Halló, ég heiti…

Elsku barnið okkar sem hefur iðulega verið kallaður Bjössi fékk loksins nafnið sitt í dag. Það hefur verið mikið vesen að gefa honum nafn en upprunalega stóð til að skíra hann 22. mars. Þegar við sáum fram á að það gengi ekki upp sökum Covid-19 ákváðum við að halda nafnaveislu heima á sama degi en bjóða einungis nokkrum úr allra nánustu fjölskyldu. Fangelsismálastofnun tók svo ákvörðun um það að fella niður öll leyfi fanga svo að Halldór gat ekki fengið að koma. Þriðja útfærsla fól í sér að ég myndi bjóða fjölskyldunni minni ásamt einni vinkonu heim og við myndum hringja í rest. Í gærkvöldi kom svo upp sú staða að smit greindist á Hvammstanga og enn einu sinni þurftum við að aðlaga plönin eftir veirunni. Við mæðgin stefnum á að loka okkur inni á næstunni og því ákváðum við að drífa í því að segja fjölskyldunni áður en við héldum heim í sjálfskipað sóttkví. Ég hélt smá ræðu fyrir fjölskylduna þegar ég tilkynnti þeim nafnið og læt ræðuna fylgja hérna með.

Þegar kom í ljós að von væri á barni fórum við foreldrarnir fljótt að leggjast yfir nafnalista. Ég notaði wikipedia og Halldór notaði einu nafnabók í eigu fangelsismálastofnunar en sú bók var frá árinu 1700 og súrkál. Við vorum fljót að finna ýmis nöfn á litlu stelpuna okkar og nánast búin að tilkynna nafnið þegar í ljós kom að litla stelpan okkar væri alls ekkert stelpa. Þá vönduðust málin og í kjölfarið fylgdu langar og margar samræður, sumar vinalegri en aðrar um hvað barnið ætti að heita. Ég átti von á sjóðheitum spánverja sem ætti eftir að eiga framtíðina fyrir sér í tónlist og þyrfti að hafa listamanns nafn til að undirstrika hæfileikana. Halldór átti hinsvegar von á stjórnmálamanni, mögulega sjávarútvegsráðherra eða álíka spennandi sem fengi skalla og ístru fyrir fertugt. Að lokum urðum við þó sammála um 3 nöfn og eftir að hafa kynnst litla manninum vorum við sammála hvaða nafn þessi drengur ætti að bera.

Aðeins að nafninu. Einungis eru 3 aðrir á landinu sem nú bera þessa nafnasamsetningu en það var hjartans mál fyrir mömmuna að barnið fengi ekki nafn sem hópur fólks bæri, þá væru minni líkur á að það væri einhver frægur nú þegar með þetta nafn þegar frægðarferill barnsins hæfist. Mamman var svo upptekin af því að huga að framtíð barnsins sem poppstjörnu að hún klikkaði alveg á því að fletta upp merkingu nafnsins áður en nafnið var ákveðið. Skírnarkertið var í vinnslu og nafnasnuðin komin í póst þegar kom í ljós að merking nafnsins er “Drottinn er náðugur”.. Jæja, það varð að hafa það þótt svo að trúleysinginn væri ekki par sáttur með þetta. Við smá gúggl kom einnig í ljós að fyrsti íslenski ráðherrann bar þetta nafn svo Halldór fékk sínu fram með stjórmálamanns nafnið.

Þar sem barnið hafði verið kallað Bjössi í móðurkviði ákváðum við að halda í eitt stutt nafn með upphafsstafinn B. Þar sem barnið er vatnsberi er einnig viðeigandi að þetta nafn merkir brim eða brotsjór.

Einnig þótti okkur fallegt að skíra eftir einhverjum sem hefur reynst okkur vel og við teljum að verði mikilvægur partur af lífi stráksins okkar, ekki er verra að tveir afar hans bera nafnið sem nafn barnsins er stytting á en hann heitir Hannes Breki.

 

Þangað til næst!

Karen Ásta

Fylgist með mér á instagram @karenasta

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s