Lífið, Valdís Ósk

Yfirlit yfir 2019

Halló, gleðilegt árið!

Núna er loksins árið komið sem ég er búin að bíða lengi eftir, 2020! Árið sem litli snúður kemur í heiminn. Allt er nánast að verða tilbúið, bara litlir smáhlutir eftir.

En það er ekki það sem ég er hér til að skrifa um í þetta skiptið. Ég ætla að renna fljótlega yfir árið með ykkur. Samt er nánast allt sem ég man búið að snúast um litla strákin sem er væntanlegur eftir rúmlega 6 vikur.

2019 er búið að vera mjög fínt ár en samt alveg með sína erfiðu kafla á milli. Í byrjun árs flyt ég hægt og rólega inn til þáverandi kærasta míns. Mér fannst það mjög spennandi að búa ein með karlmanni sem mér þótti og þykir ennþá rosalega vænt um, get alls ekki logið til um það.

Fyrri partur af árinu gekk rosa vel. Ég náði að kynnast yndislegu fólki, meðal annars Söndru og Gabríelu sem komu inn á síðuna.

litla fallega baunin mín í 12 vikna sónar.

Um miðjan júní kemur í ljós að ég sé orðin ólétt sem er æðislegt. Allt gengur rosa vel í byrjun, ég flyt aftur heim til foreldranna minna, svona rétt áður en morgunógleðin fer að kicka inn. Fínt að geta verið í mömmu og pabba dekri á meðan ógleðin gekk yfir.

Ógleðin var alveg frá 7 viku – 13/14 viku, það er kannski ekki rosalega langur tími en mér fannst það vera heil eilífð. Sérstaklega þegar ég varð mjög veik á þeim tímapunkti.

Í ágúst fór ég á atvinnuleysisbætur, fór í gegnum það að mæta stundum í Búkollu sem er nytjamarkaður á Akranesi. Það er mjög fínt að vera þar. Ég er hinsvegar ennþá þar, sem er mjög fínt.

Í byrjun október, fer ég í 20 vikna sónar og kemur þá í ljós að ég eigi von á litlum typpaling. Sem er mjög gaman, enda þýðir þetta frekar mikið fyrir okkur foreldrana.

Við ákváðum að halda smá kynjaveislu fyrir okkar nánustu, pöntuðum okkur pitsu, ég var búin að fara áður í Lindex og valdi mér flíkur sem passaði við sitthvort kynið og lét pakka inn fyrir mig. Ég vildi óska þess að ég gæti látið inn myndbandið sem það var opnað pakkann. Það eru alveg tilfinningar í því.. ég kannski finn fyrir því vegna aukna hormóna hjá mér.

Eftir 20 vikna sónarinn þá fór ég aðeins að byrja að redda nokkrum hlutum fyrir litla strákinn okkar. Ég stefni á sem fyrst að sýna ykkur hvernig herbergið er orðið, en eins og staðan er núna þá er nánast komin sprenging í það.

Í desember fór ég í vaxtasónar, sem kom út að strákurinn okkar er u.þ.b. 9 merkur, samkvæmt útreikningum ljósmóðurinnar mun strákurinn vera sirka 15 merkur. Sem er mjög fín tala.

3D Sónar, sem ég fór á 27 viku.

Jólin voru rosa fín. Það var mjög róleg og notarlegt yfir hátíðina hjá okkur á Akranesi. Mér finnst það mikið þæginlegra, sérstaklega þegar maður er svona extra þreyttur vegna meðgöngunnar.

Annars held ég að allt svona aðal atriðin séu komin sem ég man eftir eins og er. Síðasta ár hefur bæði verið erfitt en samt líka mjög gott á sama tíma. Enda er ég mjög þakklát fyrir allt á síðastliðna ári.

En Þangað til næst!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s