Au pair reynslan mín

Sumarið 2019 fór ég sem au pair til Finnlands og langar mér að segja frá þeirri reynslu.

Mig hafði lengi dreymt að fara sem au pair vegna þess að ég var sjálf með au pair þegar ég var krakki og haustið 2018 tók ég af skarið og skráði mig á au pair síðu sem heitir aupairworld.com. Þar bjó ég til account sem er mjög einfalt. Þú þarft bara að skrifa smá um þig og afhverju þig langar að vera au pair, setja mynd af þér og svara nokkrum spurningum. Svo þarf maður að velja lönd sem þig langar að fara til og velja hvort þú vilt vinna í borgum, bæjum eða sveitum en þú getur valið allt.

Ég valdi nokkur lönd á listanum og ég sá Finnland og hugsaði með mér að ég gæti svosem sett það á listann en mér fannst mjög ólíklegt að ég myndi fara þangað. Svo fór ég að skoða fjölskyldur sem komu til greina og ég sá nokkrar fjölskyldur sem ég sendi skilaboð á. Ég sendi skilaboð á finnska fjölskyldu sem mér leist mjög vel á. Þetta var ungt par, tæplega þrítug sem eiga einn eins árs son. Þau búa í litlum bæ í Finnlandi sem heitir Lieksa og aðeins um 17 þúsund manns búa þar.

Við spjölluðum mikið á síðunni og svo ákváðum við að adda hvort öðru á facebook svo við gætum spjallað á videocall. Eftir video spjallið vorum við öll rosa sátt að við skrifuðum strax undir samninga.

Mitt verkefni var að hjóla með strákinn til og frá dagmömmu, setja í og taka úr uppþvottavélinni og vera síðan með honum þegar mamma hans vildi fara í ræktina eða hafa smá „me time“. Pabbi stráksins var að vinna í öðrum bæ þannig ég, strákurinn og mamma hans vorum mest megnis ein.

Við ferðuðumst rosa mikið og fórum til dæmis í eina viku í sumarbústað þar sem var hægt að fara í spa, badminton, minigolf og margt annað skemmtilegt. Svo fórum við líka í þriggja daga ferð með ferju til Rússlands. Við eyddum einum degi í Pétursborg en það verður sér færsla um það! Svo fór ég líka í sumarskóla í tónlist og mun ég skrifa um það seinna.

Ferðin var virkilega skemmtileg en líka andlega erfið. Ég hafði aldrei verið svona lengi frá fjölskyldu minni og síðustu 2 vikurnar var ég komin með mikla heimþrá en reyndi samt að njóta tímans sem ég átti því ég vissi að ég myndi sakna finnsku fjölskyldu mína mikið og núna get ég ekki beðið eftir því að fara að heimsækja þau einhverntíman!

Ein athugasemd við “Au pair reynslan mín

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s