Gaman saman og sull.

Þar sem ég er mikið heima þá er ég alltaf að skoða eitthvað sem hægt er að gera með Bríet og ætla ég að deila nokkrum hugmyndum með ykkur.

Baðfroða
Það er mjög gaman að sjá börn leika sér með froðu. Bríet elskar að fá að hræra í henni, setja hana í glas og færa á milli í vatn.
Það er ekkert mál að búa hana til, eina sem þarf er:

2 msk freyðibaðssápu
2 msk karteflumjöl eða maismjöl
4 msk volgt vatn
Það er hægt að setja matarlit út í en hann getur litað
Svo þarf bara stífþeyta.


Heimagerður leir
1 bolli hveiti
1/​2 bolli borðsalt
1 msk. matarol­ía/​ólífu­olía
1/​2 tsk. cream of tart­ar
1 bolli sjóðandi vatn með mat­ar­lit að eig­in vali út í

Þur­refn­in sett í skál.
Ol­í­unni og vatn­inu með mat­ar­litn­um í er hellt yfir.
Hrært vel með sleif þar til orðið eins og deig, þá tekið úr skál­inni og hnoðað.

Gott er að vera með hanska þar sem mat­ar­lit­ur­inn get­ur smit­ast. Mér finnst gott að sigta þur­refn­in en það er ekki nauðsyn­legt. Geymið í plast­poka eða boxi svo loft kom­ist ekki að leirn­um þegar hann er ekki í notk­un.


Trölladeig

300 gr fínt borðsalt
300 gr hveiti
1 msk. matarolía
matarlitur

Hrærið saman salti, hveiti og matarolíu í skál.
Hrærið vatninu saman við í smá skömmtum þar til deigið er orðið að
stórri kúlu.
Hnoðið deigið upp með höndunum þar til það er orðið mjúkt og
teygjanlegt.
Nú er hægt að móta ýmislegt úr deiginu. Einnig er hægt að fletja út og
móta t.d. með piparkökumótum, gera gat á degið til þess að hægt sé
að hengja það sem gert er upp.

Hægt er að geyma degið í plastpoka í um viku og helst það þá mjúkt
eins og hver annar leir.
Einnig er hægt að baka það sem búið er til við 180°C í 1 1/2 klst.
Stundum þarf lengri tíma, það fer eftir stærð og þykkt hlutarins.

Heimagerð málning
1.5 dl hveiti
1 dl vatn
Matarlitur

Öllu er hrært saman. Ef þér finnst málningin of þykk geturðu þynnt hana með vatni. Ef þér finnst hún of þunn geturðu þykkt hana með hveiti.

Málning í sturtuna
Eina sem þarf í það er
Jógúrt eða grístjógúrt
Matarlitur

Klaka málning
Í þetta þarf bara tvennt
Matarlit
Vatn

Blandið þessu saman setjið í klakaform og einhvernskonar pinna

Mæli með að allir skoði bæði Instagram og bloggið
Instagram: Alwaysremembertoplay
https://alwaysremembertoplay.com/
Hún er með fullt af hugmyndum svo er fullt á google af föndri og heimagerðum hlutum sem er hægt að gera með börnum.

Þangað til næst
Kolbrún Erla

Getið fylgst með mér á Instagram: Kolbrunerla

Ein athugasemd við “Gaman saman og sull.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s