Hugmyndir til að gera heima

Á þessum erfiðu og skrítnu tímum þá á maður stundum svolítið erfitt með að finna eitthvað skemmtilegt að gera og dettur í það að leiðast allan liðlangann daginn! Ef ég á að segja eins og er, þá er mér búið að leiðast þessi innivera svolítið þar sem við erum búin að vera að reyna að halda okkur sem mest heima síðan áður en þetta allt kom upp útaf veikindum sem Elmar hefur verið að kljást við í janúar og svo í febrúar. Mig langaði til að deila nokkrum hugmyndum af hlutum sem er hægt að gera heima, vonandi getið þið nýtt ykkur eitthvað af því!

 • Læra að prjóna – ég er búin að vera að læra að prjóna síðustu daga, ég er reyndar með prjónasnillingin hana mömmu mína til taks á messenger, en það eru til heill hellingur af myndum á youtube!
 • Horfa á þætti – prófa nýja eða horfa á uppáhalds þættina aftur! Ef ég hef ekkert að horfa á, þá horfi ég alltaf aftur á Friends haha.
 • Spila – borðspil eða spilastokk, það eru til svo mörg spil og útgáfur af spilum með spilastokk. Pottþétt til eitthver borðspil á hverju heimili! Annars bara fá heimsent frá Heimkaup eða öðrum stöðum
 • Baka – ég viðurkenni að ég hef ekki bakað jafn mikið í langan tíma einsog núna! Um leið og bananabrauð klárast á heimilinu er ég farin að skella í nýtt haha! Núna ætla ég að byrja að prófa nýjar uppskriftir sem ég hef kannski ekki gert áður, mæli með að skoða uppskriftir hjá Lindu Ben eða Paz.is (ef þið ýtið á nafnið farið þið á síðurnar þeirra, en getið fundið þær á instagram undir @lindaben og @paz.is)
 • Elda – ókei ég hef heldur sjaldan eldað jafn mikið heima og núna.. En mér finnst það líka ótrúlega gaman í nýju íbúðinni, nóg pláss í eldhúsinu til að gera eitthvað skemmtilegt! En maður getur nýtt tímann í að elda sér hádegis og kvöldmat, og prófað nýjar uppskriftir í leiðinni! Mæli aftur með Lindu Ben eða Paz.is fyrir uppskriftir! (ef þið ýtið á nafnið farið þið á síðurnar þeirra, en getið fundið þær á instagram undir @lindaben og @paz.is)
 • Endurraða/breyta á heimilinu – ef ég þekki mig rétt, þá mun ég gera þetta svona 5x á dag næstu daga…
 • Gera „vorhreingerningu“ í skápum og skúffum – maður þarf alltaf að losa sig við eitthvað.. það er hægt að bóka bás í Extraloppunni eða Barnaloppunni í sumar og byrja að undirbúa úr skápum og skúffum!
 • DIY – það eru til svo margar skemmtilegar hugmyndir af allskonar DIY á pinterest!
 • Þrífa bakaraofninn, eða aðra staði sem maður er ekki oft að „nenna“ að þrífa – hægt að skoða til dæmis Instagram hjá Sólrúnu Diego ef maður veit ekki hvernig maður gerir það
 • Búa til „leir“ fyrir handa/fótafar – við ætlum að búa til í vikunni leir til að gera handa og fótafarið hjá Elmari, ég fann uppskriftir á pinterest!
 • Hreyfing – heimaæfing, eða bara göngutúr! Svo frískandi
 • Lesa bók/bækur – persónulega þá les ég ekki bækur, en ef þú ert ein/n af þeim sem les, þá endilega!
 • Opna bloggsíðu/youtube channel/TikTok eða aðra afþreyingu – ef áhuginn er til staðar þá mæli ég eindregið með!
 • Mála/Lita/Teikna – það getur verið svo gott fyrir til dæmis andlegu heilsuna að dunda sér í smá stund og dreifa huganum. Rakel Tómas er með áskoranir á Instagraminu sínu og undir hashtagginu #litasamkoma
 • Skipuleggja sig/Búa til Bullet Journal – ég elska, elska, elska skipulag! Ég er til að mynda með Bullet journal, sem ég geri bara í iPadnum. Ég var áður fyrr að notast við bækur með „dotted“ blaðsíðum, en ákvað að færa mig yfir í „digital“ Bullet Journal og er það svo þæginlegt, engin pappírseyðsla, engin eyðsla í allskonar penna ofl. Ég nota appið Good Notes 5. – Einnig er hægt að nota bara hvaða blað sem er! Mæli með að skoða Bullet journal á Pinterest
 • Versla á netinu – það er alltaf skemmtilegt!
 • Búa sér til óskalista – það er alltaf skemmtilegt að láta sig dreyma um allt sem manni langar í!
 • Hlusta á podcast – mæli með Bara Við, Kviknar, Þokan og fleiri podcöstum, líka hægt að finna helling á YouTube
 • Læra á hljóðfæri – ef það er til taks
 • Læra á eitthvað forrit – eitthvað forrit sem þig langar að kunna á en hefur ekki „tíma“ á öðrum stundum
 • Taka námskeið á netinu – til dæmis photoshop eða önnur námskeið sem ykkur líst vel á/langar að taka
 • Mála sig – leika sér eða læra að farða sjálfan sig eða þann sem er heima með þér
 • Skincare – huga að húðinni, sem er mjög mikilvægt, setja á sig maska eða annað
 • Tala við fjölskyldu eða vini á FaceTime – svo notalegt, við Elmar tölum eiginlega alla daga, stundum oft á dag við mömmu mína í gegnum FaceTime
 • Njóta og slappa af! – umfram allt, þá þurfum við að njóta augnabliksins og slappa aðeins af, bara fyrir okkur sjálf ❤️

Hér eru allavegana „nokkrar“ hugmyndir af því sem er hægt að gera! Ég ætla að nýta mér þennan lista ef ég fer að farast úr leiðindum aftur haha.

Þangað til næst, finniði mig á instagram @annarosaosk

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s