Bullet journal

Eins og ég hef sýnt á Uglur.is Instagraminu, að þá bý ég til mína eigin dagbók, „Bullet Journal“ eins og það kallast. Ég hef reynt að vera með venjulega dagbók, keypt dýrar dagbækur til að nota en aldrei getað haldið þeim lengur en 1 mánuð.. Svo ég ákvað fyrir 2-3 árum síðan að prófa Bullet Journal, þið getið lesið meira um hvað Bullet Journal er hér.

Mér finnst það hjálpa mér að skipuleggja mig, þar sem þetta er dagbók sniðuð eftir því hvernig mér langar að hafa hana þar sem ég ákveð hvað er í henni, maður verður svolítið „creative“ á því að halda svona dagbók, en mér finnst þetta svo þæginlegt og róandi. Ég keypti nokkrum sinnum bækur með svona „dotted“ blaðsíðum til að gera Bullet Journal, en þar sem ég fann bara bækur þar sem pennar og litir „blæða“ í gegn, að þá gafst ég svolítið upp á því (ég á endalaust af pennum núna…) Svo líka, ef að ég gerði mistök þá vildi ég ekki hafa það í bókinni og þá var svolítið vesen að rífa blaðsíðuna út, eða krota yfir eða eitthvað.. ég er nefnenilega ekki týpan sem gerir fyrst með blýanti.

En ég á iPad og sá á netinu að fólk var að nota app í iPad fyrir Bullet Journal og að glósa fyrir skólann og annað. Eitt svoleiðis app heitir Good Notes og er ég að nota það, nánar tiltekið Good Notes 5. Appið kostar, en mér finnst það vera þess virði. Ég notaði það þegar ég var í stærðfræði áfanga í fjarnáminu og þurfti að skila inn dæmum sem ég hafði skrifað upp og var það mjög þæginlegt að nota bara ipadinn í það. Það er svo margt hægt að gera í þessu appi, til dæmis skrifa tónlistarnótur, matseðla, to do lista, mánaðarlista og margt fleira. Ég nota Apple Pencil 1 og er það mjög þæginlegt, en það er í rauninni hægt að nota hvaða spjaldtölvu penna sem er.

Hér er smá hvernig appið er:

Hér er partur af blaðsíðunum sem hægt er að nota í appinu.
Svona er appið þegar að þú opnar það.
Til dæmis hægt að nota „music paper“ fyrir nótur

Það sem ég geri í mína Bullet Journal er:

  • mánaðar forsíðu – fæ yfirleitt hugmyndir á Pinterest ef að ég finn ekki sjálf hvernig ég vil hafa það. En stundum hef ég notað staðlaða mánaðar útlitið sem er í appinu.
  • viku blaðsíður – ég geri hverja viku fyrir sig, mér finnst það þæginlegast sérstaklega þar sem ég skrifa verkefni sem ég þarf að skila og annað í það.
  • „trackers“ – það eru til allskonar trackerar eins og það kallast, ég til dæmis nota tracker fyrir kaup á netinu, óskalista, blogg hugmyndir og fleira. Þegar ég var ólétt gerði ég pregnancy tracker, þar sem ég taldi vikurnar og krossaði við hverja viku sem var búin.
  • memories – ég geri minningar blaðsíðu fyrir hvern mánuð, stundum fylli ég bara minnstu smáatriði í þá dálka, sérstaklega ef það hefur ekkert mikið verið „spennandi“ í mánuðinum.
  • quotes – stundum geri ég quotes. Ég er að fylgja nokkrum bullet journal instagram aðgöngum, og ein heitir bujoandcookies og er hún stundum með allskonar quotes og „challenges“ sem að aðrir gera. Ég sá eitt sætt quote frá henni sem ég ákvað að setja sjálf í mína „bók“.

Til að gera mína „bók“ þá keypti ég á netinu, minnir mig á Etsy, svona tvöfalda blaðsíðu með punktum á. Mér fannst svo pirrandi að það væri bara ein blaðsíða í appinu, að ég keypti á held ég 2 USD svona „opnu“ (2 blaðsíður saman). – Þið sjáið á myndunum „opnuna“ á blaðsíðunum, það er lína í miðjunni sem aðskilur blaðsíðurnar.

Quote-ið af Instagram síðu Bujoandcookies

Ég held að þetta sé nóg af Bullet Journal spjalli í bili! Hver veit nema að það komi önnur færsla, ef að það er áhugi fyrir því. En mig langaði aðeins að sýna ykkur hvernig ég geri þetta. Ef þið hafið spurningar, endilega sendið á mig.

Þangað til næst,

Finnið mig á instagram @annarosaosk

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s