Fæðingarsagan mín

Þann 14.ágúst 2019 fór ég upp á LSH klukkan 8:00 í gangsetningu. Klukkan 9:25 fékk ég fyrstu töfluna, ég var með 2-3 í útvíkkun og var send heim til að taka 7 töflur í viðbót þann dag, eða þangað til ég myndi byrja að fá hríðar.
Ég fór heim til mömmu og lagði mig smá. Vaknaði svo og fór á rúntinn með Samúel og litla bróðir mínum, eftir það fór ég í bað með lavender olíu og Samúel nuddaði á mér bumbuna, og lappirnar með olíunni.
Við fórum svo í Keiluhöllina að horfa á Liverpool leik og fá okkur að borða, ég tek töflu númer 7 (ein eftir) og var byrjuð að fá smá verki sem ég fann ekkert rosalega fyrir svo ég hélt bara að ég væri með fyrirvara verki.
Ég var alltaf að laga mig til hvernig ég sat á stólnum, sátum á svona bar stól. Mamma var farin að spyrja hvort ég væri komin með verki, en ég lýsti því bara sem svipuðu og túrverkir þar sem ég fann ekkert fyrir svona “vá ég er að fara af stað” verkjum. Það voru allir búnir að segja að þegar maður fer af stað, þá virkilega finnur maður það. Svo eftir að við komum heim til mömmu um kl. 22 fór ég í heitt bað til að slá á “túrverkina”.

Klukkan 23:25 tók ég síðustu töfluna. Um miðnætti byrjaði ég að fá svolítið verri verki, erfitt að liggja og það voru ca 2-3 mínútur á milli verkja. Og þarna var ég ekki jafn slök og var byrjuð að fá einkenni sem maður átti að láta fæðingardeildina vita af þegar maður er í gangsetningu, eins og smá blóð og fleira. Svo ég hringdi upp á fæðingardeild og mér var sagt að þetta væru bara fyrirvaraverkir og ég væri ekkert að fara af stað og ætti að hvíla mig. Ég reyndi það en gat ómögulega legið, svo ég sat bara og andaði mig í gegnum verkina. Svo um kl 01:00 var þetta byrjað að versna og ég bað Samúel að hringja aftur og þá var sagt það sama, að ég ætti að hvíla mig og koma í fyrramálið, svo ég bað hann að vekja mömmu því ég gat bara ekki setið né legið, en var ekki með það mikla verki, en nóg til að það væri óþæginlegt og byrjaði að titra smá. Mamma sá á mér að ég var byrjuð að finna til og líklega farin af stað, hún segir okkur að fara upp á fæðingardeild og heimta skoðun allavegana.
Við mætum 01:30 og ég fer í rit, svo kíkir hún á útvíkkun og ég er komin með 6 í útvíkkun! Enn með 2-3 mínútur á milli samdrátta og andaði mig í gegnum verkina. Um klukkan 02:00 fáum við fæðingarstofu og ég nota glaðloftið og skelf öll svo mikið ennþá. Þetta var í fyrsta skipti sem ég nota glaðloft og ég var svo spennt að prófa og allt í einu varð mér sjúklega óglatt og ég reyndi að flýta mér eins og ég gat að fara að æla, en ég rétt hitti á klósettið en það fór helling á gólfið, sem greyið Samúel þreif upp🙈 En svo eftir það ætlaði ég bara að sleppa því að nota það, en eftir ca. 10 mínútur var ég byrjuð að nota það aftur haha.

Glaðloftið góða🙈


Um 3 leytið kemur tengdó til okkar og það var svo notarlegt, hún hjálpaði svo til með verkina og hjálpaði Samúel að vera ekki stressaður, sem var mjög þæginlegt. Hún strauk á bakið og svoleiðis og allt sem hún gerði hermdi Samúel bara eftir haha. Um kl 04:20 fæ ég svo aðra ljósmóðir, alveg yndisleg ljósmóðir. Ég bið um mænudeyfinguna, og hún ætlar að athuga útvíkkun og svo myndi ég fá hana.
Um kl 04:35 athugar hún útvíkkun og hún er komin í 9. Kollurinn hans var ennþá frekar hátt uppi. Um 04:45 finn ég að ég þurfi að pissa, svo ég fer á klósettið, en þá heyrist bara þvílík læti og þá missti ég bara vatnið í klósettið klukkan 04:48 (ég hélt í smá að ég hefði fætt hann ofan í klósettið).
Eftir það fæ ég meiri þrýsting niður. Þá finn ég bara að ég þurfi að rembast og það NÚNA. Hún biður mig að bíða í smá, og 04:54 byrja ég að rembast og það sést strax í kollinn á honum. Klukkan 05:08 fæðist Elmar og við fáum litla gullið okkar í hendurnar. Samúel klippir svo naflastrenginn, klukkan 05:16 fæðist fylgjan og ég saumuð eftir 2 gráðs rifu.
Ég fæddi hann deyfingarlaust, einungis með glaðloftið því ég fékk aldrei mænudeyfinguna því allt gerðist svo rosalega hratt! En fyrir þetta litla gull myndi ég ganga aftur í gegnum þetta, deyfingarlaust og allt ❤ 
Ef þið viljið fylgjast meira með okkur þá er Instagramið mitt: @annarosaosk

2 athugasemdir við “Fæðingarsagan mín

  1. Bakvísun: Meðgangan

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s