Kvöldrútína fyrir betri svefn hjá 1 mánaða

Nú þegar við erum að koma okkur fyrir í nýju íbúðinni kemst meiri regla á lífið og við mæðgin að komast í rútínu. Mikilvægasta rútínan af þeim öllum er kvöldrútínan og í kjölfarið svefnrútínan hjá barninu. Það er ekki bara fyrir barnið gert heldur hafa foreldrarnir líka ótrúlega gott af rútínu, við erum jú bara þróaðri útgáfa af blessuðum börnunum og erum eins forrituð í grunninn.

Ég hef verið að glugga í bókina Draumaland eftir Örnu Skúladóttur sem ég mæli eindregið með. Í þeirri bók er ýmislegt sem ég hef tileinkað mér og sett inn í okkar rútínu. Við byrjuðum að reyna þetta af alvöru þegar við fluttum inn og frá fyrsta kvöldi hefur barnið sofið 6-8 klukkutíma í einu á nóttunni og bæði móður og barni líður mikið betur kvölds og morgna. Hér er rútínan okkar og það sem hefur virkað á molann minn.

 

Kvöldrútína

  1. Klukkan 11 byrja ég alltaf á því að þrífa barnið en það er þó mismunandi hvort ég baði hann eða ekki. Ljósmóðirin okkar ráðlagði að baða hann ekki nema u.þ.b. einu sinni í viku, það er þó orðið um tvisvar sinnum í viku núna en þau kvöld sem ég baða hann ekki þá þríf ég hann aðeins með blautum þvottapoka. Á meðan ég baða hann sýð ég vatn fyrir pela í katli.
  2. Eftir þvottinn helli ég vatninu í pela og læt standa svo það kólni aðeins áður en ég blanda pela. Á meðan vatnið kólnar ber ég olíu á hann og nudda hann. Þegar ég nudda hann nota ég langar strokur og hef bara farið eftir því sem mér finnst honum líka best, ég t.d. eyði aðeins meiri tíma í að nudda iljarnar og halda um fæturnar á honum. Ég nota nuddolíu frá Lansinoh en hún fæst hér.
  3. Eftir nuddið leyfi ég honum aðeins að sprikla berum og blanda pela á meðan. Eftir það klæði ég hann og gef mér góðan tíma í að gera það allt í rólegheitum og spjalla og syngja fyrir hann á meðan.
  4. Þegar hann er klæddur slekk ég ljósin og kveiki á white noise annaðhvort í símanum eða tölvunni. Ég nota þetta myndband á youtube. Ég byrja alltaf á því að gefa honum brjóst og gef honum svo pela. Þegar hann er búinn að drekka læt ég hann ropa og legg hann svo í rúmið sitt. Eftir það reyni ég að gera sem minnst fyrir hann og gef honum næði til þess að sofna sjálfum, ef hann kvartar reyni ég að gefa honum bara snuð og fara svo aftur fram. Það hefur bara einu sinni gerst að hann róaðist ekki svo ég þurfti að taka hann upp en þá þurfti ég bara að gefa honum aðeins meira að drekka og hann sofnaði eftir það.

 

Morgunrútínan er afslappaðri og fer mikið eftir hans þörfum hverju sinni en í því felst að sjálfsögðu alltaf að gefa honum að drekka og skipta á honum. Hér eru þó nokkrir punktar sem ég hef lagt áherslu á og finnst virka.

  • Á morgnanna kveiki ég ljós og spjalla við hann meðan ég sinni honum. Það skilur á milli dag og nótt, s.s. á kvöldin er dimmt og hljótt og á morgnanna er bjart og spjall eða önnur hljóð í kringum hann. Ég hef líka stundum nýtt tímann í að hlusta á podcast þátt á meðan.
  • Á daginn sefur hann ekki við sömu aðstæður og á nóttunni. Ég reyni að láta hann sofa þá á öðrum stöðum en rúminu sínu en þegar hann sefur í rúminu á daginn breyti ég aðstæðum þar með því að skipta sænginni út fyrir teppi og tekið rúmið fram í stofu þar sem það er á hjólum eða hef kveikt ljós og opið inn í herbergi.
  • Á kvöldin hef ég engar truflanir fyrir hvorugt okkar. Engin óþarfa hljóð, enginn sími eða tölva nema bara til að spila white noise fyrir hann. Þetta er algjörlega okkar tími og við njótum þess í rólegheitum saman.
  • Ég reyni að halda honum vakandi í 3 klukkutíma fyrir svefntíma. Ég hef fært svefntímann um hálftíma fram eða aftur ef ég næ ekki að halda honum vakandi þessa 3 klukkutíma.

 

Vonandi getur þessi færsla hjálpað einhverjum þreyttum foreldrum þarna úti, eða bara einhverjum sem vilja koma betri reglu á svefnmynstur hjá barninu sínu. Þó eru auðvitað öll börn misjöfn og það sem hentar mínum þarf ekki að henta öðrum börnum.

Þangað til næst!

Karen Ásta

Fylgist með mér á instagram @karenasta

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s