Fyrstu 6 mánuðirnir

Núna er Elmar að verða 7 mánaða á sunnudaginn, 15.mars og langaði mig að deila með ykkur smá um fyrstu 6 mánuðina. Framfarir og annað. Hann fæddist 15.ágúst 2019 með hraði. Ég var gangsett um morguninn 14.ágúst og hann fæddist klukkan 05:08 þann 15.ágúst. Þið getið lesið meira um það í Fæðingarsögu blogginu mínu hér.

Fyrsti mánuðurinn:
Fyrstu nóttina heima svaf Elmar alla nóttina. Svo í ca 2-3 vikur vaknaði hann 1-2x á nóttu til þess að drekka, en hann fór alltaf að sofa um ca miðnætti og vaknaði á bilinu 10-12.. Algjör svefnburka. Hann var svo vær og góður, drakk nóg og svaf nóg. Heillaði alla sem hann hitti! Hann náði fæðingarþyngdinni 4 daga gamall og meira en það og stækkaði svo hratt. Hann byrjaði mjög snemma að halda haus, eða rétt eftir fæðingu… Hann var orðinn 4,4 kg og 55,5cm í 4 vikna skoðuninni. (fæddist 3535g og 50cm).

Annar mánuðurinn:
Hann hélt áfram að vera vær og góður, hann byrjaði að rúlla sér aðeins 2 mánaða. Hann hélt áfram að heilla alla upp úr skónum, stækkaði svo hratt og þyngdist vel og fylgdi sinni kúrvu. Í 9v skoðun var hann 5,3 kg og 59,3cm. Hann var svo sterkur, var duglegur að halda á dóti og tók úr og setti sjálfur í sig snudduna stundum.. Hann var skírður 12.október (8v+2d gamall) var byrjaður að brosa út af eyrum og byrjuðum við í enda október að hitta mömmuhópinn okkar og kynnist hann öðrum 10 börnum (frændi hans er í þeim hóp, sem er viku eldri en Elmar)

Þriðji mánuðurinn:
3 mánaða hætti minn maður að vera kjurr.. Byrjaður að reisa sig upp til að sitja, að liggja var bara ekki í boði hjá honum. Byrjaður að snúa sér reglulega, hjalaði svo mikið og með fallegasta bros í heimi, svo brosmildur. Hann nýtti öll tækifæri í að reyna að standa.. Hitti vini sína í mömmuhópnum á hverjum miðvikudegi og var glaðasta barn í heimi (og er enn). Hann var orðinn 6 kg, 62,9 cm í 3 mánaða skoðuninni og fékk sínar fyrstu sprautur. Elmar byrjaði að borða graut 1x á dag um 3 mánaða. 

Fjórði mánuðurinn:
Fjórði mánuðurinn byrjaði þannig að Elmar fór til Glasgow og Edinborgar með okkur Samúel, ömmu, langömmu og frænda. Hann var svo góður í fluginu, hann svaf bara í báðum flugunum og leið svo vel í útlöndum. Hann bræddi allar konur í bæði Glasgow og Edinborg, auðvitað. Elmar byrjaði að borða mauk og skvísur um 4 mánaða ásamt því að halda áfram að borða graut.  Svo fórum við heim til Íslands en stoppuðum stutt þar því svo fórum við til Danmerkur að hitta frænkurnar og frænda (systir mína og börnin hennar). Elmar var eins og engill í þeim flugum líka.. Svaf þar til við lentum. Hann hitti frænkur sínar og frænda í fyrsta skipti, var mjög hrifinn af þeim. Var duglegur að sitja með stuðning, hjala, hlæja, brosa og var svo duglegur að leika sér og byrjaður að grípa og borða tásurnar sínar haha. Uppáhalds var samt að grípa í munninn, nefið og hárið á mömmu 🙂 Svo auðvitað voru fyrstu jólin hans, hann tók þátt í öllum jólahefðum sem við foreldrarnir höfum verið með, niður í bæ á þorláksmessu, aðfangadagur byrjaði hjá ömmu Lindu, svo fórum við til ömmu Erlu og afa Leó og enduðum kvöldið hjá langömmu Ásdísi, langafa Binna og afa Inga. Svo var brunch hjá langömmu Rósu á jóladag, jólaboð um kvöldið hjá langömmu Öldu á jóladag. Jólin voru rosalega löng þegar maður þarf að fara á marga staði en okkar maður var bara mjög sáttur. Við enduðum svo árið á því að eyða fyrstu áramótunum í Keflavík hjá Unu frænku með ömmu Erlu, afa Leó og frændum og frænkum. 

Fimmti mánuðurinn:
Elmar var orðinn 7,1 kg og 68,6cm í 5 mánaða skoðuninni, fékk aftur sprautur og stóð sig svo vel eins og í fyrra skiptið. Hann byrjaði í ungbarnasundi og var svo duglegur (fórum fyrst í sund viku áður en ungbarnasundið byrjaði og hann var svo duglegur þrátt fyrir að vera smá hræddur við vatnið). Á þessum 5 mánuðum stækkaði hann og þroskaðist svo rosalega mikið! Hann var alveg byrjaður að sitja sjálfur 5 mánaða, byrjaður að bakka-skríða og reyndi að skríða áfram, fékk fyrstu tönnina í enda janúar, byrjaður að borða 2x á dag, og stækka um ca 20 cm frá fæðingu!! Uppáhald: gíraffinn Sophie og sveskjuskvísa. 

Sjötti mánuðurinn:
Elmar var orðinn 7,9 kg og 71cm í 6 mánaða skoðun, fékk sprautu aftur og stóð sig vel eins og í hin skiptin! Hann er byrjaður að skríða, hann fékk tönn númer 2, hann er byrjaður að borða 3x á dag, hann sagði “abba” þegar að langamma var að reyna fá hann til að segja amma, þá svaraði hann með “abba”. Hann vill helst byrja að labba og stendur alltaf þegar hann fær tækifærið til að standa.. Hann getur staðið í nokkrar sekúndur upp við hluti og reynir þegar hann skríður að standa upp… En skríður eins og herforingi og er ekkert smá fljótur! Hann situr og leikur sér svo vel, hann er svo duglegur og bræðir alla, alla daga. Hann elskar að kúra með mömmu, tosa í öll hár, grípa í allt, elskar að borða kinnina og nebban á mömmu sinni og er heimsins besta barn. Hann er byrjaður að koma að manni með opinn munn þegar maður gerir kyssu-hljóð haha. En einnig.. þá greindist hann með RS vírusinn í enda febrúar-byrjun mars og er hann ennþá að jafna sig. Hann er mikið skárri og allur að koma til, en lystarleysið er ennþá í gangi, hann er kominn á byrjunarreit eiginlega hvað varðar að smakka mat.. Og þykir mér það ótrúlega leiðinlegt þar sem hann var orðinn svo duglegur að borða allskonar, en ég er ánægð svo lengi sem hann borðar ❤️

Ég trúi því varla að hann sé að verða 7 mánaða! Hann er orðinn svo stór og flottur, mér líður samt svolítið eins og ég hafi þekkt hann allt mitt líf.

Þangað til næst, er ég á instagram @annarosaosk

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s