Glasgow & Edinburgh

Ég hef farið svo oft til Glasgow og Edinborgar, ég fór í fyrsta skipti með mömmu árið 2013 eftir að ég útskrifaðist úr grunnskóla. Ég fékk mæðgnaferð með mömmu í gjöf eftir að ég útskrifaðist úr grunnskóla (löng saga á bakvið, ég var búin að eiga erfið ár í unglingadeildinni, svo mamma ákvað að bjóða mér út).

Þegar að við fórum þangað, báðar í fyrsta skiptið þá flugum við til Glasgow og gistum við á Ibis Budget hótelinu á Springfield Quay. Ódýrt og gott hótel, en það er smá spölur að verslunargötunum þaðan. En á Springfield Quay þá eru veitingarstaðir, bowling/arcade, bíó, kafiihús, bingósalur og casino. Við tókum einn dag í að ferðast fram og til baka til Edinborgar og skoða, við vorum svo ótrúlega ánægðar með báðar borgir og vorum handvissar um að koma aftur!

Svo árið 2014 fórum við mamma aftur með litla bróðir mínum og systir minni og syni hennar. Þá gistum við á hóteli sem var lengst upp á hæð í Glasgow.. það var hræðilegt að labba upp þá brekku haha. En við vorum ekki ánægðar með það hótel, enda man ég ekki einu sinni hvað það heitir. En við fórum þá líka yfir til Edinborgar í nokkra tíma, þá fórum við í dýragarðinn Blair Drummond (í Stirling), mæli með honum! En hann er svolítið í burtu, tekur tíma með lest og strætó en okkur fannst það þess virði þá allavegana.

Svo árið 2016 fór ég með Samúel, mömmu og vinkonu mömmu. Við flugum með Easy Jet til Edinborgar, tókum svo lest strax yfir til Glasgow og gistum þar. Við vorum á Ibis budget Springfield Quay hótelinu (sem er eiginlega okkar go-to hótel núna), versluðum helling svo síðustu nóttina þá fórum við Samúel yfir til Edinborgar og gistum hjá frænku hans. Við fórum með henni og manninum hennar í bíó, út að borða og fleira skemmtilegt. Seinasta daginn nýttum við í að klára að versla og skoða smá í Edinborg.

2017 fórum ég, Samúel og frændi hans í afmælisferð en Samúel á afmæli 3.september, frændi hans 4.september og ég 6.september. Enn og aftur fórum við á Ibis budget hótelið, smökkuðum nýjan stað sem er því miður farinn á hausinn núna.. En það var The Counter sem var hamborgarastaður, þar sem maður fær matseðilinn með svona „check-list“, maður velur semsagt hvernig kjöt, hvernig ost og allt á borgarann. Mjög góður staður og synd að hann sé hættur! Í þessari ferð flugum við líka til Edinborgar og fórum strax yfir til Glasgow, eyddum svo seinustu nóttinni í Edinborg á hótelinu Best Western Kings Manor, ágætt hótel en í svolítilli fjarlægð frá aðal götunni.

Í maí 2019 fórum við Samúel, frændi hans og stóri bróðir minn þangað. Ég fór aðallega í þeim tilgangi að slaka aðeins á og versla fyrir Elmar þar sem ég var komin ca 25 vikur á leið þegar við fórum. Við gistum á Jurys Inn í Glasgow, mæli mjög mikið með því, en það er í dýrari kanntinum miðað við Ibis hótelin. Við borguðum held ég um 60 þúsund fyrir 2 eða 3 nætur. Við gistum svo seinustu nóttina á Hampton By Hilton á Edinborgar flugvelli, tók okkur ca 5 mínútur að labba yfir á flugvöllinn, vorum í morgunflugi.

Desember 2019 fórum við Samúel svo með Elmar, mömmu minni, litla bróðir mínum og ömmu minni. Við fórum og gistum í þetta skiptið fyrstu nóttina í Edinborg þar sem við komum með kvöldflugi. Við gistum á Ibis budget Edinburgh Park hótelinu, það var mjög fínt, smá bras að komast þangað svona seint þar sem við tókum seinustu lestina og hún stoppaði frekar langt í burtu, en það var ekkert mál svo sem. Við eyddum svo fyrsta deginum í að skoða Edinborg og jólamarkaðinn þar, hittum á frænku Samúels og knúsuðum hana svoldið. Fórum svo yfir til Glasgow og gistum á Ibis í Springfield Quay. Við skoðuðum einnig jólamarkaðinn í Glasgow, en fannst Edinborgar markaðurinn skemmtilegri og hann var líka stærri. Versluðum helling, nutum okkur í botn og það var æðislegt að fylgjast með Elmari í fyrstu utanlandsferðinni sinni. Hann elskaði að vera þarna, við munum klárlega fara aftur sem fyrst. Þegar að við fórum á jólamarkaðinn þá voru allskonar matartegundir í boði þar og ákváðum við að smakka flest allt og þetta var allt svoo gott!


