Spítalataskan og fæðingarplaylistinn

Ég miklaði það mikið fyrir mér að pakka ofan í spítalatösku bæði fyrir mig og barnið. Mér hafði verið ráðlagt að hafa töskurnar tilbúnar í kringum 34. – 35. viku en það var ekki fyrr en á 39. viku þegar ég var að hlaupa út til að ná upp á Akranes á undan veðrinu sem ég var að leggja lokahönd á töskurnar. Það kom þó ekki að sök og ekkert sem okkur vanhagaði um á meðan við dvöldum á sjúkrahúsinu. Hér er smá samantekt af því sem ég tók með, hvað ég notaði, hvað ég notaði ekki og síðast en ekki síst, fæðingar playlistinn góði!

Hér eru listar yfir það sem leyndist í spítalatöskunum mínum. Það skal tekið fram að ég átti á Akranesi og gerði ráð fyrir 2-3 daga dvöl, það gæti verið breytilegt eftir fæðingarstöðum hvað þarf að hafa meðferðis og að sjálfsögðu hversu lengi er dvalið á sjúkrahúsinu.

Fyrir mömmuna

 • Toppur til að vera í við fæðingu

Þetta virkaði ekki og ég átti bara í þeim topp sem ég var í þegar fæðingin fór af stað. Fyrir þær sem malla af stað gæti þetta þó átt við.

 • Auka föt

Ég tók með gjafahaldara, sokka, léttan kjól, hlýrabol, leggings, kósý sokka, kósý buxur, náttkjól, inniskó og nærbuxur. Ég hefði ekki viljað sleppa neinu af þessu nema nærbuxunum, ég var ennþá í netabrókinni góðu þegar ég fór heim en það mátti samt láta sig dreyma.

 • Snarl

Ég tók próteinstykki, rískökur og powerade. Ég snerti ekkert af þessu en mæli samt sem áður með að pakka niður snarli sem getur beðið lengi ofan í tösku án þess að skemmast. Ég átti mjög hraða fæðingu og þessvegna reyndist þetta óþarfi fyrir mig. Ljósmóðirin gaf mér þó gatorade í fæðingunni og það var mjög gott. Ég veit ekki hvort það sé venja að deildirnar bjóði upp á það en myndi ekki treysta á það svo ég mæli með að pakka niður gatorade eða powerade.

 • Vatnsbrúsi

Ég notaði hann ekki heldur bara bollana uppi á deild og tóma powerade flösku. Margar sem mæltu með þessu en ég hefði alveg geta skilið hann eftir heima.

 • Sjampó og hárnæring

Fullkomin hreinskilni: Ég var ekki að nenna að sturta mig þarna og lét vatnið duga þegar ég sturtaði mig eftir fæðingu. Örugglega mjög mikilvægt ef þú ert ekki haugur eins og ég.

 • Hleðslutæki fyrir símann

Mikilvægt!!

 • Tyggjó

Þetta var hugsað fyrir Halldór barnsföður minn því minn stærsti ótti fyrir fæðinguna var að hann yrði andfúll og myndi anda framan í mig á meðan ég væri að eiga. Ég tók ekki eftir því að hann væri neitt sérstaklega andfúll á meðan á þessu stóð en better safe than sorry!

 • Nipplukrem

Var útvegað á Akranesi en hefði verið must ef það hefði ekki verið til þar.

 • Teygjur

Gott að hafa allavegna eina á öruggum stað í töskunni svo það vanti ekki ef bruna þarf af stað í flýti. Annars var ég meirihluta janúar mánaðar með fastar fléttur því mig langaði að hafa fastar fléttur í fæðingu og mér tókst að vera með þær tilbúnar þegar ég fór af stað í fæðingu. Það er mikil vinna en mjög þægilegt í fæðingunni.

 • Tannbursti og tannkrem

Segir sig sjálft. Börn eru kostnaðarsöm, ekki bæta tannlæknakostnaði ofan á.

