Óskalisti fyrir heimilið

Nú þegar ég er farin að búa ein er ýmislegt sem heillar sem ekki var pláss eða not fyrir áður. Ég tók saman smá lista yfir nokkra hluti sem mig er búið að dreyma um inn á heimilið.

Aarke sódavatnstæki

Ég bara varð að byrja á þessari dásemd en mig hefur dreymt um þessi sódavatnstæki frá því þau komu til Íslands á seinasta ári. Ég upplifði mikla ástarsorg þegar þau seldust upp í byrjun árs en þau eru mætt aftur! Ég er hrikalega skotin í þessu kopar litaða og búin að ákveða stað fyrir það í eldhúsinu þegar það verður mitt. Tækin fást einnig í Líf og list.

Ilmolíulampi

Annað sem er mjög ofarlega á óskalistanum hjá mér er ilmolíulampi. Það er eitthvað mega kósý við að hafa ilmolíulampa og sem ilmkerta fíkill myndi þetta draga verulega úr eldhættu heimilisins.

Fatahengi

Þetta fatahengi úr Líf og list væri mjög kærkomin viðbót inn á heimilið þar sem mig vantar fatahengi sem ekki tekur of mikið pláss. Svo er þetta bara svo klassískt og fínt. Ég elska detailið að hafa skál fyrir lykla, þá mögulega myndi ég týna lyklunum mínum aðeins sjaldnar.

30 l ruslatunna

Er skrýtið að láta sig dreyma um ruslatunnur? Mögulega en þessi ruslatunna er draumaeign fyrir heimili með bleyjubarn og þreytta mömmu sem nennir ekki endalausum ferðum út með ruslið. Ruslið lokast vel sem er algjört must á bleyju heimili, svo er það svo stórt að það gæti sparað nokkrar ferðir út í tunnu. Svo er það líka bara rosa sætt. Ég væri búin að splæsa í þessa ruslatunnu ef hún væri ekki uppseld.

Diskarekki

Æi, stundum þurfa draumar ekki að vera stórir..

Hún 006

Ég er mjög skotin í öllum myndunum frá Rakel Tómas en ég held að þessi sé samt uppáhalds. Það væri geggjað að eiga mynd eftir hana uppi á vegg einn daginn.

CRISS Sessa

Ég hef lengi verið rosa hrifin af svona sessum eða pullum eins og þær voru kallaðar á mínu heimili. CRISS sessurnar eru akkúrat lúkkið sem ég er svo hrifin af en ég á pínu erfitt með að velja á milli hvítu og ljósgráu.

Ljósmyndaprentari

Ég sá þennan prentara í story hjá Guðrúnu Sortveit og féll samstundis fyrir honum. Það er svo miklu skemmtilegra að eiga útprentaðar myndir og mig langar mikið að gera myndaalbúm fyrir hann alveg eins og við foreldrarnir eigum af okkur frá því að við vorum börn. Hann er líka ótrúlega nettur og meðfærilegur. Ef einhver er að leita að afmælisgjöf fyrir mig þá er þetta efst á óskalista! og líka Aarke sodastream vélin! Ég er frekar dýr í rekstri..

Ég gæti haldið endalaust áfram en segjum þetta gott í bili.

Þangað til næst!

Karen Ásta

Fylgist með mér á instagram @karenasta

Ein athugasemd við “Óskalisti fyrir heimilið

  1. Bakvísun: 22 ára

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s