Meðgangan

Í byrjun desember 2018 fórum við Samúel til Berlínar til að kaupa jólagjafir og slaka aðeins á bara við tvö. Ég átti að byrja á blæðingum í sirka miðri ferð, en það gerðist ekki og ég hugsaði bara, já ókei ég er örugglega bara að fara að byrja á næstu dögum, líklega óreglulegt þennan mánuðinn.
14.desember þá var jólahlaðborð í vinnunni hjá mér. Ég var á leiðinni í bað áður en ég myndi fara að gera mig til, þegar ég fatta að ég sé sein á blæðingar. Ég bið Samúel að fara út í apótek að kaupa próf. Þetta var yfir daginn, eftir hádegi svo ég vissi að það kæmu kannski ekki 100% réttar niðurstöður þar sem þetta var ekki morgunpiss, en ég þurfti að taka próf strax. Það kom jákvætt (efri prófið á myndinni).
Morguninn eftir tók ég annað próf (neðri prófið) og var það blússandi jákvætt. Við vorum mjög ánægð og spennt fyrir komandi tímum, en samt svolítið stressuð. Við vorum nýbúin að kaupa okkur íbúð með einungis einu svefnherbergi og bjuggumst ekki við því að verða ólétt strax, við vorum ekki að reyna en við sögðum bara alltaf, ef það gerist, þá gerist það.

Eftir að hafa tekið prófið um morguninn hringi ég í mömmu og systir mína og segi þeim frá, förum í heimsókn til tengdó og segjum henni. Það voru allir spenntir, en við vissum ekkert hvað ég var komin langt, en héldum sirka mánuð kannski. Við förum í snemmsónar 19.desember og sjáum þessa litlu kúlu og áætlaði hún að við værum komin sirka mánuð eins og við héldum.

Fyrstu einkenni sem ég fékk voru strax ógleði og mikil þreyta, ég gat sofið endalaust og sofnað nánast hvar sem er (reyndar leyndur hæfileiki hjá mér að geta sofnað allstaðar). Á milli jóla og nýárs fæ ég þessa æðislegu ælupest og hélt að ég væri komin á þetta „ælu-tímabil“ sem ég var svo guðslifandi fegin að var ekki, þar sem þetta reyndist bara vera pest! Það versta sem ég get ímyndað mér er að æla og var það einn af mínum stærstu óttum á meðgöngunni. Við förum svo í annan snemmsónar 3.janúar og fengum að vita að barnið væri væntanlegt 23.ágúst. Þarna fékk ég svolítið sjokk, þar sem 23.ágúst 1998 lést pabbi minn. Ég varð algjör tilfinningahrúga og gat samt ekki annað en verið glöð yfir þessu öllu saman, bæði það að það skyldi lenda svona ótrúlega á þessum degi, af öllum og að við værum að fara að eignast barn saman.

Ógleðin stóð yfir til sirka 14 viku, en þreytan var mismikil en var nánast alla meðgönguna. Nokkrum sinnum á meðgöngunni svaf ég í 20 tíma á sólahring… En ég var orðin svo rosalega spennt, að í febrúar keyptum við vagn og bílstól, við sáum tilboð hjá einni verslun og ákváðum að kaupa það strax. Ég er svo rosalega mikið skipulagsfrík og vil hafa allt tilbúið og ekkert í óvissu, sem getur verið hræðilega erfitt á köflum.
12.febrúar fórum við í 12 vikna sónarinn, allt kom vel út og við vorum svo spennt, okkur var flýtt um viku svo settur dagur var orðinn 17.ágúst (ég var ein fegin kona þegar hún tilkynnti okkur það). Við tilkynntum sama dag að við ættum von á barni, ég bara gat ómögulega haldið því leyndu lengur!

