Sunnudags roadtrip

Við ákváðum að fara í smá sunnudags roadtrip um Reykjanesið, en enduðum bara á því að fara á 2 staði þar sem við urðum rennandi blaut á stað númer tvö! 😂..

Við fórum semsagt að skoða Gunnuhver og Brimketil. Það er alltaf gaman að skoða umhverfið sem við höfum hérna á Íslandi, ég elska það! Eitt af mínum uppáhalds hlutum til að gera er að skoða staði hér á landi og taka fallegar myndir. Ég vildi að ég væri búin að gera meira af því, mig langar svo að fara hringinn og það eru svo margir staðir sem ég hef aldrei skoðað.. til dæmis Jökulsárlón. En við eyðum kannski bara sumrinu í það að skoða meira, vonandi!

Þegar við komum á sýningarpallinn á Brimketil þá var mjög mikill öldugangur þar.. Við urðum rennandi blaut á því að vera þar, og það var ekki hægt að sjá hann almennilega. Ég ætla að sýna ykkur líka mynd frá því hvernig hann var síðast þegar við skoðuðum hann og hvernig hann var núna.
Hér koma myndir frá Gunnuhveri og umhverfinu þar:

Og hér koma myndir frá Brimketil:

Hérna er svo Brimketill síðast vs Brimketill núna..

Núna… aðallega bara öldur og yfirfullur af vatni.
Síðast… þá sást í steinana á milli og í botninn.

En þetta er eitt af því sem ég elska.. að sjá landið okkar í mismunandi veðrum, það breytir landslaginu algjörlega en það er alltaf jafn fallegt, yfirfullt af vatni eða ekki!

Þangað til næst, finnið mig á Instagram @annarosaosk

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s