Fyrsta íbúðin okkar

Það kannast örugglega flestir á leigumarkað við það að vera orðinn þreyttur á því að vera að leigja, borga mikið fyrir leigu á íbúð sem þú átt ekki og getur ekki breytt henni eins og þú vilt. Allavegana vorum við það. Við keyptum okkar fyrstu íbúð í september 2018, 50fm íbúð í blokk í Njarðvík.
Við gerðum íbúðina upp og langar mig til að sýna ykkur fyrir og eftir myndir. Okkur leið mjög vel í íbúðinni, mjög flott fyrsta íbúð en það var kominn tími til að stækka við okkur þar sem við erum komin með eitt lítið kríli og keyptum við okkur nýja íbúð á föstudaginn síðastliðinn. Við erum mega sátt! Ég mun koma með færslu um nýju íbúðina þegar að við erum búin að koma okkur fyrir, hver veit nema það verði næsta færsla 😄

Hér er eldhúsið. Það voru flísar á golfinu, við tókum þær í burtu, flotuðum og parketlögðum. Ég handmálaði innréttinguna, filmaði plötuna og handmálaði flísarnar á veggnum. Einnig keyptum við nýjan bökunarofn, því hann sem var fyrir var orðinn ógeðslegur og við náðum ekki að þrífa hann.

Baðherbergið var með þessari innréttingu, sem ég handmálaði eins og eldhúsið og filmaði borðplötuna. Ég tók hvítu hilluna á veggnum og setti flottari hillur, eina fyrir mig og eina fyrir Samúel. Við reyndar ætluðum að kaupa nýjan flottan spegil, en allan þennan tíma sem við bjuggum þarna létum við þennan flotta spegil sem ég bjó til í smíðum í grunnskóla duga 😂 Okkur langaði til að setja nýja innréttingu og nýjar flísar á golfið, en létum ekki verða úr því og svo var mjög fljótt kominn tími til að kaupa stærri íbúð. Það sem sést ekki á myndinni er baðkar með sturtu og þvottavél og þurrkari sem var við hliðiná baðkarinu.

Hér er stofan, hún var dúkalögð og rifum við upp dúkinn, flotuðum og settum parket. Við máluðum einn vegg í stofunni í gráum lit.

Hér er hinn parturinn af stofunni. Þar voru flísar… og við náttúrulega flotuðum og parketlögðum allt rýmið bara. Sami veggur og á fyrri myndum sem við máluðum gráann.

Hér er svo svefnherbergið. Þar var skápur og á golfinu var dúkur og veggurinn var vínrauður/fjólublár. Við parketlögðum og máluðum vegginn í sama gráa lit og í stofunni.

Þetta eru allt myndir sem að við tókum strax fyrir og eftir, og eru þær ekki eins og íbúðin var áður en við seldum. Við hefðum ekki getað gert þetta allt án hjálpar frá fjölskyldunum okkar sem hjálpuðu okkur að mála, rífa upp golfefni og setja niður golfefni. Þetta var ekki þannig séð mikið sem við gerðum, en nóg til að okkur leið rosalega vel og eins og við værum í nýlegri íbúð heldur en hún leit út fyrir að vera fyrst, enda byggt 1980 og eitthvað.

Hér er aðeins nýlegri mynd af stofunni, og eins með herbergið. Elmar fékk sitt pláss í herberginu okkar, og fór snyrtiborðið í burtu. En svo settum við upp ljós á vegginn þar sem er gat og gerðum helling í viðbót og ég varla trúi því að ég eigi ekki nýlegri myndir.. En ég mun svo sýna ykkur bráðlega myndir af nýju íbúðinni! Þeir sem fylgjast með á uglur.is instagraminu hafa nú þegar séð 😏
Ef þið viljið fylgjast meira með mér @annarosaosk á instagram.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s