Hvítlauksosta pastaréttur

Þegar ég var á Uglur.is storyinu á Instagram fyrir svolitlu síðan, þá sýndi ég frá pastarétti sem við vorum að prófa, við notuðum bara það sem við áttum! Hann var mjög góður og langaði mig til að deila með ykkur hvað ég setti í hann.

Hvítlauksosta-pastaréttur með hvítlauksbrauði

Það sem ég notaði var:

  • Pastaskrúfur
  • Hvítlauksostur
  • Matreiðslurjómi
  • Hvítlaukur
  • Laukur
  • Spínat
  • Pepperóní
  • Smá parmesan eftir smekk
  • Hvítlauksbrauð
Pastað að sjóða – sósan með blöndunni að malla.

Aðferð:
Ég sauð pasta, steikti hvítlauk, lauk og pepperóní á pönnu upp úr smjöri.
Bætti svo við spínati og smá parmesan ofan í pönnuna.
Gerði hvítlauksostasósu úr hvítlauksosti (þessum hringlaga) og matreiðslurjóma.
Hitaði hvítlauksbrauðið í ofninum á 200 gráðum þar til það var smá gullin brúnn litur á því.
Bætti hvítlauksostasósunni út í pönnuna og leyfði því að malla í smá stund
Svo setti ég pastað og blönduna í skál, blandaði því saman og bar fram með hvítlauksbrauði.

Okkur fannst þetta mjög gott og munum klárlega prófa okkur áfram með svona pastarétti, þessi var bara gerður úr því sem var til í ísskápnum.

Þangað til næst, finnið mig á instagram @annarosaoskFærðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s