Folaldasteik og með því

Við fengum tengdó og fjölskyldu Samúels í mat um daginn og elduðum fyrir þau folaldasteik og allskonar gott meðlæti. Við fengum folaldakjöt hjá ömmu Samúels og fannst okkur tilvalið að bjóða þeim ásamt tengdó í mat þar sem það var svo mikið af því. Hér kemur hvernig við elduðum það og hvað við vorum með því:

Ég elska sósur……

Það sem þarf til að elda folaldasteik er:

 • folaldasteik
 • salt og pipar
 • sítrónupipar
 • (svo mæli ég með að setja lauk og hvítlauk eða annað með í eldfast mót þegar það fer inn í ofn, svo gott í sósuna)

Aðferð:

 • Skera folaldið í sneiðar
 • Krydda með salt og pipar og sítrónupipar
 • Steikja í 1 mínútu á sitthvorri hliðinni á pönnu
 • Setja í eldfast mót inn í ofn í 5 mínútur – endurtaka það 4-5 sinnum.

Meðlæti:

Við vorum með sætukartöflu gratín, rjómaosta-soð sósu, salat og rósakál. Og til að elda það, þá þarf:

 • sætar kartöflur
 • piparost
 • rjóma
 • rifinn ost
 • rósakál
 • smjör
 • hvítlauksduft
 • lauk
 • hvítlauk
 • mexíkóost
 • hvítlauksost
 • rjóma
 • parmesan
 • salat (kál, gúrka, tómatar, fetaostur)

Aðferð: Rósakálið

 • steikja rósakál upp úr smjöri og hvítlaukskryddi á pönnu með lauk og hvítlauk
 • setja í eldfast mót og setja hvítlaukskrydd yfir
 • setja inn í ofn í 15-20 mínútur eða þar til ykkur lýst vel á það
 • setja aftur á pönnu í smá stund og bera það svo fram

Aðferð: sæta kartöflugratín

 • skera sætar kartöflur í teninga
 • búa til piparosta sósu úr piparosti og rjóma
 • setja sætar í eldfast mót og hella sósunni yfir
 • setja inn í ofn þar til kartöflurnar eru að mýkjast
 • taka úr og setja rifinn ost yfir og setja aftur inn þar til gullinbrúnt

Aðferð: sósan

 • gera sósu úr mexíkóost, hvítlauksost og rjóma
 • krydda með hvítlaukskryddi
 • hella soði úr eldfasta mótinu sem kjötið var gert í, út í sósuna
 • smá parmesan
 • krydda til ef ykkur finnst hún ekki hafa nógu mikið bragð

Þangað til næst, finnið mig á instagram @annarosaosk

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s