Svefnrútínan hennar Bríet Sunnu.

Rútína er eitthvað sem þarf og þá sérstaklega hjá börnum. Bríet sofnaði alltaf sjálf í sínu rúmi þar til hún varð 4 mánaða. Þá fór hún úr vögguni í rimlarúm og neitaði að sofa í því, á sama tíma fór hún líka að neita snuðinu. Þannig eina sem svæfði hana var brjóst og svaf hún þá alltaf uppí.
Þegar hún var 5-6 mánaða prófuðum við að setja hana í sitt eigið herbergi og þá tók við svokallað „sleep-training“.
Sleep training tekur rosalega á foreldrana en þetta er svo þess virði!
Við áttum að byrja á því í 2-3 daga að sitja upp við rúmið hennar og strjúka á henni bakið eða því sem hentaði henni og svo minka snertinguna smám saman, næstu 3 dagana áttum við að færa okkur aðeins frá rúminu og svo síðustu dagana áttum við að segja við hana „mamma/pabbi ætlar aðeins að kíkja fram ég kem eftir smá“ og vorum við frammi í 3 mín.

Mikilvægt er að hafa góða rútínu sem henntar öllum á heimilinu. Okkar rútína er þannig að við borðum og fáum svo nýja bleyju og förum í náttföt. Svo tannburstum við og förum svo í rólegheitunum inn í dimmt herbergi.
Við hlustum á vögguvísur og drekkum smá pela. Svo Leggjast upp í rúm með litlu dropana sem eftir eru í pelunum. Mamma og pabbi segja góða nótt, fara fram og hún sofnar.

Hún sefur frá 19:30 til 8 á morgnana.
Við tókum viku í að venja hana á þetta, hún var rosalega reið við okkur þegar við byrjuðum á þessu. Við byrjuðum á því að hækka undir höfðinu hennar í 7,5 cm halla og er mikilvækt að gera þetta hjá börum og líka fullorðnum þar sem þetta hjálpar með bakflæði. En við settum hana í rúmið og hún grét mikið en þá er það bara að reyna finna eitthvað til að róa hana, t.d. strjúka á henni bakið, slá á rassinn og hafa tónlist eða white noises, stundum virkaði að taka hana upp og knúsa hana smá. Þetta tók mikið á. Fyrstu kvöldinn og vorum við í 2 – 3 tíma að svæfa hana því hún neitaði að liggja í rúminu og vildi bara sofa uppí. Á degi 9 fór hún að átta sig á því að þegar þessi rútína byrjar, þýðir það að hún á að fara sofa.
Sum kvöld voru erfiðari en önnur, ef hún var með í maganum, tanntöku eða með eyrnabólgu. Bríet er eyrnabólgu barn og fékk 8 eyrnabólgur á 6 mánuðum og líka þurfti hún 2 sinnum að fá dropa í eyrun. Hún fékk loksins rör í mars.
Líka mjög sniðugt að ef börnin eru með mikið kvef að láta þau sofa með lauk inn í herberginu, sem er búið að skera í tvennt, það allavegana virkar fyrir okkur og vinkonur mínar sem ég hef sagt frá þessu.

Það er alltaf hægt að heyra í svefnsérfræðing og finna það sem hentar þínu barni. Við keyptum líka bókina draumalandið og mikið áhugavert að finna þar.

Draumaland - svefn og svefnvenjur - Forlagið bókabúðÞangaði til næst
Kolbrún Erla

Þið getið fylgst með mér á mínum miðli
Instagram: Kolbrunerla

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s