsefni meðan ég gef Hannesi Breka á daginn. Hérna eru þættirnir sem ég hef verið að horfa á undanfarið ásamt nokkrum gömlum góðum.

 • Love is Blind

Þessir þætir eru algjört rugl en samt verður maður voða hooked. Ef þið fílið Bachelor þættina og Love Island þá eru allar líkur á að þið munið festast yfir þessu líka. Þarna kynnist fólk án þess að hittast. Þau tala saman gegnum vegg og trúlofa sig… ennþá sitthvoru megin við vegginn. Þau hafa svo mánuð til að kynnast hvort öðru í alvöru heiminum áður en þau gifta sig. Mjög steikt en góð afþreying þegar þig vantar bara eitthvað heimskulegt til að horfa á.

 • The Circle

Líka algjör steypa, stundum þarf maður bara að horfa á heimskulegt sjónvarpsefni. Þættir sem eiga að vera einskonar samfélagsmiðla/áhrifavalda keppni. Ég veit ekki hvað meira er hægt að segja um þessa þætti.. ég mæli bara með að tjékka á þeim.

 • 100 humans

Þessir þættir finnst mér mjög athyglisverðir og skemmtilegir. 100 manneskjur taka þátt í ýmsum tilraunum til þess að svara allskonar spurningum úr daglegu lífi. Ég mæli mikið með þessum þáttum, mér þótti þeir allavegna mjög áhugaverðir.

 • Self Made

Ég elska allt efni sem er byggt á raunverulegu fólki og ég elska líka allt efni sem er feminískt á einhvern hátt og þessir þættir tikka í bæði boxin. Þetta eru æðislegir þættir sem fjalla um Madam C.J. Walker en hún var fyrsti kvenkyns „selfmade“ milljónamæringurinn í Ameríku. Mjög peppandi þættir sem ég mæli með fyrir hvern sem er.

 • Virgin River

Þetta eru örugglega venjulegustu þættirnir sem ég hef horft á undanfarið. Hjúkrunarfræðingur sem flytur í lítinn bæ til að flýja fortíðina. Pínu klisjukennt en náðu mér samt alveg.

 • Babies

Heimildarþættir um börn. Í hverjum þætti er eitt viðfangsefni tekið fyrir, útskýrt, fylgst með fjölskyldum og talað við sérfræðinga. Margt áhugavert sem kemur þarna fram. Ég á 2 þætti eftir en það er ýmislegt sem hefur komið fram í þeim þáttum sem ég hef horft á sem hefur verið gagnlegt og gott að vita sem nýbökuð móðir.

Þetta eru þeir þættir sem ég hef verið að horfa á upp á síðkastið en ég ætla líka að láta fylgja með þá þætti sem ég hef horft á áður og hafði gaman af.

 • Friends
 • Brooklyn Nine-Nine
 • Grace and Frankie
 • Back with the Ex
 • Sex Education
 • You
 • Yummy Mummies
 • Jane the Virgin
 • Cable Girls
 • The Final Table
 • Dead to Me
 • Glow Up
 • Unbreakable Kimmy Schmidt
 • Atypical
 • Soundtrack
 • Chesapeake Shores
 • Girlboss
 • Awake
 • The End of The F***ing World
 • Derry Girls
 • Strong

Þangað til næst!

Karen Ásta

Fylgist með mér á instagram @karenasta

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s