Kvöld og morgun rútína Elmars Jökuls

Mig langaði til að deila með ykkur kvöld og morgun rútínunni hans Elmars. Kannski eitthver geti nýtt sér hana, en hann sefur alla nóttina og hefur gert frá því hann var yngri. Við eru mjög heppin og þakklát fyrir það! En mér sjálfri finnst gaman að lesa um rútínur hjá börnum, þau eru öll svo rosalega misjöfn og misjafnt hvað virkar á þau. Þetta er það sem virkar best hjá okkur❤️

Um klukkan 18-19 þá borðum við kvöldmat, ef að við erum með eitthvað í matinn sem að hann má fá eins og til dæmis hakk og spaghetti, þá fær hann að borða sama mat og við, en ef að við erum með eitthvað sem að hann má ekki borða strax, þá fær hann graut eða sérsniðaðan mat fyrir sig.

Eftir matinn þá förum við annan hvern dag í sturtu, það fer eftir hversu „skítugur“ hann er eftir matinn, stundum þarf hann á sturtuferð að halda tvo daga í röð.. Annars þvoum við honum með þvottapoka, bæði eftir matinn og svo þessa staði sem þarf að þrífa vel á ungabörnum. Þessi litli grallari eelskar að fara í sturtu og sund!

Image result for johnsons baby lotion
Lotionið sem ég nota.

Eftir sturtu/þvottapokaþrif, þá set ég baby lotion frá Johnsons á hann, honum er svosem alveg sama um nuddið.. ég keypti olíu líka því ég vonaðist til að hann væri svona dekur kall einsog mamma sín, en hann vill frekar sprikla og skríða heldur en að vera kjurr fyrir eitthvað nudd haha.. Þannig ég set kremið bara á hann í staðinn fyrir olíunudd. Ef hann er mjög þreyttur þá fæ ég stundum að nudda bakið með olíunni. En ég gerði það einmitt stundum þegar að hann var minni, að nudda bakið og svoleiðis með olíu.
Setjum hreina bleyju, bossakrem ef hann er eitthvað rauður og nýja samfellu eða náttföt.

Við erum nýbyrjuð á nýju „tricki“ með það hvar hann fær að drekka pelann, yfirleitt þá sofnaði hann alltaf á því að drekka pelann en hann er ekki alltaf að sofna við hann, og þar sem hann er kominn með tennur þá þurfum við að bursta tennurnar. Svo við erum byrjuð á því að drekka pelann frammi áður en við förum inn í herbergi, en ég passa að hafa slökkt á sjónvarpinu og ekkert áreiti.

Hérna var hann bara komin með fyrstu tönnina, alveg til í að tannbursta😍

Burstum tennurnar, þessar litlu sætu 3 tennur sem hann er kominn með.

Klukkan 19-20 fer hann að sofa. Við förum (annað hvort ég eða kærasti minn) inn í rúm með honum og liggjum með honum og ég syng yfirleitt fyrir hann vögguvísu og kúrum með honum þar til hann sofnar, það tekur yfirleitt mislangan tíma.

Hann vaknar á bilinu 7-hálf 9 (fer eftir því hvenær hann sofnar) þá förum við fram með hann, gefum honum graut í morgunmat og svo leikur hann sér í dótinu þar til hann vill leggja sig aftur.

Fyrsti lúr er yfirleitt í kringum 9-11 leytið, fer aftur eftir því hvenær hann sofnar og vaknar. Og það er misjafnt hversu lengi hann tekur hann, en yfirleitt þá sefur hann í 40-60 mínútur, stundum lengur. (það er enn verið að byggja í kringum okkur, þar sem við búum í nýju húsnæði, svo það fer yfirleitt eftir því hvort að hann sé truflaður eða ekki)

Við erum mjög ánægð með hvernig þessi rútína er, hún kom bara allt í einu eftir að við fluttum hingað í nýju íbúðina! Áður fyrr þá sofnaði hann á bilinu 22-00 og vaknaði á bilinu 10-12.. Svo þetta er hellings breyting sem gerðist nánast yfir nóttu.. En það merkir kannski bara að honum líði svaka vel í nýju íbúðinni😄

Þangað til næst!

Finnið mig á instagram @annarosaosk

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s