Ný íbúð!

Við litla fjölskyldan vorum að kaupa okkur nýja íbúð! Við vorum að flytja úr Njarðvík í Innri Njarðvík. Það var kominn tími til að stækka við sig og ákváðum við að kaupa nýja íbúð, hún er það ný að svalirnar eru ekki einu sinni ennþá tilbúnar og við fluttum inn á laugardag. En við vonum að þeir fari að klára að setja glerið á þær svo að við getum farið að skoða svalirnar, þar sem það er frekar hættulegt þá erum við ekki einu sinni að opna þær á meðan.

Við skrifuðum undir kaupsamning á föstudag, fluttum alla poka og kassa um kvöldið og fluttum svo allt stóra dótið inn á laugardag. Samúel var samt því miður einn fyrstu nóttina þar sem við Elmar vorum á Barnaspítala Hringsins á laugardagsnóttina þar sem hann er með RS vírusinn. En fyrsta nóttin okkar allra á sunnudag var mjög góð, við sváfum öll vel og Elmar er loksins farinn að taka rúmið sitt í sátt og sefur þar þangað til hann vaknar um morguninn fyrir morgunpelann!

Við erum aðeins búin að koma okkur fyrir, en ef ég þekki mig rétt á ég eftir að endurraða örugglega sirka 10x í þessari viku.. svo ekki vera hissa ef íbúðin lýtur öðruvísi út á föstudag þegar ég er með Instagram story á Uglur.is Instagraminu.. En mig langar til að sýna ykkur íbúðina og hvað er komið í hana. Herbergið hans Elmars er reyndar töluherbergið hans Samúels á meðan Elmar sefur enn inni hjá okkur, svo við mæðgin fáum svefnfrið þegar hann er í vaktarfríi. Og notum við það einnig undir dótið hans (föt og annað). Þið fáið að sjá meira, og örugglega betri sjónarhorn á föstudag á Uglur.is instagraminu 😉 Hér koma myndirnar:

Þetta er í andyrinu hjá útidyrahurðinni. Fyrir lykla og annað.
Hér er inngangurinn, nóg af plássi í þessum skáp! – Í bili geymum við kattarkassann þarna.
Baðherbergið, við eigum eftir að raða aðeins betur þarna og mögulega breyta smá til.
Nóg af plássi í þessum skápum! Elska þessa innréttingu
Ég er svo hrifin af þessari sturtu og þessum flísum!
Mynd í betra ljósi heldur en fyrir ofan.
Eitt af mínu uppáhalds við íbúðina! Geðveik innrétting fyrir þvottavél + þurrkara og nóg pláss í henni! Pláss fyrir óhreinatau fyrir neðan svo við getum losað okkur við óhreinatauskörfuna!
Stofan
Þessar svalir!! – Við eigum eftir að fá okkur sjónvarpsskenk og taka þessa malm kommóðu í burtu! Og hengja upp sjónvarpið.
Mér finnst betra að hafa dótið hans Elmars þarna, svo hann geti leikið sér í sama rými og ég er í, smá leikhorn fyrir hann.
Eitt af mínum uppáhalds stöðum í íbúðinni!
Og eldhúseyjan mín!! Ég elska þetta eldhús!
Og aðeins betri heildarmynd!
Herbergið hans Elmars, hans horn af því í bili.
Fataskápurinn hans & töskur sem eru að fara í geymsluna (gleymdi að taka þær frá🙈)
Ooog tölvuhornið hans Samúels!
Rúmið okkar og fataskápurinn, svoo mikið pláss. Öðru megin eru tvær slár og hinum megin eru skúffur og hillur.
Við eelskum þennan litla glugga!
Og rúmið hans Elmars og sjónvarpið sem við erum með inni í herbergi. Við vitum ekkert hvað við eigum að gera með allar þessar kommóður sem við eigum, þar sem þær voru fataskáparnir okkar í hinni íbúðinni… en dugar svona í bili.

Þetta eru kannski aðeins fleiri myndir en þið bjuggust við, ég er myndasjúk…
En þangað til næst!

Þið finnið mig á Instagram: @annarosaosk

Ein athugasemd við “Ný íbúð!

  1. Bakvísun: Innlit heima

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s