 • Varasalvi

Eitthvað sem ég heyrði mikið um að væri mikilvægt en notaði ekkert á sjúkrahúsinu. Ég er haugur þið vitið.

 • Rakakrem

Eitthvað sem ég gæti aldrei verið án.

Fyrir barnið

 • Föt í stærðum 50 og 56 í hvorri stærð tók ég:
   • 2 samfellur
   • 2 heilgalla
   • 1 buxur
   • 1 peysu
   • 1 sokkabuxur

Þetta dugði okkur og það voru líka til einhver föt á Akranesi ef það hefði vantað uppá. Við vorum u.þ.b. 1 og hálfan sólarhring eftir fæðingu uppi á deild sem var mjög passlegt. Ef við hefðum verið lengur hefði kannski vantað eitthvað uppá. Ég tók líka nátthúfu en ljósmæðurnar sögðu það algjöran óþarfa ef ekki væri um fyrirbura að ræða.

 • Heimferðarsett

Peysa, samfella, sokkar og húfa. Allt prjónað úr babyull svo það var hlýtt og gott.

 • Ullarteppi

Gott fyrir heimferðina.

 • Uglupoki

Hann átti ekki að vera í spítalatöskunni en ég prjónaði hann á meðan ég beið eftir að fæðingin færi af stað og þvílík dásemd sem þessi poki er. Minn gaur er allavegna mjög hrifinn af honum svo ég get algjörlega mælt með!

 • Snuð

Ég tók 2 gerðir ef hann skyldi vera eitthvað picky á snuð. Ég tók bibi og philips avent. Philips avent voru full stór fyrir hann strax eftir fæðingu svo það var fínt að hafa þá aðra gerð sem hentaði betur.

 • Peli

Ég veit ekki afhverju. Börnum er að ég held alltaf gefin ábót í staup ef þess þarf. Það þurfti samt ekkert að gefa honum ábót og þessi peli var algjör óþarfi.

 • Bleyjur og blautþurrkur

Ég tók 2 bleyjur og blautþurrku pakka bara ef ég skildi þurfa að skipta á honum á leiðinni heim, annars var útvegað bleyjum og grisjum á Akranesi.

 • Taubleyjur
 • Bílstóll

Ekki í töskuna en mjög mikilvægt að hafa bílstólinn með, hann hefur víst gleymst nokkrum sinnum.

Fyrir þær sem eru að velta fyrir sér hvað þarf að hafa meðferðis og hvað er skaffað á sjúkrahúsinu mæli ég með instagraminu ljosmaedur en þar í “highlights” er að finna upplýsingar um mismunandi fæðingarstaði og hvað er skaffað hverju sinni undir heitinu “spítalataskan”.

Þar sem ég og barnsfaðir minn erum ekki saman þá þurfti ég ekkert að hugsa út í tösku fyrir hann en ég held hann hafi bara tekið með sér auka föt og svipað snarl og ég. Hann þurfti ekki á neinu að halda en ég mæli samt með fyrir fæðingarfélaga að taka bæði með sér því fæðingin getur orðið löng og föt geta orðið óhrein í ölum hamaganginum.

Að lokum var það fæðingarplaylistinn en ég bjó til 7,5 klukkutíma playlista fyrir fæðinguna. Ég náði ekki nema tæpum klukkutíma í mesta lagi en miðað við þann klukkutíma get ég mælt með þessum playlista og ég er bara frekar stolt af honum. Eftir fæðinguna hef ég nokkrum sinnum hlustað á hann fyrir kósý stemmingu svo hann virkar ekki bara við fæðingu. Þið getið tjékkað á playlistanum hér en hann samanstendur af Valdimar, Of monsters and men, Ásgeir, Banks, Billie Eilish og fleira.

Þangað til næst!

Karen Ásta

Fylgist með mér á instagram @karenasta

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s