Lífið, Valdís Ósk

uppáhalds vörurnar á meðgöngunni

Núna þegar litli strákurinn er loksins mættur þá langar mig mjög mikið að taka saman vörur sem ég dýrkaði á meðgöngunni.

Meðgöngupúði: Ég byrjaði mjög snemma að nota meðgöngupúðann sem ég fékk lánað frá systur minni, hann er langur og mjög mjúkur sem er þæginlegt að kúra með á næturnar. Hann er algjör draumur þegar ég er slæm í grindinni.

Snúningslak: Ég vildi óska þess að ég hefði verið búin að fjárfesta fyrr í snúningslak. Mig minnir að ég hafi keypt mér lakið þegar ég var að nálgast 30 viku.

Gjafatoppur/Gjafabolur: Strax eftir 12 vikna sónar fór ég í Lindex og fjárfesti mér í bæði gjafatopp og gjafabol. Ég fékk frekar snemma óþægindi undan brjóstarhaldaranum mínum, þannig þeir fóru mjög snemma í geymslu.

Magnesíum : Kringum 32 viku fór ég að finna fyrir kláða, alveg frekar miklum kláða, einnig handa og fótapirring. Ég hringi niður á deild og fæ nokkrar ráðleggingar sem mig langar að deila með ykkur.
– Magnesíum slökun: Ég byrjaði mjög rólega í því, byrjaði á hálfri teskeið og hækkaði svo skammtin rólega. Fann snemma mun á svefninum þegar ég tók Magnesíum slökun inn.
– Magnesíum flögur í baðið: Ein ráðlagði mér að fjárfesta í einn slíkan poka út í apóteki, sem ég gerði. Hún ráðlagði mér að fara 1x – 2x á dag í volgt bað með flögunum. Ég gerði það, en fór reyndar bara 1x á dag þar sem ég hafði ekki mikla þolinmæði til að liggja lengi í baðinu.
– Magnesíum olíusprey: ég hafði keypt mér þetta fyrir alveg sirka tveimur árum síðan vegna fótapirring sem ég var þá með. Mér fannst spreyið virka þá en alls ekki á meðgöngunni. Ég var þá með svo mikin fótapirring að það þurfti aðeins meira en þetta sprey til að virka á pirringin. P.s mæli alls ekki með að vera ný búin að raka lappir og spreyja svo á, stingurinn er mjög mikill.

Hitapúði: Ég var ein af þeim sem fékk svakalega í grindina, og þá sérstaklega þegar það var kalt úti. Ég bæði notaði mikið af hitapúðanum og eins líka grjónapung. Ég gat legið tímunum saman með hitan á grindinni og mest á lífbeininu. Ég fann rosalega hvað það liðkaði til hjá mér.

þangað til næst ❤

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s