Uppáhalds hlutir fyrstu mánuðina

Ég hef verið spurð hvaða hlutir voru okkar uppáhalds fyrstu mánuðina eftir að Elmar fæddist. Svo ég ákvað að gera færslu úr því hvað við notuðum helst fyrstu mánuðina. Þetta er bara svona það helsta, og þessi listi er alls ekki tæmandi.

Það sem að við notuðum helst fyrstu mánuðina:

 • Taubleyjur – bæði fyrir gubb og líka þar sem hann tók ástfóstri við þær og vildi helst ekki sofa nema með þær upp við andlitið.
 • Ungbarnahreiður – hann er nýlega hættu að sofa í því! Þetta hefur verið þvílíkur life saver, hann vildi eiginlega bara sofa hjá mér fyrstu mánuðina og var þess vegna þvílíkt þæginlegt að hafa hreiðrið til að hafa hann upp við mig. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að losa okkur við það áður en næsta barn kemur (sem er vonandi nokkur ár í samt) – Við eigum hreiður frá Doomoo sem að er með „götum“ þar sem er auðvelt fyrir þau að anda í gegnum ef að þau sofa með andlitið upp við (hann vildi sofa með andlitið alveg klesst upp við..)
Einnig er það með svona bandi sem „heldur“ barninu utan um magan.
 • Grisjur – við suðum vatn og helltum yfir grisjurnar og settum þær í svona blautþurrkubox sem við fengum lánað hjá frænku Samúels.
 • Heilgallar – mér hefur alltaf fundist heilgallar vera þæginlegasta flíkin til að vera með ungabörn í, svo við reyndum að eiga nokkra til skiptana, þótt hann var auðvitað ekkert eingöngu í þeim, en þeir eru þæginlegir uppá að renna/hneppa bara frá til að skipta á honum og annað.
Við notuðum heilgalla mikið, svo þæginleg flík.
 • „Wrap“ samfellur – þæginlegustu samfellur sem við áttum voru þær sem eru með svona hneppum framaná, einskonar „wrap“ samfellur. Og mér finnst þær líka bara mikið flottari en venjulegu, en því miður eru þær bara upp í stærð 68, væri til í að eiga ennþá svona á Elmar!
„wrap“ samfella- þessi er frá Lindex og fengum við hana frá ljósmóðurinni okkar á HSS í gjöf eftir að hann fæddist
 • Mjólkursafnari – ég notaði þennan frá Lanshino sem fæst í Móðurást
Life saver á meðan ég var með hann á brjósti.
 • Brjóstagjafapúði – þetta er persónubundið, en fyrstu mánuðina fannst mér best að gefa honum brjóst með brjóstapúða, sérstaklega þar sem ég er ekki með minnstu brjóstin.. og þá var þæginlegra að ráða við brjóstagjöfina á meðan hann var á púðanum. (Einnig þæginlegt á seinni hluta meðgöngunnar þegar ég svaf með hann á milli lappanna, svo þæginlegt)
 • Brjóstainnlegg – must fyrir mjólkandi mömmur
 • Góður brjóstagjafahaldari – ég keypti 2 í Lindex sem ég byrjaði strax að nota á meðgöngunni því að fljótlega voru brjóstahaldarar orðnir óþæginlegir.
Keypti 2 saman í pakka í Lindex
 • Netanærbuxur – ég sé svo eftir því að hafa ekki keypt svoleiðis í Rekstarlandi þegar ég fór þangað, ég notaði bara þær sem að ég fékk á spítalanum í 1-2 daga eftir að ég kom heim. En þær eru svo þæginlegar, sérstaklega þegar maður er bólginn og með óþægindi eftir til dæmis sauma.
 • Kósýföt/sloppur fyrir mömmuna – svo mikilvægt að vera í þæginlegum fötum heima! Ég notaðist mikið við bara slopp yfir gjafahaldarann svo ég gat bara dregið hann smá frá til að gefa brjóst.
 • Færanleg skiptidýna – maður er ekki alltaf að nenna að standa við skiptiborð, svo við fengum okkur færanlega skiptidýnu í ikea og færðum hana á milli, mjög þæginlegt.
 • Vagn + stykki til að setja bílstólinn á sem „kerru“ – það var svo geggjað að geta farið í göngutúr að við fórum um leið og við máttum! Vöknuðum snemma og fórum í göngutúr. Svo er hægt að taka vagnstykkið af og setja bílstól eða kerrustykki og við notuðum það óspart þegar hann var ennþá í bílstól nr 1, svo þæginlegt þegar að maður þarf að skreppa í búð eða rölta um.

Þangað til næst!

Þið finnið mig á instagram @annarosaosk

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s