Kreivin mín í byrjun voru epladjús, ég drakk hann í tonnavís, dracula sleikjóar, krap og skrímsla caprisun (engin önnur bragðtegund). Krapið var nánast alla meðgönguna, nema aðeins í endan á meðgöngunni þá var ég komin með svolítið mikið brain freeze.. Epladjúsinn var mest megins af meðgöngunni og bættist svo við epladjús með klaka, ég gat ekki drukkið hann nema með klaka þegar leið á meðgönguna. Samúel þurfti að fara nokkur kvöld útum alla Keflavík að leita af dracula sleikjóum, hann endaði á því að kaupa sirka 20 stk á Olís í Keflavík eftir að hafa leitað allstaðar. Ég var reyndar frekar fúl að hann kom ekki bara heim með dracula sleikjóana í poka eins og var selt í IKEA. Svo seinna meir þurfti ég að hafa alltaf klaka í drykkjunum, nóg til að geta borðað þá líka. Ófá skipti sem við keyptum litlu klakana sem líkjast Subway klökum, enda gáfum við systkinin mömmu svo klakavél í afmælisgjöf, sem ég hafði afnot af á seinustu vikum meðgöngunnar haha. Ég fékk svo einnig kreiv í beikonborgara með auka osti, en ekki neinstaðar heldur en í Njarðvíkursjoppu, aðrir voru vondir. Ég fékk líka kreiv í fanta, sem ég átti helst ekki að vera að drekka en gat bara ekki stoppað það kreiv…

Á sirka 13 eða 14 viku minnir mig, var ég greind með meðgöngusykursýki og missti þá valmöguleikann á að velja hvar ég myndi fæða. Ég þurfti að fæða í Reykjavík. Ég var í mæðravernd hérna í Reykjanesbæ þar til á sirka 30 viku og þá var ég færð yfir í Reykjavík þar sem ég var í áhættuhóp og þurfti síðustu 2 vikurnar að mæta í dagönn (held ég að það heiti, allavegna í rit og svoleiðis) amk. 1x í viku. Ég var góð í öllum blóðsykursmælingum, nema fyrstu mælingunni á morgnanna, þá var ég stundum smá yfir. En ég fór á metformin lyfið þegar ég var komin sirka 30 vikur.
Í mars þá fer ég úr 100% starfi í 50%, vegna vanlíðan í vinnunni. Ég fékk mjög slæmt viðmót frá yfirmanninum mínum og leið mér hræðilega að mæta í vinnuna.

3.apríl mætum við í 20 vikna sónar, allt kom vel út og við fengum kynið í umslagi. Ég stóðst ekki mátið að bíða með að vita kynið svo ég kíkti á leiðinni út í bíl. Samúel og fjölskyldan fengu að bíða til kvölds þegar við buðum þeim í veislu og sprengdum blöðru. Þar kom í ljós að við ættum von á litlum strák. Mamma var sú eina sem var búin að giska á strák, allir aðrir héldu að ég væri með stelpu.
Í enda apríl fór ég úr 50% starfi yfir í veikindaleyfi þar sem ástandið þar var orðið það slæmt að ég gat ekki vaknað á morgnanna fyrir vinnu. Vanlíðanin var einungis gagnvart vinnunni, annars leið mér almennt vel á meðgöngunni.

Í maí þá fórum við Samúel með bróðir mínum og frænda Samúels til Glasgow þegar ég var komin 25 vikur á leið, versluðum föt og dót sem þurfti fyrir Elmar. Eins og ég sagði áðan þá þarf að vera skipulag og allt tilbúið með margfalt skipulag og svoleiðis. Ég var tilbúin með nánast allt fyrir 30 viku, klikkuð ég veit. Ég verslaði mest megins af dóti og fötum sem þurfti að eins árs aldri..