Glasgow:
– Við verslum oftast á Buchanan Street (þar er Nike, H&M og margar aðrar verslanir, til dæmis mikið af merkjavöru búðum) og Argyle street (þar eru Primark, Debenhams, Footlocker, JD sport og fleiri búðir), förum stundum líka á Sauchiehall street. Buchanan Galleries mallið á Buchanan st, St. Enoch mallið er á Argyle st og Sauchiehall st er verslunargata.

– Við höfum líka verið að taka leigubíl í Silverburn mallið, þar er risa Tesco sem er með F&F. Einnig inní mallinu eru helling af búðum og uppáhalds Five Guys!

– Ég elska að fara á Five Guys! Einn af mínum uppáhalds stöðum, hann er til dæmis í Silverburn mallinu

– Okkur finnst mjög gaman að fara á The Crystal Palace, það er mjög góður pub.

– Matalan sem er á Jamaica street (sama gata og The Crystal Palace) er líka skemmtileg búð til að versla í. Fann margt sætt fyrir Elmar til dæmis, keypti líka matching jólanáttföt á okkur 3 þar.

– Á Springfield Quay, þar sem hótelið okkar var staðsett (hinum megin við ánna frá miðbænum) er bowling og arcade sem við höfum verið mikið í, mjög skemmtilegt, Frankies & Bennys sem er mjög góður veitingarstaður og svo fengum við okkur yfirleitt morgunmat á Burger King því það var nálægasti staðurinn (á Springfield Quay).

– Í desember smakkaði ég í fyrsta skipti reyndar Fridays þarna úti, og ég mæli svo eindregið með Sesame kjúklingnum þar!! Besta sem ég hef smakkað, mig dreymir um hann ennþá!

– Við fórum einu sinni að djamma á The Garage, sem er staður sem er með ákveðin þema á hverjum degi (var allavegana þannig 2017). Mjög skemmtilegur staður en er með mjög gamla tónlist, algjört throwback að fara þar inn.

– Land Ahoy tattoo stofa, ég hef fengið mér gat í nefið þar og var mjög sátt, Samúel fékk sér geggjað Íslands tattoo og nafn og fæðingardag Elmars þar og var ótrúlega sáttur! Mæli með ef þið eruð að spá í svoleiðis. (Sauchiehall st)

En eins og þið sjáið þá hef ég farið nokkuð oft þangað haha, enda mínir uppáhalds áfangastaðir. En ég var ekkert að skrifa neitt mikið um hvert og eitt skipti þarna, heldur langar mig að taka smá samantekt núna af því sem við elskum að gera þar, eða hvað við gerum sem oftast.

Edinborg:
– Verslum á Princess street, þar eru allar þessar helstu búðir, og út frá Princess st eru götur sem leiða upp þar sem eru fleiri verslanir.
– Five guys, five guys, five guys….

– Ég hef farið í svona hop on, hop off bus þarna og var það geðveikt, svo fallegt allt þarna!

– Það er mall hjá Princess st, þeim megin sem lestarstöðin er (fast við lestarstöðina), þar eru nokkrar skemmtilegar búðir og svona food court á neðstu hæð.

Svo er svo margt sem ég hef gert úti í Edinborg sem ég veit ekki hvað staðirnir heita, við höfum bara farið þangað með frænku Samúels og aldrei pælt eitthvað mikið í því hvar við erum, heldur bara að njóta! En við fórum á til dæmis veitingarstaði, bíó og fleira með þeim. Það er reyndar tvennt sem ég á eftir að gera í Edinborg og er það að skoða kastalann og Camera Obscura, það er klárlega á listanum næst! Þessi listi er alls ekki tæmandi, það er helling hægt að gera í viðbót sem ég man ekki akkúrat núna.

Þangað til næst, finnið mig á Instagram @annarosaosk

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s