Heimaæfingarprógram HLH þjálfun

Ég var svo ótrúlega heppin að fá hana Hörpu Lind einkaþjálfara í samstarf með mér. Prógrammið sem ég er á er heimaæfinga prógram sem inniheldur 3 æfingar í viku. Það hentar mér fullkomlega með litla guttann minn þar sem ekki alltaf gefst tími til þess að taka æfingu og erfitt að komast í ræktina. Sérstaklega núna á meðan Covid-19 ræður ríkjum þá er tilvalið að splæsa í heimaæfingarprógram. Það eina sem þú þarft fyrir þessar æfingar er dýna og stóll eða bekkur! Ekki skemmir fyrir hvað þjálfunin er á ruglað góðu verði en tímabilið, sem er 4 vikur kostar einungis 6000 kr en er á afslætti og kostar litlar 4000 kr út mars svo nú fer hver að verða seinastur að næla sér í þetta tilboð! Núna er ég að byrja á þriðju vikunni á prógramminu og ég get heilshugar sagt að ég mæli innilega með þessu. Ég ætla aðeins að fara yfir þá hluti sem mér finnst bestir við þjálfunina.

Hentar ýmsum erfiðleikastigum

Æfingarnar eru settar þannig upp að auðvelt er að aðlaga þær að hverjum og einum. Þú ferð á þínum hraða og sumar æfingar eru breytilegar eftir styrkleika. Nú er ég ný búin að eiga barn og ekki upp á mitt besta og mér finnst æfingarnar henta mér mjög vel, þær taka vel á en á sama tíma get ég alltaf klárað þær.

Hver æfing tekur u.þ.b. klukkutíma

Æfingarnar hafa tekið mig frá ca 30 mín til 70-80 mín, aldrei meira. Bæði upphitun og teygjur eru inni í þessum tíma. Það getur verið erfitt að finna tíma til að taka æfingu, ég þekki það vel sem einstæð móðir. Það geta þó flestir fundið 30-80 mínútur 3x í viku til að hreyfa sig aðeins.

App sem heldur utan um þjálfunina

Appið er mjög einfalt í notkun. Þar koma æfingarnar inn en það kemur aldrei sama æfing sem er mjög gaman. Myndband fylgir hverri æfingu sem sýnri hvernig á að framkvæma æfinguna. Þú getur skráð niðurstöður úr hverri lotu og skrifað athugasemd eftir æfinguna. Þú merkir svo við þegar þú klárar æfingu. Það sem mér finnst æðislegt er að Harpa skrifar athugasemd við hverja æfingu sem þú klárar sem mér finnst mjög peppandi. Hverjum finnst ekki gaman að fá hrós? Í appinu er líka hægt að senda Hörpu skilaboð og er hún mjög dugleg að svara skilaboðum svo það er aldrei löng bið eftir svari. Ljósmóðirin mín vildi t.d. ekki að ég myndi hoppa neitt strax og Harpa hefur verið mjög hjálpleg í að aðlaga æfingarnar að mínum þörfum.

Upphitun og teygjur eru inni í æfingunum

Ég hef prufað ýmislegt þegar kemur að hreyfingu og líkamrækt og það er mjög algengt að upphitun og teygjur séu ekki inni í æfingunum. Það getur orðið flókið að finna út hvaða upphitun hentar og hvaða teygjur maður á að gera eftir æfingu og ég hef alveg verið sek um að sleppa báðu bara vegna þess að það var ekki á planinu. Hér er það vandamál ekki til staðar því æfingin er sett upp fyrir þig alveg frá byrjun til enda.

Ég fór í þjálfun í þeim tilgangi að styrkja mig og byggja upp þol eftir meðgöngu og fæðingu en ekki til þess að grennast, léttast eða breytta útliti mínu á nokkurn hátt. Eftir einungis 2 vikur finn ég að kviðurinn er sterkari, ég er léttari á mér og þolið er strax að koma til baka. Hver veit nema ég verði bara mætt í Reykjavíkur maraþon í sumar!

Harpa er á facebook undir nafninu „HLH þjálfun“ en þið getið líka fundið hana á instagram undir „harpaa98“.

*Færslan er unnin í samstarfi en allt sem kemur fram er mín einlæga skoðun. Ég mun aldrei mæla með neinu sem ég hef sjálf ekki trú á.

Þangað til næst!

Karen Ásta

Fylgist með mér á instagram @karenasta

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s