Ég fann á sirka 18 viku fyrst fyrir hreyfingum, það var það besta í heimi. En svo eftir það þá var það fótboltaæfingar á hverjum degi alltaf þegar ég reyndi að slaka á. Ég var reyndar mikið á ferðinni, alltaf að gera eitthvað svo að mér myndi ekki leiðast (ráðleggingar frá lækninum sem skrifaði upp á læknisvottorð fyrir vinnuna). Í sumar þá eyddi ég nánast öllum dögum í að fara í bæinn til mömmu og hitta fjölskylduna, hitta fjölskyldu Samúels, fórum í margar veislur, fótboltaferð með mömmu og litla bróðir þegar ég var komin 35 vikur minnir mig, skoða Ísland (nálægasta umhverfi) – ég fékk æði fyrir að fara í smá roadtrip. Ég til dæmis fór í útilegu um verslunarmannahelgina, komin 38 vikur á leið, svaf í tjaldvagni og spilaði fótboltagolf. Svo í endann á meðgöngunni, frá sirka viku 35 og þar til ég fæddi að þá fékk ég þvílíkan brjóstsviða og át rennies allan daginn (mikið rosalega er hræðilega vont bragð af því..)

Ég fékk 2 babyshower, eitt frá mömmu og æsku/bestu vinkonu minni og svo eitt frá mömmu Samúels og konunum í hans fjölskyldu. Þau voru bæði æðisleg, við fengum fallegar gjafir, gott að borða og nutum tímans með báðum fjölskyldum. Ég var reyndar svo rosa hrærð þegar ég mætti í fyrsta baby showerið, hjá mömmu að ég ætlaði að labba aftur út bara. Svo langaði mig að gera það sama þegar ég mætti til mömmu Samúels svo ég myndi ekki fara að gráta fyrir framan alla, en ég var komin hálfa leiðina í hinn endan á húsinu svo það var erfitt að snúa við haha. En ég er rosalega þakklát fyrir allar konurnar í okkar lífi og Elmar heppinn með ömmur og frænkur.

Meðgangan mín var æðisleg, ég er svo þakklát fyrir að hafa ekki fengið neina kvilla sem að háðu mér, ég var í góðu standi, andlega og líkamlega. Mér leið svo rosalega vel ólétt að ég get ekki beðið eftir að verða ólétt aftur (engar áhyggjur samt, það er ekkert að fara að gerast næstum því strax!! En, hlakka samt til að ganga með barn aftur). Meðgöngur eru svo rosalega persónubundnar, og eins og hefur oft verið talað um á Kviknar Instagraminu að þá tjá konur sig oft um það að þeim finnist þær ekki geta deilt öllum góðu sögunum af góðum meðgöngum því að það eru svo rosalega margar slæmar og hræðslan við að vera skotin niður. En mér finnst að allar sögur eiga rétt á sér, vonandi gengur næsta meðganga betur hjá öðrum sem hafa ekki átt góðar meðgöngur og það er aldrei að vita nema að næsta meðganga hjá mér verði bara alls ekki svona góð! En við höldum í vonina, sama hvað þá er það alltaf þess virði á endanum þegar að maður fær litla krílið sitt í hendurnar❤️

Það er eitt sem ég sé eftir á meðgöngunni, að hafa ekki tekið nógu mikið af bumbumyndum. Ég var ekki grönn áður en ég varð ólétt, svo mér fannst ég aldrei vera með flotta óléttubumbu, en svo á síðari hluta meðgöngu ákvað ég að taka myndir af bumbunni oftar. Og ég sé ekki eftir því að hafa tekið myndir sjálf af berri bumbu, með fallegu slitunum sem komu á meðgöngunni. Það eru þær myndir sem ég elska mest. Næst þegar ég verð ólétt vona ég samt að það verði yfir vetrartímann, þetta sumar var mjög heitt og ég gat varla verið í fötum mér var svo rosalega heitt.

Svo þann 14.ágúst byrjaði ég í gangsetningu og Elmar kom 15.ágúst klukkan 05:08, þið getið lesið fæðingarsöguna mína hér. ❤️

Þangað til næst, finnið mig á Instagram @annarosaosk
Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s