Kynningarblogg: Annarósa Ósk

Ég heiti Annarósa Ósk og er 22 ára. Ég er úr Reykjavík en er búsett í Njarðvík með kærastanum mínum og litla stráknum okkar. Ég er í fæðingarorlofi eins og er en klára það í apríl. Ég er að klára stúdentinn í fjarnámi og ef allt gengur vel útskrifast ég í desember!
Áður en ég fór í fæðingarorlof vann ég sem móttökustjóri á hóteli hérna í Reykjanesbæ. Ég hef alltaf haft áhuga á því að skrifa og blogga, og hef nokkrum sinnum reynt að koma mér í að búa til blogg en aldrei látið verða að því svo það er mjög gaman að prófa það loksins! Þetta er mjög langt út fyrir þægindarammann minn, en er mjög spennt að taka skrefið.

Ég á mér mörg áhugamál, eins og til dæmis að skrifa. Ég er algjört skipulagsfrík, ég notast við Bullet Journal, það er eina dagbókin sem mér finnst ég geta staðið við haha, því þá get ég skipulagt og verið með hana eftir mínu höfði, kannski ég sýni ykkur einhvað frá henni ☺︎ Einnig elska ég að ferðast, eyða tíma með fjölskyldunni og margt fleira

Ég mun koma til með að deila með ykkur færslum um Elmar Jökul son minn, áhugamálunum mínum, heimilinu, ferðalögum og fleira ♥︎

Hlakka til að gera fleiri færslur fyrir ykkur.
Þið getið fylgst með mér á instagram: @annarosaosk

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s