Fæðingarsaga – Fyrri hluti

Bjössinn okkar, sem heitir alls ekkert Bjössi, varð 6 vikna á laugardaginn og því ekki seinna vænna en að fara að koma þessari fæðingarsögu frá mér. Þegar ég byrjaði að skrifa fæðingarsöguna mína átti ég erfitt með að átta mig á því hvar skyldi byrja og var færslan komin í 1086 orð þegar ég var einungis rétt að byrja á fæðingunni sjálfri svo ég ákvað að skipta þessu í tvær færslur, sú fyrri um meðgönguna og aðdraganda fæðingu og seinni færslan um fæðinguna sjálfa. Það er kannski umdeilt hvort ég ætti að deila þessu og ég hef farið fram og aftur með það en þetta er ekki sorgarsaga þótt svo að það hafi komið upp erfiðleikar. Ég vil vera opin með allt ferlið, þetta er nú einu sinni ferlið sem gaf mér son minn og það er ekkert nema fallegt og gott við það.

Processed with VSCO with b5 preset

Ég ætla að byrja þetta þegar ég er að komast að því að ég sé ólétt. Ég hafði haft einhverja smá tilfinningu fyrir þessu og Halldór hafði fundið þetta á sér og nefnt þetta við mig. Ég varð aðeins sein á blæðingum en var með mikla túrverki svo ég var viss um að ég færi að byrja. Vinkona mín bauð í eurovision partý 18. maí. Þarna hafði ég ekki heyrt frá Halldóri í viku og var ekki í góðu andlegu jafnvægi í kjölfarið af því svo ég ákvað að drekka ekki mikið. Þótt magnið væri lítið þá fór það svakalega illa í mig og ég var ónýt í heilan sólarhring eftir á. Þarna fór ég aðeins að átta mig á því að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera.

24. maí fór ég á Siglufjörð til að fara í útskrift hjá Söndru frænku minni. Á leiðinni stoppaði ég á Sauðárkróki og keypti óléttupróf. Þegar ég kem á Siglufjörð segi ég Söndru að ég ætli að taka óléttupróf en var samt viss um að ég væri ekki ólétt heldur ætlaði ég bara að sjá hvort ég myndi kannski byrja á blæðingum við að sjá neikvætt próf. Ég náði þó ekki að standa upp af klósettinu áður en það kom alveg blússandi jákvætt. Pakkinn sagði að það tæki einhverjar 3-5 mínútur að fá niðurstöðu og einhvernvegin fannst mér meika sens að línan gæti allt eins horfið svo ég ákvað að láta þessar mínútur líða. Þegar ég sé þó að línan dökknar bara þá garga ég á Söndru. Við áttum báðar erfitt með að trúa þessu og sátum við eldhúsborðið og hlógum að þessum furðulegum aðstæðum og reyndum að átta okkur á þessu. Við töluðum um framtíðina og vorum báðar mjög spenntar fyrir þessu um leið og við fórum að ræða þetta.

IMG_1374 2

Ég sagði svo engum nema nánustu vinkonum mínum og beið eftir því að geta sagt Halldóri. Þann 1. júní hafa foreldrar hans svo samband við mig og segja mér þá að hann sé í gæsluvarðhaldi. Þetta var mikið sjokk og á eftir fylgdu erfiðir tímar. Það eru blendnar tilfinningar að líta til baka en ég var alltaf harð ákveðin í að eiga þetta barn og skildi þetta tvennt algjörlega í sundur svo ég hélt alltaf í spennuna og gleðina sem fylgdi því að eiga von á barni. Ég á enga skemmtilega sögu af því að hafa sagt fjölskyldunni því þessar fréttir komu allar í einum graut en sem betur fer gátu lang flestir tekið þessum fréttum vel og glöddust með mér yfir barninu sem við áttum von á.

Processed with VSCO with c1 preset

Þegar Halldór losnaði úr einangrun var ég að byrja aftur að vinna eftir að hafa tekið mér veikindaleyfi á meðan ég náði áttum. Ég var á kvöldvakt og hann hringdi í mig seinnipartinn. Ég læsti mig þá inni á klósetti og sagði honum að ég væri ólétt. Hann tók því mjög vel og sagðist strax styðja mig sama hvaða ákvörðun ég tæki en var mjög spenntur þegar ég sagðist ætla að eiga barnið.

IMG_1771

Meðgangan gekk ágætlega þrátt fyrir mikla ógleði og stanslaus uppköst fram að 20. viku. Ég vann fram að 30. viku en þá var ég komin með grindarlos og þurfti að fara í veikindaleyfi. Veðrið hagaði sér illa í lok meðgöngunnar og 13. janúar var ég send upp á Akranes að bíða því það átti að loka heiðinni. Ég gisti þar í 2 nætur en þegar veður skánaði þurfti ég að fara aftur enda bara gengin rúmar 38 vikur og ekki hægt að leyfa mér að bíða þarna í hátt í 4 vikur. Það var þó ákveðið að ég færi ekki alla leið heim aftur svo ég þyrfti ekki að fara margoft fram og til baka yfir heiðina. Ég varð eftir hjá ættingjum í Borgarnesi, var svo nokkrar nætur í Reykjavík og fór svolítið fram og til baka þarna þar til ég fékk aftur inn í bústaðnum á Akranesi. Á þessum tíma var ég búin að prufa nærri því öll ráðin í bókinni, ananas, nudd, döðlur, hnébeygjuæfingar, göngutúra og meira að segja laxerolíu. Ég tek fram að ég mæli alls ekki með svona tilraunum án þess að vera í samráði við ljósmóður.

Processed with VSCO with b5 preset
30. janúar í riti þar sem komu fram vægir samdrættir en alveg verkjalausir

Miðvikudaginn 30. janúar ákváðu dásamlegu ljósmæðurnar á Akranesi að reyna að hjálpa mér að koma þessu af stað og var ákveðið að hreyfa við belgnum og mér boðið upp á nálastungur. Þarna var ég komin með 1 í útvíkkun og orðin ágætlega hagstæð.

IMG_8658
Fyrsta kvöld í verkjum 30. jan

Eftir nálastungurnar fór ég að finna skrýtna verki í bakinu. Þeir urðu svo óþægilegir að ég lá á gólfinu til að reyna að koma mér í stellingar til að líða betur. Þeir duttu svo niður þegar leið á kvöldið. Daginn eftir fórum við mæðgur til Reykjavíkur og aftur fór ég að fá verki sem ég var þá handviss um að væru hríðarverkir. Ég var byrjuð að laumast í símann inni í bíósal til þess að taka tímann en í lok myndarinnar voru verkirnir byrjaðir að ganga til baka. Ég varð ótrúlega pirruð og upplifði það að ég myndi bara aldrei eiga þetta barn. Þarna var þó bara rétt yfir sólarhringur í að ég fengi litla strákinn minn í fangið en meira um það seinna.

 

Þangað til næst!

Karen Ásta

Fylgist með mér á instagram @karenasta

Ein athugasemd við “Fæðingarsaga – Fyrri hluti

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s