Vinnuslys.

Í þessari færlu ætla ég að segja frá því þegar ég fótbrotnaði, í stuttu máli.
Það munu koma myndir inn og ef þú ert viðkvæm/ur þá mæli ég með að horfa frammhjá þeim þær.

Ég er á leið í vinnu 5. febrúar og er í bílnum, er ég lít á klukkuna þá er hún rétt að detta í 8. Ég sé að það er mjög hált úti, mikil bleita og það var ekki búið að salta eða sanda þannig ég passa mig mikið þegar ég er að labba en það gerist svo að ég renn og dett. Ég heyri brothjóð og sé að fóturinn á mér er beyglaður, þetta var alveg ótrúlega vont, enda byrjaði ég bara að öskra úr mér lungun og ég var svo heppinn að það var starfsmaður að labba rétt á undan mér sem kom til mín og hringdi á sjúkrabíl. Á meðan ég beið eftir sjúkrabílnum þá bættist í hópinn starfsfólk, þau komu með galla til að setja undir mig og það var sett teppi á mig, kodda undir höfuðið og byrjað að stafla á mig yfirhöfnum þar sem ég lá í bleitu og var mér mjög kalt. Einn kennarinn hringdi í kærastann minn sem rauk strax út úr húsi með litlu stelpuna okkar ennþá í náttfötum. Lögreglan mætti fyrst á staðinn og tók stöðuna á mér, ég var í svo miklum sársauka að ég gat varla talað. Svo loksins kom sjúkrabíllinn. Sjúkrafluttningamennirnir þurftu að rétta fótinn á mér aðeins við svo ég kæmist í spelkuna og var ég svo sett upp á börur. Þegar ég var komin inn í sjúkrabílinn þá var reynt að setja upp æðarlegg svo ég gæti fengið morfín en ekkert gékk og endaði með því að það þurfti að gefa mér morfín í nefið og litla sem morfín er vont á bragðið og ákvað ég að ég myndi bara bíða eftir því að komast á sjúkrahúsið til að fá meira. Ég hringdi í mömmu á leiðinni niður á sjúkrahús og sagði henni hvað gerðist og bað hana að koma til að hjálpa til með Bríet Sunnu og hún keyrði strax frá Hvammstanga til Akureyrar. Ég var skoðuð þegar ég kom á sjúkrahúsið og sett í myndatöku og þá kom í ljós að ég var tvíbrotin á ökla.

Ég fékk fullt af lyfjum þannig ég eiginlega sofnaði bara og fóturinn var réttur og settur í L-spelku. Ég komst ekki sama dag í aðgerð og þurfti því að dvelja á sjúkrahúsinu þangað til ég kæmist. Ég var mjög verkjuð og þurfti að fara frá rúmi og á klósettið í hjólastól. Næsta dag vakna ég og þá er skoðað mig og ég var of bólgin til þess að komast í aðgerð svo ég þurfi að bíða annan dag. Á þriðja degi var mér gefið grænt ljós á aðgerð svo ég þurfti að vera fastandi og nokkrum sinnum yfir daginn var búið að segja við mig „þú kemst ekki í aðgerð það er of mikið að gera“ “ jú þú kemst í aðgerð“ “ við þurfum bara að bíða og sjá hvort tími gefst í aðgerð“ ég var að missa alla von á því að komast einhverntímann í þessa blessuðu aðgerð. Loksins klukkan sirka 5 fékk ég að komast að í aðgerðina og ég var að drepast úr hungri.

Ég fékk mænudeyfingu og einhver lyf sem létu mig „sofna“ þannig ég var ekki svæfð að hefðbundnum hætti fyrir þessa aðgerð og gékk hún vel, ég fékk plötu og 9 skrúfur í fótinn.
Ég þurfti að dvelja á sjúkrahúsinu í 5 daga þar sem þau náðu ekki tökum á verkjumum mínum og var það oft sem hjúkkurnar gátu ekki gefið mér verkjalyf því ég var að fá of mikið, ég var samt á sterkum verkjalyfjum sem áttu að slá á þetta. Ég var mikið bólgnari en ég átti að vera, svaf mjög illa því ég vaknaði á 20 mín fresti og bað um verkjalyf. Þegar ég komst loksins heim þá fór ég og Bríet Sunna heim á Hvammstanga til að fá hjálp, bæði þurfti að sjá um mig og hana þar sem ég var bara rúmliggjandi og gat ekkert gert. Það er ömurleg tilfinging að geta ekki séð um sig eða sitt eigið barn. Þegar ég kem heim þá rennur hækjan hjá mér og ég lendi beint á aðgerðar fætinum mínum og mér leið eins og ég hafi brotið fótinn á mér aftur því það var svo vont, en ekkert gerðist þar sem ég er skrúfuð svo rosalega vel saman. Ég átti að trappa mig niður á verkalyfjunum sem gékk ekki, því þurfti ég að hitta lækni út af miklum verkjum og fékk sterkari verkjalyf af læknis ráðum. Eftir aðgerðina er ég með taugaskaða í fætinum og finn ekki fyrir ristinni eða tánum á mér, ég er bara með dofa.

Þetta er búið að vera mikið upp og niður með verkina en núna er komið að seinni hlutanum, endurhæfing. Núna á ég að byrja að labba með hækjur og sleppa spelkuni þannig ég mun ekki hafa neinn stuðining og mun það vera erfitt þar sém ég get lítið hreyft fótinn á mér. En þetta er kemur með hverjum deginum.

Ég mun svo skrifa um það hvernig gengur að styrkja mig aftur.

Þangað til næst
Kolbrún Erla

Hægt að fylgjast með mér á mínum miðli
Instagram: Kolbrunerla

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s