Óskalisti úr 66°North

Eins og flestir Íslendingar, þá elska ég vörurnar úr 66°North. Ef ég gæti myndi ég örugglega bara ganga í fötum frá þeim, ókei ekki alveg en þau eru mjög hlý og þæginleg. Mig langaði til að sýna ykkur hvaða vörur mig langar í þaðan, fyrir bæði mig og fyrir Elmar.

66°Norður húfurnar – ég elska þær og langar helst í þær í öllum litum! Við áttum svona í nokkrum litum en þær týndust allar í flutningum þegar við fluttum í fyrstu íbúðina okkar!
Mittistaskan – þær eru svo góðar í ferðalögum! Við Samúel eigum eina svona svarta saman, en væri til í mína eigin í öðrum lit.
Logn jogging buxur – Þær virðast fyrir að vera svo ótrúlega þæginlegar.
Reykjavík buxur – Samúel á þannig, og eru svo þægilegt efni og þegar hann hefur verið í rigningu hefur hann varla orðið blautur, ef eitthvað. Væri til í svona fyrir mig.
Bankastræti buxur – Finnst þær svo ótrúlega flottar
Tindur peysa – Elmar á svona gráan galla, og er svo mjúkur og flottur, langar í peysu í stíl.
Mosfell peysa – Hún virðist vera svo hlý! Elmar á svona húfu og hún er svo mjúk.
Hrannar peysa – Virðist einnig vera ótrúlega hlý og mjúk.
Bylur ullarpeysa – Langar svo ótrúlega í hana, flottar við hvað sem er. Til dæmis í útilegur.
Drangjökull úlpa – Langar ótrúlega í hana, hef séð svo marga í henni og hún er eiginlega bara draumur.
Jökla úlpa – Ég á svona gráa…. en mig langar í þessa ljósbláu! Vildi að hún hefði verið komin áður en ég keypti mína.

Elmar á mjög mikið af því sem er til fyrir ungabörn frá 66°Norður.. En það sem hann á ekki er:
66°Norður húfan með logoinu – Langar í svoleiðis fyrir hann líka, það er svo sætt þegar lítil börn eru með þessar húfur – og líka bara smá matching við foreldrana.
Spói samfella – Hann á svona heilgalla og elskum við hann, væri til í samfelluna líka.
Spói buxur – Væri til í buxurnar og langerma bolinn reyndar líka, hann á heilgallan.
Svanur dúnúlpa – Langar svo í þessa úlpu fyrir hann! Svo fallegar úlpur.
Týr krullupeysa – Hann mun klárlega fá þessa peysu þegar svona heilgallinn hans er orðinn of lítill og hann er kominn upp í stærð fyrir svona peysu! Elskum gallann.

En eins og ég segi, þá á hann flest allt frá 66, hann á Náttfari, Svanur, Svanhvít, Spói og Kría heilgallana og elskum við þá alla! Hann átti Bára heilgallann þegar hann var yngri og reyndist hann okkur vel líka.
Svo á hann Kría buxur og peysu í stærri stærð. Það sem ég elska við barnafötin frá 66°Norður er að hann getur notað þau frá einni stærð minna og uppí 1-2 stærðir eftirá. Hann er kominn í stærð 74 en er enn að nota til dæmis Kríu gallann í 62 og hitt í 68. Gallarnir í 74 eru enn smá stórir svo við brettum bara upp á þá, og hann mun nota þá lengur. Hann notar Svanhvít gallann í 86 og er hann enn stór þar sem hann er bara í 74, en hann getur samt notað hann með smá brett uppá og það truflar ekkert, og er ekki of stórt, en mun geta notað hann mikið lengur. Þannig ég vil frekar fjárfesta í dýrum útifötum fyrir hann, heldur en ódýrum og þurfa að kaupa nýjann í hverri stærð. Við erum öll mjög sátt með 66°Norður flíkurnar okkar!

Þangað til næst, finnið mig á Instagram @annarosaosk

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s