Skírnin hans Elmars Jökuls

Elmar Jökull var skírður 12.október 2019, þegar hann var að verða 2 mánaða. En hann fékk nafnið sitt í bumbunni og var hann strax við fæðingu kallaður nafninu sínu. Við ætluðum að hafa bara nafnaveislu, en ákváðum á síðustu stundu að breyta því í skírn. Hann skírðist í Árbæjarkirkju og var veislan haldin í salnum þar. Guðfeður Elmars eru stóri bróðir minn og afi Elmars (stjúppabbi Samúels) og við gætum ekki verið ánægðari með val á guðfeðrum. Við eigum rosalega stóra fjölskyldu svo þetta voru bara þeir nánustu og nokkrir vinir sem við buðum, við gátum ekki verið að bjóða lengra í fjölskylduna heldur en systkini foreldra okkar, samt voru þetta um 70 manns.
Dagurinn var æðislegur í alla staði, Samúel hélt á honum undir skírn, við áttum góðan dag með okkar nánustu og Elmar fékk svo fallegar gjafir.
Ég bjó til gestabókina hans sjálf, mamma skrifaði fyrir mig inn í hana og ákváðum við að fá lánaða polaroid myndavél frá frænku minni og létum gesti taka myndir af sér og skrifa fallega kveðju til Elmars, mjög dýrmætt. Það reyndar gleymdust sumir af nánustu sem voru að hjálpa okkur að hafa allt á hreinu í skírninni.. En það er hægt að bæta það upp bara.
Við fengum ótrúlega mikla hjálp frá fjölskyldunum okkar við að gera veitingar, en ég bjó sjálf til skírnarkökuna. Hún heppnaðist ekki eins og ég vildi hafa hana, en hún var bragðgóð allavega! Einnig gerði ég rice krispies kökur með rjóma, svo góðar.
Ég prentaði hjá prentagram.is myndir af honum sem ég var búin að taka og hengdi upp á vegg. Tengdó lét búa til kerti með mynd af honum á, ótrúlega fallegt og er það skraut í herberginu hans núna.
Elmar skírðist í brúðarkjól ömmu minnar, sem að öll börn, barna og barnabarnabörn hennar hafa verið skírð í. Hann var svo í ótrúlega sætum skóm sem mamma keypti fyrir hann þegar að ég var ólétt af honum – ekta “skírnar” skór. Ég keypti svo bara blöðrur í Tiger með upphafsstöfunum “EJ” – Emar Jökull og var með á hurðinni þegar fólk labbaði inn í sal.
Við vorum allavega mjög ánægð með daginn, og langar mig að sýna ykkur myndir frá deginum.

Myndirnar sem ég prentaði á Prentagram.is
Feðgar
Skírnarkakan..
Litla fjölskyldan
Steinsofnaði fyrir skírn…
Blöðrur úr Tiger
Dressið
Partur af veitingunum..
Fallega bókin og kertið
Fjölskyldan ánægð með daginn
Drengurinn svaf bara.. þangað til skírnin var búin og við komin niður í sal.
Frændurnir Elmar Jökull og Rúnar Steinn, Rúnar Steinn er viku eldri en Elmar.

Þangað til næst, finnið mig á Instagram @annarosaosk

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s