Lífið, Valdís Ósk

Fæðingarsagan mín!

Jæja, loksins fann ég mér tíma til að setjast niður og segja ykkur frá fæðingarsögunni minni. Veit að það eru alveg nokkrir sem eru að bíða þannig ég ætla reyna segja ykkur frá því sem ég man eftir hingað til.

Kvöldið 18. febrúar fæ ég væga ristilkrampa sem ég var svosem orðin nokkuð vön þar sem ég var búin að fá þá reglulega yfir meðgönguna, fékk þá líka að ég gíska vegna þess að ég var nýlega búin að taka inn magnesia medic sem ég fékk upp á skrifað vegna ristilkrampa og svo var ég líka búin að taka inn magnesíum slökun sem mér fannst algjör snilld fyrir fóta- og handapirring. Ég næ að sofna aðeins aftur en vakna svo klukkan 2 um nóttina vakna ég við túrverkjarseiðing undir bumbunni. Þá hélt ég að þetta væri bara enn einn samdráttur vegna þess að ég þurfti að pissa, en svo var ekki. Ég leggst aftur upp í rúm og tek tímann á milli verkja sem voru þá 5-7 mínútur á milli, semsagt mjög óreglulegir. Ég næ að koma mér aftur á fætur klukkutíma seinna til mömmu og vek hana þar sem ég var þarna orðin viss um að eitthvað væri að gerast og fannst mér orðið óþæginlegt að vera vakandi ein. Mamma hringir fyrir mig niður á deild þar sem það var orðið styttra á milli verkja og orðið óþæginlegt að tala. Við fáum að koma niður á deild til að fá staðfestingu að ég væri byrjuð í fæðingu.

þarna var ég gengin 39+6 daga, í miðjum flutningum.

Pabbi skutlar okkur niður á deild og kemur með okkur upp þangað til barnsfaðir minn kemur. Ég fæ þar staðfest að ég sé komin með 4 í útvíkkun og er því byrjuð í fæðingu. Bæði ég og ljósmóðirin vorum svo ánægðar að ljósmóðirin gaf mér highfive í tilefni þess.

Ljósmóðirin færir okkur inn í fæðingarstofuna sem við fáum og þar er mér boðið að fá mænurótardeyfingu sem ég tek því fagnandi þar sem verkirnir voru orðnir svo vondir að ég næ ekki að standa í lappir né legið kyrr. Svæfingarlæknirinn setur upp deyfinguna sem gekk vel þegar hún virkaði báðum meginn og á meðan hún virkaði.

Klukkan 8 sirka voru vaktarskipti og þá kemur ljósmóðirin inn sem ég var einmitt búin að dreyma um að hafa í fæðingunni. Hún kemur og mælir útvíkkun og var ég þá komin með 5-6 í útvíkkun, viðurkenni ég hefði viljað verið með meira í útvíkkun en það en ég meina lítið sem ég getið ráðið við. Ljósmóðirinn sendir mig á klósettið svo ég gæti aðeins pissað þótt að ég gæti alls ekki pissað. Þegar ég sest á klósettið sé ég blóðugan slím köggul í bindinu hjá mér. Þá hafði þetta verið slímtappin sem var að fara. Viðurkenni það var alls ekki girnilegt að sjá, enda ældi ég þegar ég sá hann.

Sirka 3 klukkutímum áður en hann kom í heiminn var ákveðið að sprengja belginn þar sem hann var fastur hægra meginn í grindinni. Pabbi kom aðeins til okkar þegar hann var að koma með að drekka fyrir mömmu og Þorlák. Ég man eftir að þegar ég sá hann fór ég að hágráta því ég var svo ánægð að sjá hann. Þegar ég var komin með 9 í útvíkkun þá gefur ljósmóðirinn mér grænt ljós til að byrja að rembast þar sem hann var ennþá frekar fastur og ég komin með þessa „kúkatilfinningu“

Ég man lítið sem ekkert með rembingin þar sem ég var orðin þarna rosalega þreytt. Eina sem ég man að ég heyrði oft að hann væri alveg að koma og allir sögðu að þau sáu hann vera á leiðinni.. það var alveg yfir 30x sem ég heyrði alla segja það. Ég man eftir að allt í einu stekkur ljósmóðirinn af stað og hringir á auka fólk, ég skildi ekki neitt en þá hafði hans púls tekið svakalegan stökk niður en sem betur fer lagaðist það hjá honum. En til öryggis vildi ljósmóðirinn hafa auka fólk inni hjá okkur sem fór alls ekki fyrr en hann var kominn í fangið mitt.

Eftir marga rembinga í tvær klukkustundir sirka, einu barni ríkari, kom besta barn í heiminn kl 14:06 þann 19. Febrúar. Ég er svo þakklát fyrir allt fólkið sem var til staðar þar sem ég var orðin virkilega orðin þreytt. Þrátt fyrir hversu sársaukafullt þetta var þá var þetta allt svo mikið þess virði.

Þangað til næst❤️

– Valdís Ósk ❤️

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s