Valdís Ósk

Auðveldar og góðar kjúklingabringur

Ég var að skoða hjá mér gamla bloggsíðu sem ég hélt þegar ég var „krakki“. Ég fann þar svo geggjaða kjúklingabringu uppskrift sem mig langar rosalega til að deila hér með ykkur. Ég ætla klárlega að stefna að því að reyna gera hana aftur við tækifæri.

Þetta er semsagt bacon vafðar kjúklingabringur með mexico ost inn í. Sem segir sig bara sjálf hvað þarf:

Kjúklingabringur,

mexico ost eða bara ykkar uppáhalds ost,

bacon.

Við byrjum á því að skera í miðja bringu til að gera pláss fyrir ostin, stingið ostinum sem þið hafið valið og stingið honum í gatið. Síðan er vafið baconinu utan um bringuna. Þekja bringuna alveg í baconinu. Látið er svo bringurnar í eldfast mót og inn í ofn í 200° í klukkutíma og 15 mínútur.

Á meðan bringurnar eru að eldast þá er mjög sniðugt að skella í smá salat með því græntmeti og ávexti sem þið fýlið. En það er einnig mjög gott að skella bara með frönskum og gulum baunum. Svo er mjög gott að hafa sósu með. Sérstaklega piparsósu, jafnvel bara venjulegri brúnni sósu.

Ég ætla reyna blikka móður mína til að hafa þetta í matinn á næstu dögum og reyna sýna ykkur annað hvort á uglur.is instagram story. Ég er allavega komin með vatn í munnin og orðin spennt að fá mér þetta aftur að borða.

En þangað til næst þá getið þið fylgst með mér og litla stubb á instagram: valdis97 ❤

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s